Afruglaðar staðreyndir um RÚV Frosti Ólafsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu. Í stuttu máli gefur samantektin til kynna að RÚV sé hlunnfarið í fjárlögum næsta árs, að ekki sé svigrúm til frekari hagræðingar, að tekjustoðir félagsins séu rýrar samanborið við ríkisfjölmiðla í nágrannaríkjum Íslands, að lækkun útvarpsgjalds muni skaða rekstur RÚV og sé á skjön við vilja almennings, og að núverandi stjórnendur ættu ekki að leysa úr meintum skuldavanda óstuddir þar sem hann megi rekja til fortíðarákvarðana. Þegar raunverulegar staðreyndir málsins eru skoðaðar blasir þó við að slíkar ályktanir væru á röngum rökum reistar: Greiðslur úr ríkissjóði til RÚV hækka um 3,5% milli fjárlaga áranna 2014 og 2015. Til samanburðar hækka greiðslur úr ríkissjóði til Landspítalans um 4,5% – sem ætla mætti að væri mun framar á forgangslista almennings. Launakostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hækkaði um 13,3% á milli rekstraráranna 2013 og 2014. Til samanburðar var samið um 2,8% launahækkun á almennum vinnumarkaði í síðustu kjarasamningum. Heildarrekstrarkostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hefur hækkað um 15% að raunvirði á síðustu þremur árum. Þessi hækkun hefur meira en vegið upp meinta hagræðingu vegna fækkunar stöðugilda á sama tímabili. Útvarpsgjald á hvert heimili á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þannig er það hærra hérlendis en í Bretlandi, sambærilegt við Svíþjóð og litlu lægra en í Danmörku og Noregi. Hins vegar er Ísland eina landið í þessum hópi þar sem útvarpsgjald er innheimt óháð því hvort heimili eigi viðtæki sem geta móttekið útsendingar. Enginn af ríkisfjölmiðlum ofangreindra landa starfar á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkaaðila. Árið 2014 hafði RÚV um þriðjung tekna sinna af auglýsingum, alls rúmlega 1,8 milljarða króna. Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds kemur ekki niður á framlögum ríkissjóðs til RÚV, enda er gert ráð fyrir að samhliða lækkuninni renni gjaldið að fullu til stofnunarinnar, ólíkt því sem verið hefur allra síðustu ár. Lækkun útvarpsgjalds er skattalækkun sem hefur sömu áhrif og hækkun persónuafsláttar. Ef almenningur væri spurður hvort hann kjósi hærra útvarpsgjald eða auknar ráðstöfunartekjur verður að teljast líklegra að seinni kosturinn yrði fyrir valinu. Á móti skuldum RÚV er meðal annars stórt húsnæði og lóð. Efstaleiti 1 er 16.300 m2, sem gerir 60 m2 á hvert stöðugildi. Til samanburðar starfa 365 miðlar í 5.300 m2 húsnæði en eru með fleiri starfsmenn en RÚV. Með sölu á hluta af lóðum og húsnæði er hægt að greiða megnið af skuldum félagsins án frekari ríkisaðstoðar. Aðalatriðið í umræðunni um RÚV er að skattfé sem lagt er til rekstursins er að aukast á milli ára. Þrátt fyrir það virðist sem rekstraraðilum félagsins sé um megn að reka það innan þeirra fjárheimilda sem til staðar eru. Stjórn og stjórnendur RÚV ættu að líta í eigin barm og einbeita sér að því að gera rekstur fjölmiðilsins sjálfbæran í stað þess að eyða orku sinni í að reyna að hafa áhrif á úthlutun opinberra fjármuna. Treysti þau sér ekki til þess ætti að eftirláta öðrum verkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu. Í stuttu máli gefur samantektin til kynna að RÚV sé hlunnfarið í fjárlögum næsta árs, að ekki sé svigrúm til frekari hagræðingar, að tekjustoðir félagsins séu rýrar samanborið við ríkisfjölmiðla í nágrannaríkjum Íslands, að lækkun útvarpsgjalds muni skaða rekstur RÚV og sé á skjön við vilja almennings, og að núverandi stjórnendur ættu ekki að leysa úr meintum skuldavanda óstuddir þar sem hann megi rekja til fortíðarákvarðana. Þegar raunverulegar staðreyndir málsins eru skoðaðar blasir þó við að slíkar ályktanir væru á röngum rökum reistar: Greiðslur úr ríkissjóði til RÚV hækka um 3,5% milli fjárlaga áranna 2014 og 2015. Til samanburðar hækka greiðslur úr ríkissjóði til Landspítalans um 4,5% – sem ætla mætti að væri mun framar á forgangslista almennings. Launakostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hækkaði um 13,3% á milli rekstraráranna 2013 og 2014. Til samanburðar var samið um 2,8% launahækkun á almennum vinnumarkaði í síðustu kjarasamningum. Heildarrekstrarkostnaður á hvert stöðugildi hjá RÚV hefur hækkað um 15% að raunvirði á síðustu þremur árum. Þessi hækkun hefur meira en vegið upp meinta hagræðingu vegna fækkunar stöðugilda á sama tímabili. Útvarpsgjald á hvert heimili á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þannig er það hærra hérlendis en í Bretlandi, sambærilegt við Svíþjóð og litlu lægra en í Danmörku og Noregi. Hins vegar er Ísland eina landið í þessum hópi þar sem útvarpsgjald er innheimt óháð því hvort heimili eigi viðtæki sem geta móttekið útsendingar. Enginn af ríkisfjölmiðlum ofangreindra landa starfar á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkaaðila. Árið 2014 hafði RÚV um þriðjung tekna sinna af auglýsingum, alls rúmlega 1,8 milljarða króna. Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds kemur ekki niður á framlögum ríkissjóðs til RÚV, enda er gert ráð fyrir að samhliða lækkuninni renni gjaldið að fullu til stofnunarinnar, ólíkt því sem verið hefur allra síðustu ár. Lækkun útvarpsgjalds er skattalækkun sem hefur sömu áhrif og hækkun persónuafsláttar. Ef almenningur væri spurður hvort hann kjósi hærra útvarpsgjald eða auknar ráðstöfunartekjur verður að teljast líklegra að seinni kosturinn yrði fyrir valinu. Á móti skuldum RÚV er meðal annars stórt húsnæði og lóð. Efstaleiti 1 er 16.300 m2, sem gerir 60 m2 á hvert stöðugildi. Til samanburðar starfa 365 miðlar í 5.300 m2 húsnæði en eru með fleiri starfsmenn en RÚV. Með sölu á hluta af lóðum og húsnæði er hægt að greiða megnið af skuldum félagsins án frekari ríkisaðstoðar. Aðalatriðið í umræðunni um RÚV er að skattfé sem lagt er til rekstursins er að aukast á milli ára. Þrátt fyrir það virðist sem rekstraraðilum félagsins sé um megn að reka það innan þeirra fjárheimilda sem til staðar eru. Stjórn og stjórnendur RÚV ættu að líta í eigin barm og einbeita sér að því að gera rekstur fjölmiðilsins sjálfbæran í stað þess að eyða orku sinni í að reyna að hafa áhrif á úthlutun opinberra fjármuna. Treysti þau sér ekki til þess ætti að eftirláta öðrum verkið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar