Aldraðir vilja ekki vera byrði Guðrún Ágústsdóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Stór hluti aldraðra nú, 67 ára og eldri, er fullfrískur og vinnufær og það er ekki gáfulegt að kasta vinnuframlagi hans fyrir róða. Það er verðmætasóun fólgin í því að nýta ekki starfskrafta fólks með því að líta á alla aldraða sem óvinnufæra og gagnslausa. Afskráður ónýtur var sagt um bíla þegar ég var að vinna hjá Sjóvá áður en þeir fóru á haugana. Afstaðan til gamals fólks minnir stundum á þetta. Það heyrir til undantekninga að talað sé við gamalt fólk í fjölmiðlum (nema þá til að tala um gamla daga, helst í sveitinni) og það þótti til skamms tíma ekki taka því að hafa fólk yfir sextugu með í skoðanakönnunum. Það er ekki skynsamlegt að loka fólk inni í hólfum – þvert á móti á að opna samfélagið fyrir öllum burtséð frá því á hvaða aldri þau eru. Aldraðir, þ.e. fólk á aldrinum 67 til 85 eða 100 ára, er ekki einsleitur hópur, ekki frekar en fólk milli 47 og 70 ára eða 27 og 50 ára. Við eigum það eitt sameiginlegt að við höfum náð ákveðnum aldri sem er skilgreint í lögum sem öldrun. Annað er það ekki. Hópurinn er margbreytilegur hvað varðar afkomu (sumt efnaðasta fólk landsins er í þessum hópi), heilbrigði: andlegt og líkamlegt og félagslegt.Vinnuframlagið sést ekki Vinnuframlag eldra fólks sést ekki sem heild eftir að það hefur yfirgefið vinnumarkaðinn. Hvað ætli standi í hagtölum um aldraða sem eru að þeytast um með barnabörnin sín í tónlistartíma og íþróttir, að passa á kvöldin eða um helgar, eða þegar þau eru veik? Þetta vinnuframlag er oft forsenda þess að yngra fólk geti skilað vinnuframlagi sínu. Vinnuframlag yngra fólksins er metið á hagtölum samfélagsins, vinnuframlag eldra fólksins er hvergi metið á heildarskalana sem allir eru alltaf að horfa á – en börnin meta vissulega störf okkar að ekki sé minnst á barnabörnin. Hópur aldraðra er líka mismunandi eftir búsetu. Hvernig er búið að öldruðum utan höfuðborgarsvæðisins? Hvernig líður einstæðu fólki, konum og körlum? Allt þetta þarf að skoða og rannsaka og ekki að afgreiða aldraða eins og þeir séu einhver óskiljanlegur klumpur sem er baggi á samfélaginu. Við höfum oft tekið málin í okkar hendur. Við erum virk í samfélaginu, þótt við séum ekki endilega eftirsótt á vinnumarkaði, margir eldri borgarar hreyfa sig markvisst, vitandi að það hefur jákvæð áhrif á heilsuna, öll námskeið eru yfirfull af gráhærðu fólki í endurmenntun. Og gamalt fólk er menningarneytendur á háu stigi, það sést svo ekki verður um villst á tónleikum og leikhúsum – já, og myndlistarsýningum. Við viljum bæta lífi við árin, ekki bara árum við lífið. Það er sagt að annað hvert barn sem fæðist á þessari öld geti búist við því að verða 100 ára! Þessi viðbótarár viljum við nota með því að vera með í samfélaginu með virkri þátttöku og ábyrgð á okkur og umhverfi okkar. Eins og aðrir. Aldraðir vilja ekki vera byrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Stór hluti aldraðra nú, 67 ára og eldri, er fullfrískur og vinnufær og það er ekki gáfulegt að kasta vinnuframlagi hans fyrir róða. Það er verðmætasóun fólgin í því að nýta ekki starfskrafta fólks með því að líta á alla aldraða sem óvinnufæra og gagnslausa. Afskráður ónýtur var sagt um bíla þegar ég var að vinna hjá Sjóvá áður en þeir fóru á haugana. Afstaðan til gamals fólks minnir stundum á þetta. Það heyrir til undantekninga að talað sé við gamalt fólk í fjölmiðlum (nema þá til að tala um gamla daga, helst í sveitinni) og það þótti til skamms tíma ekki taka því að hafa fólk yfir sextugu með í skoðanakönnunum. Það er ekki skynsamlegt að loka fólk inni í hólfum – þvert á móti á að opna samfélagið fyrir öllum burtséð frá því á hvaða aldri þau eru. Aldraðir, þ.e. fólk á aldrinum 67 til 85 eða 100 ára, er ekki einsleitur hópur, ekki frekar en fólk milli 47 og 70 ára eða 27 og 50 ára. Við eigum það eitt sameiginlegt að við höfum náð ákveðnum aldri sem er skilgreint í lögum sem öldrun. Annað er það ekki. Hópurinn er margbreytilegur hvað varðar afkomu (sumt efnaðasta fólk landsins er í þessum hópi), heilbrigði: andlegt og líkamlegt og félagslegt.Vinnuframlagið sést ekki Vinnuframlag eldra fólks sést ekki sem heild eftir að það hefur yfirgefið vinnumarkaðinn. Hvað ætli standi í hagtölum um aldraða sem eru að þeytast um með barnabörnin sín í tónlistartíma og íþróttir, að passa á kvöldin eða um helgar, eða þegar þau eru veik? Þetta vinnuframlag er oft forsenda þess að yngra fólk geti skilað vinnuframlagi sínu. Vinnuframlag yngra fólksins er metið á hagtölum samfélagsins, vinnuframlag eldra fólksins er hvergi metið á heildarskalana sem allir eru alltaf að horfa á – en börnin meta vissulega störf okkar að ekki sé minnst á barnabörnin. Hópur aldraðra er líka mismunandi eftir búsetu. Hvernig er búið að öldruðum utan höfuðborgarsvæðisins? Hvernig líður einstæðu fólki, konum og körlum? Allt þetta þarf að skoða og rannsaka og ekki að afgreiða aldraða eins og þeir séu einhver óskiljanlegur klumpur sem er baggi á samfélaginu. Við höfum oft tekið málin í okkar hendur. Við erum virk í samfélaginu, þótt við séum ekki endilega eftirsótt á vinnumarkaði, margir eldri borgarar hreyfa sig markvisst, vitandi að það hefur jákvæð áhrif á heilsuna, öll námskeið eru yfirfull af gráhærðu fólki í endurmenntun. Og gamalt fólk er menningarneytendur á háu stigi, það sést svo ekki verður um villst á tónleikum og leikhúsum – já, og myndlistarsýningum. Við viljum bæta lífi við árin, ekki bara árum við lífið. Það er sagt að annað hvert barn sem fæðist á þessari öld geti búist við því að verða 100 ára! Þessi viðbótarár viljum við nota með því að vera með í samfélaginu með virkri þátttöku og ábyrgð á okkur og umhverfi okkar. Eins og aðrir. Aldraðir vilja ekki vera byrði.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun