"Herraklippingar" aldrei vinsælli Erla Hlynsdóttir skrifar 17. nóvember 2011 19:08 Aldrei hafa fleiri karlmenn farið í ófrjósemisaðgerð og á síðasta ári, þegar einn karlmaður að meðaltali fór í aðgerð á hverjum einasta degi. Borgarstjóri vakti máls á ófrjósemisaðgerðum í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á þriðjudag, og hvatti karla til að taka þar aukna ábyrgð. Talsverð aukning hefur orðið á ófrjósemisaðgerðum hjá körlum á síðustu árum og hafa aldrei fleiri karlmenn farið í svonefnda herraklippingu en á síðasta ári, þegar þeir voru ríflega fjögurhundruð. Á sama tíma fóru aðeins um hundraðogsextíu konur í ófrjósemisaðgerð. Undanfarinn áratug hefur orðið algjör viðsnúningur hjá kynjunum þegar kemur að ófrjósemisaðgerðum. Konur voru alltaf í miklum meirihluta en nú hafa karlmenn tekið yfir, enda aðgerðin mun einfaldari hjá þeim. „Það eru náttúrulega að koma fleiri karlmenn og þeir kannski frétta það hjá hverjum öðrum að þetta sé tiltölulega einfalt mál," segir Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir. Og karlmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að aðgerðin bitni á kynlífnu. „Nei, það hefur engar aukaverkanir hvað varðar kynlíf," segir Guðmundur og bætir við að sáðlát verði áfram eins eftir aðgerð, nema að sáðfrumurnar vantar. Algengast er að fólk í aldurshópnum þrjátíuogfimm til fjörutíuogfjögurra ára fari í ófrjósemisaðgerðir og „herraklippingin" er mun einfaldari en margan kann að gruna. Í flestum tilfellum þarf aðeins að staðdeyfa karlmenn áður en þeir fara í ófrjósemisaðgerð, þó sumir séu svæfðir. Aðgerðin fer þannig fram að gat eða lítill skurður er gerður á ofanverðan punginn. Þá eru sáðrásirnar teknar út, þær eru klipptar og svo bundið eða jafnvel brennt fyrir. Aðgerðin tekur um fimmtán til tuttugu mínútur og eru menn vinnufærir strax næsta dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af ófrjósemisaðgerð á karlmanni. Við vörum viðkvæma við þessum myndum. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Aldrei hafa fleiri karlmenn farið í ófrjósemisaðgerð og á síðasta ári, þegar einn karlmaður að meðaltali fór í aðgerð á hverjum einasta degi. Borgarstjóri vakti máls á ófrjósemisaðgerðum í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á þriðjudag, og hvatti karla til að taka þar aukna ábyrgð. Talsverð aukning hefur orðið á ófrjósemisaðgerðum hjá körlum á síðustu árum og hafa aldrei fleiri karlmenn farið í svonefnda herraklippingu en á síðasta ári, þegar þeir voru ríflega fjögurhundruð. Á sama tíma fóru aðeins um hundraðogsextíu konur í ófrjósemisaðgerð. Undanfarinn áratug hefur orðið algjör viðsnúningur hjá kynjunum þegar kemur að ófrjósemisaðgerðum. Konur voru alltaf í miklum meirihluta en nú hafa karlmenn tekið yfir, enda aðgerðin mun einfaldari hjá þeim. „Það eru náttúrulega að koma fleiri karlmenn og þeir kannski frétta það hjá hverjum öðrum að þetta sé tiltölulega einfalt mál," segir Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir. Og karlmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að aðgerðin bitni á kynlífnu. „Nei, það hefur engar aukaverkanir hvað varðar kynlíf," segir Guðmundur og bætir við að sáðlát verði áfram eins eftir aðgerð, nema að sáðfrumurnar vantar. Algengast er að fólk í aldurshópnum þrjátíuogfimm til fjörutíuogfjögurra ára fari í ófrjósemisaðgerðir og „herraklippingin" er mun einfaldari en margan kann að gruna. Í flestum tilfellum þarf aðeins að staðdeyfa karlmenn áður en þeir fara í ófrjósemisaðgerð, þó sumir séu svæfðir. Aðgerðin fer þannig fram að gat eða lítill skurður er gerður á ofanverðan punginn. Þá eru sáðrásirnar teknar út, þær eru klipptar og svo bundið eða jafnvel brennt fyrir. Aðgerðin tekur um fimmtán til tuttugu mínútur og eru menn vinnufærir strax næsta dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af ófrjósemisaðgerð á karlmanni. Við vörum viðkvæma við þessum myndum.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira