Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf 12. nóvember 2012 06:00 Jakob Kristinsson Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. Aldrei hefur tekist að sanna að þolanda kynferðisofbeldis hafi verið byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Þetta segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði, sem hefur fengið sýni til rannsóknar frá lögreglunni í hvert sinn sem grunur vaknar um slíkt. Með nauðgunarlyfjum er átt við lyf á borð á við róhypnól, smjörsýru og ketamín. "En það er reyndar eitt lyf sem finnst býsna oft," segir Jakob. "Það er áfengi. Áfengi er algengasta nauðgunarlyfið." Rannsóknir á blóðsýnum þeirra sem telja sér hafa verið byrlað eitur hófust fyrir aldamót og hafa nokkur slík sýni borist Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum árlega síðan. Í fyrra barst 21 sýni, sex árið 2010 og fjórtán árið 2009. Fljót að hverfa úr blóðinuBjörgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki draga í efa að lyf af þessu tagi séu notuð í þessum tilgangi. Það sanni dæmi erlendis frá. Ástæða þess að þetta hefur aldrei sannast er hins vegar sú að sum lyfjanna hverfa mjög fljótt úr blóðinu og eru illgreinanleg. Jakob segir það reyndar lífseiga þjóðsögu að frægasta lyfið, róhypnól, sé svo óskaplega fljótt að hverfa. Sé það tekið í nógu miklu magni til að fólk verði rænulaust þá greinist það í nokkra daga á eftir, en vandamálið sé frekar það að fórnarlömb nauðgunar sem grunar að þeim hafi verið byrlað lyf leiti ekki til lögreglu fyrr en að þessum nokkrum dögum liðnum. Hann segir smjörsýruna erfiðari viðfangs. ?Smjörsýran er í okkur öllum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur verið erfitt að skera úr um hvenær hún er yfir eðlilegum mörkum og hvenær ekki.? Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. Aldrei hefur tekist að sanna að þolanda kynferðisofbeldis hafi verið byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Þetta segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði, sem hefur fengið sýni til rannsóknar frá lögreglunni í hvert sinn sem grunur vaknar um slíkt. Með nauðgunarlyfjum er átt við lyf á borð á við róhypnól, smjörsýru og ketamín. "En það er reyndar eitt lyf sem finnst býsna oft," segir Jakob. "Það er áfengi. Áfengi er algengasta nauðgunarlyfið." Rannsóknir á blóðsýnum þeirra sem telja sér hafa verið byrlað eitur hófust fyrir aldamót og hafa nokkur slík sýni borist Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum árlega síðan. Í fyrra barst 21 sýni, sex árið 2010 og fjórtán árið 2009. Fljót að hverfa úr blóðinuBjörgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki draga í efa að lyf af þessu tagi séu notuð í þessum tilgangi. Það sanni dæmi erlendis frá. Ástæða þess að þetta hefur aldrei sannast er hins vegar sú að sum lyfjanna hverfa mjög fljótt úr blóðinu og eru illgreinanleg. Jakob segir það reyndar lífseiga þjóðsögu að frægasta lyfið, róhypnól, sé svo óskaplega fljótt að hverfa. Sé það tekið í nógu miklu magni til að fólk verði rænulaust þá greinist það í nokkra daga á eftir, en vandamálið sé frekar það að fórnarlömb nauðgunar sem grunar að þeim hafi verið byrlað lyf leiti ekki til lögreglu fyrr en að þessum nokkrum dögum liðnum. Hann segir smjörsýruna erfiðari viðfangs. ?Smjörsýran er í okkur öllum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur verið erfitt að skera úr um hvenær hún er yfir eðlilegum mörkum og hvenær ekki.?
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira