Íslenski boltinn

Albert alfarið kominn til Fylkis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Albert í leik með FH.
Albert í leik með FH. Vísir
Fylkir gekk í kvöld frá kaupum á sóknarmanninum Alberti Brynjari Ingasyni frá FH, stuttu eftir að hann kom til félagsins sem lánsmaður.

Mál Alberts eru nokkuð óvenjuleg en fyrr í mánuðinum kom í ljós að vegna mistaka var hann ekki skráður með gildan leikmannasamning.

Fylkir og FH komust að samkomulagi um að gera samninginn löglegan og lána Albert til síns uppeldisfélags í Árbænum en í kvöld var gengið frá kaupunum að fullu.

Fylkir og FH áttust við í kvöld og spilaði Albert Brynjar ekki með Fylki í leiknum. Var það hluti af ákvæðum lánssamningsins. FH-ingar höfðu betur í leiknum, 2-0, og tróna á toppi deildarinnar.


Tengdar fréttir

Albert Brynjar lánaður til Fylkis

Knattspyrnudeildir FH og Fylkis sendu seint í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem kom fram að FH hafi lánað framherjan Albert Brynjar Ingason til Fylkis í Pepsí deild karla í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×