AGS telur að það verði ekkert mál fyrir Ísland að borga 600 milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. september 2010 18:30 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði á það ríka áherslu að frystingu nauðungaruppboða yrði aflétt í lok októbermánaðar. Þetta staðfestir yfirmaður sendinefndar sjóðsins. Þá hefur hann engar áhyggjur af því að íslenska ríkið muni eiga í erfiðleikum með að greiða niður 600 milljarða króna lán á næstu árum. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Nú eru fjórar eftir og verða þær afgreiddar á hverjum ársfjórðungi þangað til samstarfinu við sjóðinn lýkur í ágúst á næsta ári. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að samstarf við íslensk stjórnvöld hafi gengið vel. Hann hrósar ríkisstjórninni fyrir endurreisn bankakerfisins og hvernig hún hafi undirbúið jarðveginn til að takast á við fjárlagahallann. Í lánaáætlun AGS er gert ráð fyrir heildarlánum upp á 5,2 milljarða dollara, jafnvirði tæplega sex hundruð milljarða króna. AGS lánar samtals 2,1 milljarð dollara en Norðurlöndin og aðrar þjóðir lána afganginn. En mun íslenska ríkið ráða við endurgreiðslu þessara lána á næstu árum? Flanagan segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að það sé mat sjóðsins að íslenska ríkið muni ekki lenda í neinum vandræðum með að greiða lánin til baka á næstu árum, jafnvel þótt skuldbindingar vegna Icesave séu teknar með í reikninginn. Í lok októbermánaðar verður frystingu nauðungaruppboða aflétt en fram kom í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og AGS við síðustu endurskoðun að fresta nauðungaruppboðum ekki frekar. En var þetta gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Flanagan segir að á þessum tímapunkti hafi verið nauðsynlegt að fresta ekki frekar banni við nauðungarsölum. Nauðsynlegt sé fyrir skuldara að greiða úr sínum málum við lánardrottna sína. Auk þess hafi verið komið á laggirnar regluverki með úrræðum fyrir skuldara í vandræðum. Ekki hafi verið hægt að frresta nauðungarsölum út í hið óendanlega. Sjá viðtal við Flanagan í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Það má svo geta þess að dagurinn í dag var síðasti dagur Marks Flanagans í embætti yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Hann hverfur nú til annarra verkefna hjá AGS vegna málefna Grikklands, en Julie Kozack mun leysa hann af hólmi sem yfirmaður sendinefndarinnar á Íslandi. Hún er hagfræðingur að mennt og verður staðsett í Washington, rétt eins og Flanagan. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði á það ríka áherslu að frystingu nauðungaruppboða yrði aflétt í lok októbermánaðar. Þetta staðfestir yfirmaður sendinefndar sjóðsins. Þá hefur hann engar áhyggjur af því að íslenska ríkið muni eiga í erfiðleikum með að greiða niður 600 milljarða króna lán á næstu árum. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Nú eru fjórar eftir og verða þær afgreiddar á hverjum ársfjórðungi þangað til samstarfinu við sjóðinn lýkur í ágúst á næsta ári. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að samstarf við íslensk stjórnvöld hafi gengið vel. Hann hrósar ríkisstjórninni fyrir endurreisn bankakerfisins og hvernig hún hafi undirbúið jarðveginn til að takast á við fjárlagahallann. Í lánaáætlun AGS er gert ráð fyrir heildarlánum upp á 5,2 milljarða dollara, jafnvirði tæplega sex hundruð milljarða króna. AGS lánar samtals 2,1 milljarð dollara en Norðurlöndin og aðrar þjóðir lána afganginn. En mun íslenska ríkið ráða við endurgreiðslu þessara lána á næstu árum? Flanagan segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að það sé mat sjóðsins að íslenska ríkið muni ekki lenda í neinum vandræðum með að greiða lánin til baka á næstu árum, jafnvel þótt skuldbindingar vegna Icesave séu teknar með í reikninginn. Í lok októbermánaðar verður frystingu nauðungaruppboða aflétt en fram kom í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og AGS við síðustu endurskoðun að fresta nauðungaruppboðum ekki frekar. En var þetta gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Flanagan segir að á þessum tímapunkti hafi verið nauðsynlegt að fresta ekki frekar banni við nauðungarsölum. Nauðsynlegt sé fyrir skuldara að greiða úr sínum málum við lánardrottna sína. Auk þess hafi verið komið á laggirnar regluverki með úrræðum fyrir skuldara í vandræðum. Ekki hafi verið hægt að frresta nauðungarsölum út í hið óendanlega. Sjá viðtal við Flanagan í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Það má svo geta þess að dagurinn í dag var síðasti dagur Marks Flanagans í embætti yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Hann hverfur nú til annarra verkefna hjá AGS vegna málefna Grikklands, en Julie Kozack mun leysa hann af hólmi sem yfirmaður sendinefndarinnar á Íslandi. Hún er hagfræðingur að mennt og verður staðsett í Washington, rétt eins og Flanagan.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira