Algengt vandamál að stjórnvöld lofi fjármunum sem ekki séu til sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2016 12:30 „Við skulum ræða það hvar við eigum að sækja þessa peninga. Mér vitanlega er ekki auðvelt að spara átta þúsund milljónir í félagmálaráðuneytinu." vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir það algengt vandamál að stjórnvöld lofi fjármunum sem ekki séu til. Mikilvægt sé að þau sýni ábyrgð í fjármálum og þannig fylgi lögum um opinber fjármál. Tilefni orða Guðlaugs eru loforð félagsmálaráðherra um lengra fæðingarorlof og hærri greiðslur, sem kæmu til með að kosta ríkissjóð átta milljarða króna. Loforðin séu innistæðulaus enda hafi ráðherrann ekki sparað þessa milljarða. „Við skulum ræða það hvar við eigum að sækja þessa peninga. Mér vitanlega er ekki auðvelt að spara átta þúsund milljónir í félagmálaráðuneytinu. Eins og staðan er núna er ríkisstjórnin að vinna að því, sem ég held að sé mjög skynsamlegt, að einfalda lífeyriskerfið og sömuleiðis að þá styrkja þá sem minnst hafa þar. Það mun kosta peninga,“ segir Guðlaugur. Þá sé aldurssamsetning þjóðarinnar að breytast. „Við erum að sjá það að þeir sem eru 67 ára og eldri þeim mun fjölga um fimmtíu prósent á næstu tíu árum. Sem þýðir það að við erum að sjá breytta aldurssamsetningu sem mun kalla á aukin framlög og verkefni á heilbrigðisþjónustu, og að vísu á fleiri sviðum.“ Tillögur félagsmálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, snúa að því að hámarksgreiðslur foreldris úr fæðingarorofssjóði verði 600 þúsund krónur á mánuði og að tekjur allt að 300 þúsund krónum á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Hún hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á næstunni. Guðlaugur segir það hafa verið vandamál í áratugi að ráðherrar lofi peningum sem ekki séu til. Því þufi að breyta. „Það eru lög hér í landinu um opinber fjármál. Við ætlum og lofuðum því og það er í lögum að við ætlum að horfa í lengri tíma, við ætlum að hafa haga í ríkisfjármálum. Af hverju ætlum við að gera það? Vegna þess að við getum ekki bætt lífskjör til lengri tíma nema við vinnum með þessum hætti,“ segir Guðlaugur.Guðlaugur ræddi málið í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur foreldris verði hækkaðar, orlof lengt og leikskóladvöl tryggð Starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði skýrslu til félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. 11. mars 2016 16:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir það algengt vandamál að stjórnvöld lofi fjármunum sem ekki séu til. Mikilvægt sé að þau sýni ábyrgð í fjármálum og þannig fylgi lögum um opinber fjármál. Tilefni orða Guðlaugs eru loforð félagsmálaráðherra um lengra fæðingarorlof og hærri greiðslur, sem kæmu til með að kosta ríkissjóð átta milljarða króna. Loforðin séu innistæðulaus enda hafi ráðherrann ekki sparað þessa milljarða. „Við skulum ræða það hvar við eigum að sækja þessa peninga. Mér vitanlega er ekki auðvelt að spara átta þúsund milljónir í félagmálaráðuneytinu. Eins og staðan er núna er ríkisstjórnin að vinna að því, sem ég held að sé mjög skynsamlegt, að einfalda lífeyriskerfið og sömuleiðis að þá styrkja þá sem minnst hafa þar. Það mun kosta peninga,“ segir Guðlaugur. Þá sé aldurssamsetning þjóðarinnar að breytast. „Við erum að sjá það að þeir sem eru 67 ára og eldri þeim mun fjölga um fimmtíu prósent á næstu tíu árum. Sem þýðir það að við erum að sjá breytta aldurssamsetningu sem mun kalla á aukin framlög og verkefni á heilbrigðisþjónustu, og að vísu á fleiri sviðum.“ Tillögur félagsmálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, snúa að því að hámarksgreiðslur foreldris úr fæðingarorofssjóði verði 600 þúsund krónur á mánuði og að tekjur allt að 300 þúsund krónum á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Hún hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á næstunni. Guðlaugur segir það hafa verið vandamál í áratugi að ráðherrar lofi peningum sem ekki séu til. Því þufi að breyta. „Það eru lög hér í landinu um opinber fjármál. Við ætlum og lofuðum því og það er í lögum að við ætlum að horfa í lengri tíma, við ætlum að hafa haga í ríkisfjármálum. Af hverju ætlum við að gera það? Vegna þess að við getum ekki bætt lífskjör til lengri tíma nema við vinnum með þessum hætti,“ segir Guðlaugur.Guðlaugur ræddi málið í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur foreldris verði hækkaðar, orlof lengt og leikskóladvöl tryggð Starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði skýrslu til félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. 11. mars 2016 16:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur foreldris verði hækkaðar, orlof lengt og leikskóladvöl tryggð Starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði skýrslu til félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. 11. mars 2016 16:43