Aldraðir vilja ekki vera byrði Guðrún Ágústsdóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Stór hluti aldraðra nú, 67 ára og eldri, er fullfrískur og vinnufær og það er ekki gáfulegt að kasta vinnuframlagi hans fyrir róða. Það er verðmætasóun fólgin í því að nýta ekki starfskrafta fólks með því að líta á alla aldraða sem óvinnufæra og gagnslausa. Afskráður ónýtur var sagt um bíla þegar ég var að vinna hjá Sjóvá áður en þeir fóru á haugana. Afstaðan til gamals fólks minnir stundum á þetta. Það heyrir til undantekninga að talað sé við gamalt fólk í fjölmiðlum (nema þá til að tala um gamla daga, helst í sveitinni) og það þótti til skamms tíma ekki taka því að hafa fólk yfir sextugu með í skoðanakönnunum. Það er ekki skynsamlegt að loka fólk inni í hólfum – þvert á móti á að opna samfélagið fyrir öllum burtséð frá því á hvaða aldri þau eru. Aldraðir, þ.e. fólk á aldrinum 67 til 85 eða 100 ára, er ekki einsleitur hópur, ekki frekar en fólk milli 47 og 70 ára eða 27 og 50 ára. Við eigum það eitt sameiginlegt að við höfum náð ákveðnum aldri sem er skilgreint í lögum sem öldrun. Annað er það ekki. Hópurinn er margbreytilegur hvað varðar afkomu (sumt efnaðasta fólk landsins er í þessum hópi), heilbrigði: andlegt og líkamlegt og félagslegt.Vinnuframlagið sést ekki Vinnuframlag eldra fólks sést ekki sem heild eftir að það hefur yfirgefið vinnumarkaðinn. Hvað ætli standi í hagtölum um aldraða sem eru að þeytast um með barnabörnin sín í tónlistartíma og íþróttir, að passa á kvöldin eða um helgar, eða þegar þau eru veik? Þetta vinnuframlag er oft forsenda þess að yngra fólk geti skilað vinnuframlagi sínu. Vinnuframlag yngra fólksins er metið á hagtölum samfélagsins, vinnuframlag eldra fólksins er hvergi metið á heildarskalana sem allir eru alltaf að horfa á – en börnin meta vissulega störf okkar að ekki sé minnst á barnabörnin. Hópur aldraðra er líka mismunandi eftir búsetu. Hvernig er búið að öldruðum utan höfuðborgarsvæðisins? Hvernig líður einstæðu fólki, konum og körlum? Allt þetta þarf að skoða og rannsaka og ekki að afgreiða aldraða eins og þeir séu einhver óskiljanlegur klumpur sem er baggi á samfélaginu. Við höfum oft tekið málin í okkar hendur. Við erum virk í samfélaginu, þótt við séum ekki endilega eftirsótt á vinnumarkaði, margir eldri borgarar hreyfa sig markvisst, vitandi að það hefur jákvæð áhrif á heilsuna, öll námskeið eru yfirfull af gráhærðu fólki í endurmenntun. Og gamalt fólk er menningarneytendur á háu stigi, það sést svo ekki verður um villst á tónleikum og leikhúsum – já, og myndlistarsýningum. Við viljum bæta lífi við árin, ekki bara árum við lífið. Það er sagt að annað hvert barn sem fæðist á þessari öld geti búist við því að verða 100 ára! Þessi viðbótarár viljum við nota með því að vera með í samfélaginu með virkri þátttöku og ábyrgð á okkur og umhverfi okkar. Eins og aðrir. Aldraðir vilja ekki vera byrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Stór hluti aldraðra nú, 67 ára og eldri, er fullfrískur og vinnufær og það er ekki gáfulegt að kasta vinnuframlagi hans fyrir róða. Það er verðmætasóun fólgin í því að nýta ekki starfskrafta fólks með því að líta á alla aldraða sem óvinnufæra og gagnslausa. Afskráður ónýtur var sagt um bíla þegar ég var að vinna hjá Sjóvá áður en þeir fóru á haugana. Afstaðan til gamals fólks minnir stundum á þetta. Það heyrir til undantekninga að talað sé við gamalt fólk í fjölmiðlum (nema þá til að tala um gamla daga, helst í sveitinni) og það þótti til skamms tíma ekki taka því að hafa fólk yfir sextugu með í skoðanakönnunum. Það er ekki skynsamlegt að loka fólk inni í hólfum – þvert á móti á að opna samfélagið fyrir öllum burtséð frá því á hvaða aldri þau eru. Aldraðir, þ.e. fólk á aldrinum 67 til 85 eða 100 ára, er ekki einsleitur hópur, ekki frekar en fólk milli 47 og 70 ára eða 27 og 50 ára. Við eigum það eitt sameiginlegt að við höfum náð ákveðnum aldri sem er skilgreint í lögum sem öldrun. Annað er það ekki. Hópurinn er margbreytilegur hvað varðar afkomu (sumt efnaðasta fólk landsins er í þessum hópi), heilbrigði: andlegt og líkamlegt og félagslegt.Vinnuframlagið sést ekki Vinnuframlag eldra fólks sést ekki sem heild eftir að það hefur yfirgefið vinnumarkaðinn. Hvað ætli standi í hagtölum um aldraða sem eru að þeytast um með barnabörnin sín í tónlistartíma og íþróttir, að passa á kvöldin eða um helgar, eða þegar þau eru veik? Þetta vinnuframlag er oft forsenda þess að yngra fólk geti skilað vinnuframlagi sínu. Vinnuframlag yngra fólksins er metið á hagtölum samfélagsins, vinnuframlag eldra fólksins er hvergi metið á heildarskalana sem allir eru alltaf að horfa á – en börnin meta vissulega störf okkar að ekki sé minnst á barnabörnin. Hópur aldraðra er líka mismunandi eftir búsetu. Hvernig er búið að öldruðum utan höfuðborgarsvæðisins? Hvernig líður einstæðu fólki, konum og körlum? Allt þetta þarf að skoða og rannsaka og ekki að afgreiða aldraða eins og þeir séu einhver óskiljanlegur klumpur sem er baggi á samfélaginu. Við höfum oft tekið málin í okkar hendur. Við erum virk í samfélaginu, þótt við séum ekki endilega eftirsótt á vinnumarkaði, margir eldri borgarar hreyfa sig markvisst, vitandi að það hefur jákvæð áhrif á heilsuna, öll námskeið eru yfirfull af gráhærðu fólki í endurmenntun. Og gamalt fólk er menningarneytendur á háu stigi, það sést svo ekki verður um villst á tónleikum og leikhúsum – já, og myndlistarsýningum. Við viljum bæta lífi við árin, ekki bara árum við lífið. Það er sagt að annað hvert barn sem fæðist á þessari öld geti búist við því að verða 100 ára! Þessi viðbótarár viljum við nota með því að vera með í samfélaginu með virkri þátttöku og ábyrgð á okkur og umhverfi okkar. Eins og aðrir. Aldraðir vilja ekki vera byrði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar