Innlent

Ál brann á Akureyri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slökkvilið Akureyrar var kallað að athafnasvæði Eimskipa upp úr hádegi í dag þar sem hvítan reyk lagði frá gámi í grenndinni.

Að sögn Hólmgeirs Þorsteinssonar, varaslökkviðliðsstjóra, hafði gámurinn að geyma afskurð úr áli en svo virðist sem raki hafi komist í afskurðinn.

Það hafi valdið efnafræðilegri keðjuverkun með þeim afleiðingum að álið tók að brenna. Við það steig upp hvítur reykur.

Hólmgeir segir að venjulegt vatn vinni ekki á slíkum bruna og því hafi verið gerðar tilraunir með froðu. Þær hafi ekki borið árangur og því hafi verið tekin ákvörðun um að flytja álið af svæðinu.

Það verði að endingu flutt í námu þar sem dreift verði úr álinu. 

Ekki er talið að bráð hætta hafi skapast vegna brunans og hefur slökkviliðið gert ráðstafanir þannig að tjónið ætti ekki að verða meira en nú er orðið að sögn Hólmgeirs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×