Aldagömul málverk af Geysi komin til landsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Michael Nevin við málverkin tvö. vísir/ernir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, tísti í gær mynd af lokuðum kassa og skrifaði með myndinni að hann vissi að Íslendingar biðu spenntir eftir því að sjá innihaldið. Í kassanum reyndust síðan tvö gömul málverk af Geysi. „Þau voru máluð seint á átjándu öld og heita „Nýi Geysir“ og „Gamli geysir“. Málarinn var hinn breski Edward Dayes og málaði hann þau þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Málverkin byggði hann á teikningum breska landkönnuðarins Johns Stanley sem er frægur landkönnuður á Bretlandi,“ segir Nevin. Málverkin, sem voru máluð árið 1790, hengu áður til margra ára í sendiherrabústaðnum í Reykjavík. „Fyrir um tíu árum voru þau send aftur til Bretlands til lagfæringa. Á þeim tíma voru þau til sýnis meðal annars á skrifstofum ráðherra,“ segir Nevin. Það var þó tekin ákvörðun um að þau skyldu koma aftur til Íslands í sendiherrabústaðinn. Í síðustu viku komu þau til baka til landsins með starfsmanni Ríkislistasafns Bretlands. Kassinn var opnaður og hanga þau nú í borðstofu Nevins. „Á Bretlandi erum við með Ríkislistasafn sem var stofnað fyrir löngu. Þá voru embættismenn efnafólk sem gat fjármagnað sig sjálft og höfðu með sér listaverk sem þeir höfðu til sýnis í húsakynnum stofnana og jafnvel sendiráða,“ segir Nevin. Nú séu þeir dagar þó að baki og var Ríkislistasafnið stofnað til þess að kaupa listaverk fyrir breska embættismenn til að hafa til sýnis. Keypti safnið málverkin sem um ræðir árið 1958. Í upplýsingaskjali Ríkislistasafnsins um málverkin segir að í maí árið 1789 hafi vísindaunnandinn Joseph Banks hvatt John Stanley til að ferðast til Íslands. Lagði Stanley af stað frá skoska bænum Leith með 26 manna föruneyti og kom hann til Íslands þann fjórða júlí sama ár í því skyni að rannsaka eyjunna ítarlega. Sneri hann til baka sjö mánuðum seinna með ógrynni þurrkaðra plantna og teikninga sem hann og aðrir ferðalangar teiknuðu og söfnuðu. Við heimkomuna voru þeir Edward Dayes og tveir aðrir málarar, Nocholas Pocock og Philip Reinagle, fengnir til þess að mála eftir teikningum ferðalanganna og varð afraksturinn meðal annars málverkin tvö af Geysi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, tísti í gær mynd af lokuðum kassa og skrifaði með myndinni að hann vissi að Íslendingar biðu spenntir eftir því að sjá innihaldið. Í kassanum reyndust síðan tvö gömul málverk af Geysi. „Þau voru máluð seint á átjándu öld og heita „Nýi Geysir“ og „Gamli geysir“. Málarinn var hinn breski Edward Dayes og málaði hann þau þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Málverkin byggði hann á teikningum breska landkönnuðarins Johns Stanley sem er frægur landkönnuður á Bretlandi,“ segir Nevin. Málverkin, sem voru máluð árið 1790, hengu áður til margra ára í sendiherrabústaðnum í Reykjavík. „Fyrir um tíu árum voru þau send aftur til Bretlands til lagfæringa. Á þeim tíma voru þau til sýnis meðal annars á skrifstofum ráðherra,“ segir Nevin. Það var þó tekin ákvörðun um að þau skyldu koma aftur til Íslands í sendiherrabústaðinn. Í síðustu viku komu þau til baka til landsins með starfsmanni Ríkislistasafns Bretlands. Kassinn var opnaður og hanga þau nú í borðstofu Nevins. „Á Bretlandi erum við með Ríkislistasafn sem var stofnað fyrir löngu. Þá voru embættismenn efnafólk sem gat fjármagnað sig sjálft og höfðu með sér listaverk sem þeir höfðu til sýnis í húsakynnum stofnana og jafnvel sendiráða,“ segir Nevin. Nú séu þeir dagar þó að baki og var Ríkislistasafnið stofnað til þess að kaupa listaverk fyrir breska embættismenn til að hafa til sýnis. Keypti safnið málverkin sem um ræðir árið 1958. Í upplýsingaskjali Ríkislistasafnsins um málverkin segir að í maí árið 1789 hafi vísindaunnandinn Joseph Banks hvatt John Stanley til að ferðast til Íslands. Lagði Stanley af stað frá skoska bænum Leith með 26 manna föruneyti og kom hann til Íslands þann fjórða júlí sama ár í því skyni að rannsaka eyjunna ítarlega. Sneri hann til baka sjö mánuðum seinna með ógrynni þurrkaðra plantna og teikninga sem hann og aðrir ferðalangar teiknuðu og söfnuðu. Við heimkomuna voru þeir Edward Dayes og tveir aðrir málarar, Nocholas Pocock og Philip Reinagle, fengnir til þess að mála eftir teikningum ferðalanganna og varð afraksturinn meðal annars málverkin tvö af Geysi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira