Afruglaðar staðreyndir um RÚV Frosti Ólafsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu. Í stuttu máli gefur samantektin til kynna að RÚV sé hlunnfarið í fjárlögum næsta árs, að ekki sé svigrúm til frekari hagræðingar, að tekjustoðir félagsins séu rýrar samanborið við ríkisfjölmiðla í nágrannaríkjum Íslands, að lækkun útvarpsgjalds muni skaða rekstur RÚV og sé á skjön við vilja almennings, og að núverandi stjórnendur ættu ekki að leysa úr meintum skuldavanda óstuddir þar sem hann megi rekja til fortíðarákvarðana. Þegar raunverulegar staðreyndir málsins eru skoðaðar blasir þó við að slíkar ályktanir væru á röngum rökum reistar: Greiðslur úr ríkissjóði til RÚV hækka um 3,5% milli fjárlaga áranna 2014 og 2015. Til samanburðar hækka greiðslur úr ríkissjóði til Landspítalans um 4,5% – sem ætla mætti að væri mun framar á forgangslista almennings. Launakostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hækkaði um 13,3% á milli rekstraráranna 2013 og 2014. Til samanburðar var samið um 2,8% launahækkun á almennum vinnumarkaði í síðustu kjarasamningum. Heildarrekstrarkostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hefur hækkað um 15% að raunvirði á síðustu þremur árum. Þessi hækkun hefur meira en vegið upp meinta hagræðingu vegna fækkunar stöðugilda á sama tímabili. Útvarpsgjald á hvert heimili á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þannig er það hærra hérlendis en í Bretlandi, sambærilegt við Svíþjóð og litlu lægra en í Danmörku og Noregi. Hins vegar er Ísland eina landið í þessum hópi þar sem útvarpsgjald er innheimt óháð því hvort heimili eigi viðtæki sem geta móttekið útsendingar. Enginn af ríkisfjölmiðlum ofangreindra landa starfar á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkaaðila. Árið 2014 hafði RÚV um þriðjung tekna sinna af auglýsingum, alls rúmlega 1,8 milljarða króna. Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds kemur ekki niður á framlögum ríkissjóðs til RÚV, enda er gert ráð fyrir að samhliða lækkuninni renni gjaldið að fullu til stofnunarinnar, ólíkt því sem verið hefur allra síðustu ár. Lækkun útvarpsgjalds er skattalækkun sem hefur sömu áhrif og hækkun persónuafsláttar. Ef almenningur væri spurður hvort hann kjósi hærra útvarpsgjald eða auknar ráðstöfunartekjur verður að teljast líklegra að seinni kosturinn yrði fyrir valinu. Á móti skuldum RÚV er meðal annars stórt húsnæði og lóð. Efstaleiti 1 er 16.300 m2, sem gerir 60 m2 á hvert stöðugildi. Til samanburðar starfa 365 miðlar í 5.300 m2 húsnæði en eru með fleiri starfsmenn en RÚV. Með sölu á hluta af lóðum og húsnæði er hægt að greiða megnið af skuldum félagsins án frekari ríkisaðstoðar. Aðalatriðið í umræðunni um RÚV er að skattfé sem lagt er til rekstursins er að aukast á milli ára. Þrátt fyrir það virðist sem rekstraraðilum félagsins sé um megn að reka það innan þeirra fjárheimilda sem til staðar eru. Stjórn og stjórnendur RÚV ættu að líta í eigin barm og einbeita sér að því að gera rekstur fjölmiðilsins sjálfbæran í stað þess að eyða orku sinni í að reyna að hafa áhrif á úthlutun opinberra fjármuna. Treysti þau sér ekki til þess ætti að eftirláta öðrum verkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu. Í stuttu máli gefur samantektin til kynna að RÚV sé hlunnfarið í fjárlögum næsta árs, að ekki sé svigrúm til frekari hagræðingar, að tekjustoðir félagsins séu rýrar samanborið við ríkisfjölmiðla í nágrannaríkjum Íslands, að lækkun útvarpsgjalds muni skaða rekstur RÚV og sé á skjön við vilja almennings, og að núverandi stjórnendur ættu ekki að leysa úr meintum skuldavanda óstuddir þar sem hann megi rekja til fortíðarákvarðana. Þegar raunverulegar staðreyndir málsins eru skoðaðar blasir þó við að slíkar ályktanir væru á röngum rökum reistar: Greiðslur úr ríkissjóði til RÚV hækka um 3,5% milli fjárlaga áranna 2014 og 2015. Til samanburðar hækka greiðslur úr ríkissjóði til Landspítalans um 4,5% – sem ætla mætti að væri mun framar á forgangslista almennings. Launakostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hækkaði um 13,3% á milli rekstraráranna 2013 og 2014. Til samanburðar var samið um 2,8% launahækkun á almennum vinnumarkaði í síðustu kjarasamningum. Heildarrekstrarkostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hefur hækkað um 15% að raunvirði á síðustu þremur árum. Þessi hækkun hefur meira en vegið upp meinta hagræðingu vegna fækkunar stöðugilda á sama tímabili. Útvarpsgjald á hvert heimili á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þannig er það hærra hérlendis en í Bretlandi, sambærilegt við Svíþjóð og litlu lægra en í Danmörku og Noregi. Hins vegar er Ísland eina landið í þessum hópi þar sem útvarpsgjald er innheimt óháð því hvort heimili eigi viðtæki sem geta móttekið útsendingar. Enginn af ríkisfjölmiðlum ofangreindra landa starfar á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkaaðila. Árið 2014 hafði RÚV um þriðjung tekna sinna af auglýsingum, alls rúmlega 1,8 milljarða króna. Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds kemur ekki niður á framlögum ríkissjóðs til RÚV, enda er gert ráð fyrir að samhliða lækkuninni renni gjaldið að fullu til stofnunarinnar, ólíkt því sem verið hefur allra síðustu ár. Lækkun útvarpsgjalds er skattalækkun sem hefur sömu áhrif og hækkun persónuafsláttar. Ef almenningur væri spurður hvort hann kjósi hærra útvarpsgjald eða auknar ráðstöfunartekjur verður að teljast líklegra að seinni kosturinn yrði fyrir valinu. Á móti skuldum RÚV er meðal annars stórt húsnæði og lóð. Efstaleiti 1 er 16.300 m2, sem gerir 60 m2 á hvert stöðugildi. Til samanburðar starfa 365 miðlar í 5.300 m2 húsnæði en eru með fleiri starfsmenn en RÚV. Með sölu á hluta af lóðum og húsnæði er hægt að greiða megnið af skuldum félagsins án frekari ríkisaðstoðar. Aðalatriðið í umræðunni um RÚV er að skattfé sem lagt er til rekstursins er að aukast á milli ára. Þrátt fyrir það virðist sem rekstraraðilum félagsins sé um megn að reka það innan þeirra fjárheimilda sem til staðar eru. Stjórn og stjórnendur RÚV ættu að líta í eigin barm og einbeita sér að því að gera rekstur fjölmiðilsins sjálfbæran í stað þess að eyða orku sinni í að reyna að hafa áhrif á úthlutun opinberra fjármuna. Treysti þau sér ekki til þess ætti að eftirláta öðrum verkið.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun