Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2016 12:30 Fjöldi íslenskra gistirýma í gegnum Airbnb jókst um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra en í almennum umræðum hefur það iðulega verið kennt við forritið Airbnb. Breytingarnar taka gildi næstu áramót. Ráðist var í breytingarnar í kjölfar mikillar aukningar á skráningu íbúða á síðum á borð við Airbnb. Fjárfestingar í hótelgeiranum hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og grundvöllur því fyrir vöxt á þessu sviði. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur meðal annars fram að framboð gistirýma í gegnum Airbnb hefði aukist um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. Velta af útleigu í gegnum forritið er talin nema um 2,2 milljörðum. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Í ítarlegri úttekt Vísis og Íslands í dag á Airbnb-borginni Reykjavík kemur fram að meðalverð á nótt í íbúð í Reykjavík nemi tæpum 17.500 krónum. Það er því ljóst að ansi margir munu þurfa að lækka verð sitt eða fækka útleigudögum til að fara ekki yfir það hámark sem lögin setja.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu Airbnb-gististaða í Reykjavík.Samkvæmt lögunum þarf hver sá sem býður upp á heimagistingu að tilkynna sýslumanni í sínu umdæmi að hann hyggist leigja út fasteign í sinni eigu. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skráningargjald 8.000 krónur ár hvert. Það er talsverð breyting frá fyrra fyrirkomulagi en eins og staðan er nú er skylt að vera með rekstarleyfi til að standa í útleigu gegnum Airbnb. Aðeins rétt tæp tíu prósent þeirra sem staðið hafa í slíkum rekstri eru með slíkt leyfi. Hverjum aðila skal úthlutað númeri og verður skylt að láta það fylgja við markaðssetningu og kynningu á bókunarsíðum og auglýsingum hvers konar. Sýslumanni ber að birta lista yfir skráðar heimagistingar á heimasíðu sinni og í miðlægum gagnagrunni. Verði sýslumaður þess uppvís að því að fasteignareigandi bjóði húsnæði sitt til útleigu í lengri tíma en níutíu daga á ári, eða að tekjur hans af útleigunni fari yfir milljón á ári, skal taka eigninga af skrá. Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra en í almennum umræðum hefur það iðulega verið kennt við forritið Airbnb. Breytingarnar taka gildi næstu áramót. Ráðist var í breytingarnar í kjölfar mikillar aukningar á skráningu íbúða á síðum á borð við Airbnb. Fjárfestingar í hótelgeiranum hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og grundvöllur því fyrir vöxt á þessu sviði. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur meðal annars fram að framboð gistirýma í gegnum Airbnb hefði aukist um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. Velta af útleigu í gegnum forritið er talin nema um 2,2 milljörðum. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Í ítarlegri úttekt Vísis og Íslands í dag á Airbnb-borginni Reykjavík kemur fram að meðalverð á nótt í íbúð í Reykjavík nemi tæpum 17.500 krónum. Það er því ljóst að ansi margir munu þurfa að lækka verð sitt eða fækka útleigudögum til að fara ekki yfir það hámark sem lögin setja.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu Airbnb-gististaða í Reykjavík.Samkvæmt lögunum þarf hver sá sem býður upp á heimagistingu að tilkynna sýslumanni í sínu umdæmi að hann hyggist leigja út fasteign í sinni eigu. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skráningargjald 8.000 krónur ár hvert. Það er talsverð breyting frá fyrra fyrirkomulagi en eins og staðan er nú er skylt að vera með rekstarleyfi til að standa í útleigu gegnum Airbnb. Aðeins rétt tæp tíu prósent þeirra sem staðið hafa í slíkum rekstri eru með slíkt leyfi. Hverjum aðila skal úthlutað númeri og verður skylt að láta það fylgja við markaðssetningu og kynningu á bókunarsíðum og auglýsingum hvers konar. Sýslumanni ber að birta lista yfir skráðar heimagistingar á heimasíðu sinni og í miðlægum gagnagrunni. Verði sýslumaður þess uppvís að því að fasteignareigandi bjóði húsnæði sitt til útleigu í lengri tíma en níutíu daga á ári, eða að tekjur hans af útleigunni fari yfir milljón á ári, skal taka eigninga af skrá. Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44
Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47
Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00
Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01