Enski boltinn

Alan Pardew: Lukaku er of hægur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lukaku byrjar vel í treyju Manchester United.
Lukaku byrjar vel í treyju Manchester United. vísir/getty
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku skoraði sitt þriðja mark í tveimur leikjum fyrir Manchester United í dag. United valtaði yfir Swansea City 0-4 og situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar önnur umferðin er enn ókláruð.

Sérfræðingar SkySports, þeir Alan Pardew og Thierry Henry, segja frammistöðu hans fyrir United í dag samt ekki hafa verið nógu góða.

Lukaku kom til United fyrir 75 milljónir punda í sumar frá Everton og eru flestir stuðningsmenn United ánægðir með það sem hann hefur sýnt hingað til.

„Hreyfing hans án bolta var ekki nógu góð. Hann þarf að bjóða sig meira og spila hraðar. Þá fær hann fleiri snertingar,“ sagði Pardew, en Lukaku snerti boltann aðeins 25 sinnum í leiknum.

„Það komu augnablik þar sem United náði boltanum og hann stóð kyrr. Hann þarf að hugsa hraðar. En þegar hann kemst í færi þá klikkar hann ekki.“

Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal, tók í sama streng. „Hann er að spila með frábærum leikmönnum og undir stjórn Mourinho. Hann mun verða betri.“


Tengdar fréttir

Pogba: Meira sjálfstraust en í fyrra

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, segir liðið vera með meira sjálfstraust heldur en í fyrra og liðsandinn sé góður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×