Innlent

Agnes ekki hlynnt frekari aðskilnaði

Sr. Agnes verður næsti biskup Íslands.
Sr. Agnes verður næsti biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin biskup Íslands, segist ekki vera hlynnt frekari aðskilnaði ríkis og kirkju. Á endanum sé það hins vegar þjóðarinnar að taka ákvörðun í málinu.

Samband kirkju og ríkis hefur verið til umræðu undanfarin ár en í tillögu stjórnarlagráðs að breytingum á stjórnarskrá er meðal annars lagt til að ákvæði um þjóðkirkju verði tekið út.

Agnes segir að mikilvægt að þjóðin taki endanlega ákvörðun í málinu. Sjálf sé hún hins vega ekki hlynnt frekari aðskilnaði ríkis og kirkju. Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin biskup Íslands, segist ekki vera hlynnt frekari aðskilnaði ríkis og kirkju. Á endanum sé það hins vegar þjóðarinnar að taka ákvörðun í málinu.

„Þetta með orðið þjóðkirkja, þetta eru tvö orð sem eru mynduð í þjóðkirkjunni. Þetta er samfylgd þjóðar og kirkju, það er aðallatriðið," segir Agnes. „Auðvitað þarf þjóðin að segja til um það hvort hún vilji þessa samfylgd áfram eða ekki, hvernig hún vill hafa hana, það er ekki bara kirkjan sem á að segja til um það heldur þjóðin líka."

Agnes segir að þannig sé um að ræða samspil milli kirkju og þjóðar „Og þeir sem tilheyra kirkjunni eru líka hluti af þjóðinni, eru meirihluti þjóðarinnar, við skulum ekki gleyma því."

Aðspurð hvort hún sé hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju svarar Agnes: „Sá aðskilnaður sem hefur farið fram hingað til, mér sjálfri finnst hann vera í góðu lagi eins og hann er núna," segir Agnes og bætir við að kirkjan sé sjálfstæð stofnun sem beri réttindi og skyldur að lögum og ráði sínum málum sjálf „og setji sínar reglur og allt slíkt."

„En varðandi það hvort frekari aðskilnaður eigi að vera ég sé það ekki fyrir mér."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×