AGS telur að það verði ekkert mál fyrir Ísland að borga 600 milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. september 2010 18:30 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði á það ríka áherslu að frystingu nauðungaruppboða yrði aflétt í lok októbermánaðar. Þetta staðfestir yfirmaður sendinefndar sjóðsins. Þá hefur hann engar áhyggjur af því að íslenska ríkið muni eiga í erfiðleikum með að greiða niður 600 milljarða króna lán á næstu árum. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Nú eru fjórar eftir og verða þær afgreiddar á hverjum ársfjórðungi þangað til samstarfinu við sjóðinn lýkur í ágúst á næsta ári. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að samstarf við íslensk stjórnvöld hafi gengið vel. Hann hrósar ríkisstjórninni fyrir endurreisn bankakerfisins og hvernig hún hafi undirbúið jarðveginn til að takast á við fjárlagahallann. Í lánaáætlun AGS er gert ráð fyrir heildarlánum upp á 5,2 milljarða dollara, jafnvirði tæplega sex hundruð milljarða króna. AGS lánar samtals 2,1 milljarð dollara en Norðurlöndin og aðrar þjóðir lána afganginn. En mun íslenska ríkið ráða við endurgreiðslu þessara lána á næstu árum? Flanagan segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að það sé mat sjóðsins að íslenska ríkið muni ekki lenda í neinum vandræðum með að greiða lánin til baka á næstu árum, jafnvel þótt skuldbindingar vegna Icesave séu teknar með í reikninginn. Í lok októbermánaðar verður frystingu nauðungaruppboða aflétt en fram kom í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og AGS við síðustu endurskoðun að fresta nauðungaruppboðum ekki frekar. En var þetta gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Flanagan segir að á þessum tímapunkti hafi verið nauðsynlegt að fresta ekki frekar banni við nauðungarsölum. Nauðsynlegt sé fyrir skuldara að greiða úr sínum málum við lánardrottna sína. Auk þess hafi verið komið á laggirnar regluverki með úrræðum fyrir skuldara í vandræðum. Ekki hafi verið hægt að frresta nauðungarsölum út í hið óendanlega. Sjá viðtal við Flanagan í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Það má svo geta þess að dagurinn í dag var síðasti dagur Marks Flanagans í embætti yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Hann hverfur nú til annarra verkefna hjá AGS vegna málefna Grikklands, en Julie Kozack mun leysa hann af hólmi sem yfirmaður sendinefndarinnar á Íslandi. Hún er hagfræðingur að mennt og verður staðsett í Washington, rétt eins og Flanagan. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði á það ríka áherslu að frystingu nauðungaruppboða yrði aflétt í lok októbermánaðar. Þetta staðfestir yfirmaður sendinefndar sjóðsins. Þá hefur hann engar áhyggjur af því að íslenska ríkið muni eiga í erfiðleikum með að greiða niður 600 milljarða króna lán á næstu árum. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Nú eru fjórar eftir og verða þær afgreiddar á hverjum ársfjórðungi þangað til samstarfinu við sjóðinn lýkur í ágúst á næsta ári. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að samstarf við íslensk stjórnvöld hafi gengið vel. Hann hrósar ríkisstjórninni fyrir endurreisn bankakerfisins og hvernig hún hafi undirbúið jarðveginn til að takast á við fjárlagahallann. Í lánaáætlun AGS er gert ráð fyrir heildarlánum upp á 5,2 milljarða dollara, jafnvirði tæplega sex hundruð milljarða króna. AGS lánar samtals 2,1 milljarð dollara en Norðurlöndin og aðrar þjóðir lána afganginn. En mun íslenska ríkið ráða við endurgreiðslu þessara lána á næstu árum? Flanagan segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að það sé mat sjóðsins að íslenska ríkið muni ekki lenda í neinum vandræðum með að greiða lánin til baka á næstu árum, jafnvel þótt skuldbindingar vegna Icesave séu teknar með í reikninginn. Í lok októbermánaðar verður frystingu nauðungaruppboða aflétt en fram kom í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og AGS við síðustu endurskoðun að fresta nauðungaruppboðum ekki frekar. En var þetta gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Flanagan segir að á þessum tímapunkti hafi verið nauðsynlegt að fresta ekki frekar banni við nauðungarsölum. Nauðsynlegt sé fyrir skuldara að greiða úr sínum málum við lánardrottna sína. Auk þess hafi verið komið á laggirnar regluverki með úrræðum fyrir skuldara í vandræðum. Ekki hafi verið hægt að frresta nauðungarsölum út í hið óendanlega. Sjá viðtal við Flanagan í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Það má svo geta þess að dagurinn í dag var síðasti dagur Marks Flanagans í embætti yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Hann hverfur nú til annarra verkefna hjá AGS vegna málefna Grikklands, en Julie Kozack mun leysa hann af hólmi sem yfirmaður sendinefndarinnar á Íslandi. Hún er hagfræðingur að mennt og verður staðsett í Washington, rétt eins og Flanagan.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira