Innlent

Alaskaösp við Garðastræti er Tré ársins 2016

Atli Ísleifsson skrifar
Tréð stendur við Garðastræti 11a.
Tréð stendur við Garðastræti 11a. Vísir/skog.is
Skógræktarfélag Íslands hefur í samstarfi við Arion banka útnefnt alaskaösp (Populus balsamifera ssp. trichocarpa) sem stendur við Garðastræti 11a í Reykjavík, Tré ársins 2016.

Hátíðleg athöfn fer fram á morgun klukkan 15 þar sem Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, munu flytja ávarp. Þá mun Ragnheiður Þorláksdóttir veita viðurkenningarskjali móttöku.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins, en útnefningunni er ætlað að beina sjónum almennings að gróskumiklu starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×