MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 19:00

Áhersla lögđ á leynd yfir baksamningum

FRÉTTIR

Ákćrđur fyrir ađ lenda međ farţega á bannsvćđi viđ Holuhraun

 
Innlent
13:26 05. JANÚAR 2016
Goga Ashkenazi og vinir brugđu á leik viđ gosstöđvarnar í október áriđ 2011.
Goga Ashkenazi og vinir brugđu á leik viđ gosstöđvarnar í október áriđ 2011. VÍSIR/SKJÁSKOT/AUĐUNN

Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra fyrir að lenda þrisvar sinnum með farþega og hleypa þeim út á bannsvæði á meðan á eldsumbrotunum í Bárðarbungu og Holuhrauni stóð. Fyrstu tvær lendingarnar áttu sér stað í september árið 2014 en sú þriðja í október sama ár.

Sú lending flugmannsins vakti meiri athygli en aðrar en á meðal farþega hans var Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kasakstan, sem birti myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. Fólkið sást þar bregða á leik einungis nokkrum metrum frá gosinu, mun nær en leyfilegt er að fara.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra 14. janúar næstkomandi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ákćrđur fyrir ađ lenda međ farţega á bannsvćđi viđ Holuhraun
Fara efst