Enski boltinn

Agüero straujaður niður í teignum en fær gult spjald | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sergio Agüero, framherji Manchester City, hefði átt að fá vítaspyrnu á níundu mínútu leik Southampton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag, en fékk í staðinn gult spjald fyrir dýfu.

Mike Jones, dómari leiksins, gat ekki verið í betri aðstöðu til að sjá þegar Agüero var gjörsamlega straujaður niður af Jose Fonté í teignum, en í staðinn fyrir að dæma vítaspyrnu fékk Argentínumaðurinn gult.

Þetta er fyrsta gula spjaldið sem Agüero fær fyrir leikaraskap í ensku úrvalsdeildinni og hefði það augljóslega ekki átt að koma í dag. Það er nokkuð ljóst að Mike Jones fær frí til að versla jólagjafirnar um næstu helgi.

Þessa „dýfu“ má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×