Handbolti

Aftonbladet: Kristján kynntur sem næsti þjálfari sænska landsliðsins á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján náði góðum árangri sem þjálfari Guif.
Kristján náði góðum árangri sem þjálfari Guif. vísir
Kristján Andrésson verður kynntur sem næsti þjálfari sænska handboltalandsliðsins á morgun. Aftonbladet greinir frá.

Samkvæmt heimildum Aftonbladet er Kristján búinn að skrifa undir tveggja ára samning við sænska handknattleikssambandið. Hann verður í fullu starfi sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar.

Kristján verður kynntur til leiks á blaðamannafundi klukkan 13:00 að sænskum tíma á morgun.

Kristján, sem er 35 ára, var lengi í herbúðum Guif, fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og loks aðalþjálfari.

Kristján hætti sem þjálfari Guif eftir síðasta tímabil og fór að vinna í bankageiranum. En nú bendir allt til þess að hann sé á leið í þjálfun á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×