Enski boltinn

Aguero á leið í fjögurra leikja bann | Snýr aftur á Anfield

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aguero fékk reisupassann í dag.
Aguero fékk reisupassann í dag. Vísir/getty
Sergio Aguero, framherji Manchester City, á yfir höfði sér fjögurra leikja bann eftir að hafa verið rekinn af velli í 1-3 tapi liðsins gegn Chelsea í dag.

Aguero var dæmdur í þriggja leikja bann í september eftir að myndbandsupptökur sýndu hann gefa Winston Reid, miðverði West Ham, olnbogaskot í leik liðanna. Missti hann meðal annars af nágrannaslagnum gegn Manchester United.

Sjá einnig:Fjögur mörk og tvö rauð í áttunda sigri Chelsea í röð

Aguero var vísað af velli í uppbótartíma í dag fyrir ljótt brot á brasilíska miðverðinum David Luiz en dómarinn missti tökin á leikmönnum við það og var Fernandinho einnig vísað af velli vegna háttsemi sinnar eftir brotið.

Þar sem þetta er í annað skiptið sem Aguero er dæmdur í bann má hann eiga von á einum auka leik í banni en hann missir af leikjum gegn Leicester, Watford, Arsenal og Hull.

Snýr hann því aftur í fyrsta lagi á Anfield á gamlársdag þegar Liverpool tekur á móti Manchester City.


Tengdar fréttir

Guardiola: Chelsea skapaði sér þrjú færi og nýtti þau öll

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var skiljanlega svekktur eftir 1-3 tap lærisveina hans gegn Chelsea á heimavelli í dag en eftir að hafa verið mun sterkari aðilinn framan af fór allt úrskeiðis hjá Manchester City í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×