Aldrei meira fjármagn til uppbyggingar Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 22. júlí 2015 07:00 Uppbygging á ferðamannastöðum er eitt af brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Um þetta viðfangsefni hefur mikið verið fjallað á undanförnum árum sem kemur ekki á óvart, enda höfum við séð þreföldun í komu ferðamanna hingað til lands á síðastliðnum áratug og ekki náð að byggja upp innviði í takt við fjölgunina. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur starfað frá árinu 2011 og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum. Frá upphafi hefur sjóðurinn úthlutað 2.300 milljónum króna, þar af tæpum 1.700 milljónum á tveimur síðustu árum. Til viðbótar við tekjur af gistináttagjaldi, sem ætlað var að standa undir þessari fjármögnun, hefur ríkisstjórnin sett aukalega 1.230 milljónir til þessa mikilvæga málaflokks á síðustu tveimur árum. Mun meira en nokkru sinni fyrr. Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við salernismál, sem nú eru mikið til umræðu. Úrbóta er víða þörf til að tryggja vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna og nauðsynlega innviði til að þjónusta þann mikla fjölda sem sækir landið heim. Frumvarpi um náttúrupassa var ætlað að leysa heildstætt þetta margþætta viðfangsefni sem snýr ekki eingöngu að innviðauppbyggingu heldur að öðrum þáttum eins og öryggismálum. Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðilaf, ríkis, sveitarfélaga, landeigenda og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þessara mála. Á undanförnum mánuðum hefur ráðuneyti mitt í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri unnið að langtíma stefnumótun fyrir greinina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mánuði. Vel hefur verið til vandað, litið til fordæma erlendis frá og samráð haft við hagsmunaaðila og aðra áhugasama um land allt. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel hana nauðsynlega til þess að styðja við áframhaldandi vöxt og framfarir ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum og glímir því kannski við ýmsa vaxtarverki. Salernismálin eru bara einn angi þeirra. Stjórnvöld eru vel meðvituð um það verkefni og því hefur auknu fjármagni verið varið til slíkra verkefna. Má geta þess að yfir 100 milljónum verður varið í að bæta salernisaðstöðu um allt land á þessu ári. Reyndar er það svo að fleira tefur uppbyggingu en skortur á fjármagni og má þar nefna skipulagsmál og annan undirbúning. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 milljónum sem Framkvæmdasjóðurinn úthlutaði sérstaklega vorið 2014, án mótframlags, liggja tæpar 200 milljónir enn óhreyfðar vegna þess að verkefnunum er ekki lokið. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Verkefnin eru ærin og til þess að ljúka þeim þurfum við samstillt átak. Með öflugri stefnumótun, framtíðarsýn og samvinnu er ég sannfærð um að okkur takist vel til eins og alltaf þegar við stöndum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Uppbygging á ferðamannastöðum er eitt af brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Um þetta viðfangsefni hefur mikið verið fjallað á undanförnum árum sem kemur ekki á óvart, enda höfum við séð þreföldun í komu ferðamanna hingað til lands á síðastliðnum áratug og ekki náð að byggja upp innviði í takt við fjölgunina. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur starfað frá árinu 2011 og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum. Frá upphafi hefur sjóðurinn úthlutað 2.300 milljónum króna, þar af tæpum 1.700 milljónum á tveimur síðustu árum. Til viðbótar við tekjur af gistináttagjaldi, sem ætlað var að standa undir þessari fjármögnun, hefur ríkisstjórnin sett aukalega 1.230 milljónir til þessa mikilvæga málaflokks á síðustu tveimur árum. Mun meira en nokkru sinni fyrr. Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við salernismál, sem nú eru mikið til umræðu. Úrbóta er víða þörf til að tryggja vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna og nauðsynlega innviði til að þjónusta þann mikla fjölda sem sækir landið heim. Frumvarpi um náttúrupassa var ætlað að leysa heildstætt þetta margþætta viðfangsefni sem snýr ekki eingöngu að innviðauppbyggingu heldur að öðrum þáttum eins og öryggismálum. Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðilaf, ríkis, sveitarfélaga, landeigenda og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þessara mála. Á undanförnum mánuðum hefur ráðuneyti mitt í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri unnið að langtíma stefnumótun fyrir greinina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mánuði. Vel hefur verið til vandað, litið til fordæma erlendis frá og samráð haft við hagsmunaaðila og aðra áhugasama um land allt. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel hana nauðsynlega til þess að styðja við áframhaldandi vöxt og framfarir ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum og glímir því kannski við ýmsa vaxtarverki. Salernismálin eru bara einn angi þeirra. Stjórnvöld eru vel meðvituð um það verkefni og því hefur auknu fjármagni verið varið til slíkra verkefna. Má geta þess að yfir 100 milljónum verður varið í að bæta salernisaðstöðu um allt land á þessu ári. Reyndar er það svo að fleira tefur uppbyggingu en skortur á fjármagni og má þar nefna skipulagsmál og annan undirbúning. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 milljónum sem Framkvæmdasjóðurinn úthlutaði sérstaklega vorið 2014, án mótframlags, liggja tæpar 200 milljónir enn óhreyfðar vegna þess að verkefnunum er ekki lokið. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Verkefnin eru ærin og til þess að ljúka þeim þurfum við samstillt átak. Með öflugri stefnumótun, framtíðarsýn og samvinnu er ég sannfærð um að okkur takist vel til eins og alltaf þegar við stöndum saman.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar