Innlent

Áhöfn slapp ómeidd eftir að TF Sif féll í sjóinn

TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, við björgunarstörf.
TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, við björgunarstörf. MYND/VG

TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp.

Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið átti stað. Þar var hún að æfa hífingar úr sjó þegar hún missti skyndilega afl.

Áhöfn þyrlunnar náði að blása út björgunarbelgi vélarinnar áður en hún skall í sjóinn en þar hvolfdi henni hins vegar. Fjórir menn voru um borð í vélinni og náðu þeir allir að komast út. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson, frá björgunarsveit Hafnarfjarðar, var þar skammt frá og bjargaði mönnunum upp úr sjónum. Þeir eru allir ómeiddir og komu allir í land upp úr klukkan níu í kvöld.

TF Sif marar enn í hálfu kafi og sér í hjólin á henni þar sem hún er á hvolfi. Gerð verður tilraun til að hífa TF Sif upp úr sjónum og verður dýpkunarprammi í notaður í það verk. Gert er ráð fyrir því að hann verði kominn á slysstað um klukkan hálf tíu í kvöld.

Björn Bjarnason,dómsmálaráðherra, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flugu yfir svæðið fyrr í kvöld með TF Líf til að kanna aðstæður. Þeir fóru síðan til Straumsvíkur þar sem þeir tóku á móti áhöfn þyrlunnar þegar hún kom í land.

 

 

 


Tengdar fréttir

TF Sif líklega ónýt

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að TF Sif sé að öllum líkindum ónýt. Hann segist þegar vera búinn að gera ráðstafanir til að útvega nýja þyrlu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikil mildi að enginn hafi slasast.

Búið að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif

Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð.

Verða að taka spaðana af TF Sif

Taka verður spaðana af TF Sif til að hægt verði að snúa vélinni við þar sem hún liggur á hvolfi í sjónum samkvæmt upplýsingum Vísis. Kafarar eru nú á leiðinni til að meta aðstæður og finna út hvernig best er að hífa þyrluna upp úr sjónum.

Reynt að hífa TF Sif upp úr sjónum

Reynt verður að hífa TF Sif, þyrlu landhelgisgæslunnar, upp úr sjónum í kvöld. Þyrlan liggur á hvolfi úti af Hvaleyrarholti milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðar en kafarar eru nú að losa spaðana af þyrlunni til þess hægt verði að snúa henni við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×