Innlent

Aldrei verið jafnfljótir að sjá hlaupið

BBI skrifar
Myndin er úr eldra hlaupi.
Myndin er úr eldra hlaupi.

„Menn sáu ummerkin á mælum, skynjurum og gruggi í vatni. Þá flugu þeir yfir katlana og sáu að sá vestari ketillinn er að síga," segir Snorri en útaf öllum þessum mælum varð óvenju snemma vart við hlaupið.

Hlaupið verður fremur lítið og mun ekki hafa í för með sér neina hættu að öðru leyti en því að brennisteinsgas getur verið við útfall hlaupsins og fólki er ráðið frá því að ferðast þangað.

Skaftárhlaup verða þegar katlar undir jöklinum tæma sig, en vatn safnast þar fyrir vegna jarðhitastöðva á svæðinu. Hlaupin eru allt að því árviss viðburður að sögn Snorra, enda þurfa katlarnir að tæmast reglulega. Hlaup úr vestari katlinum eru minni en úr þeim eystri.

„Þetta getur þó orðið til þess að eystri ketillinn tæmi sig líka," segir Snorri. Hann getur ekkert sagt til um hve lengi hlaupið mun standa en það gæti verið fáeina daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×