Fótbolti

Albert Guðmundsson talar um afa sinn á heimasíðu Heerenveen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Heimasíða Heerenveen
Albert Guðmundsson, sonur Guðmundar Benediktssonar og barnabarnbarn fyrsta atvinnumanns Íslendinga, Alberts Guðmundssonar, skrifaði á mánudaginn undir samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Heerenveen.

Albert var af því tilefni tekinn í sjónvarpsviðtal á heimasíðu Heerenveen þar sem hann segir frá því af hverju hann valdi að spila með Heerenveen og hvað markmið hann hefur sett sér.

Albert segist meðal annars í viðtalinu vilja spila í tíunni (sóknarmiðjumaður) en telur samt að hann sé bestur í níunni (framherji). Albert segir líka að Alfreð Finnbogason sé honum mikil fyrirmynd en Alfreð hefur slegið í gegn hjá Heerenveen.

Albert er líka spurður út í langafa sinn sem spilaði á sínum tíma með AC Milan á Ítalíu og var fyrstur Íslendinga til að fara út í atvinnumennsku.

Það er hægt að sjá viðtalið við strákinn með því að smella hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×