Fótbolti

Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir

Bjarki Ármannsson skrifar
Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir.
Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. Vísir
Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir og framganga Íslands í fyrsta leik sínum á mótinu hefur vakið mikla athygli erlendra miðla og netverja.

Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum, náði Ísland jafntefli gegn Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu fyrr í kvöld.

Norskir og danskir miðlar gerðu úrslitunum góð skil á vefsíðum sínum eftir leik en þeir frændur okkar komust ekki á Evrópumótið í þetta sinn. Norska ríkisútvarpið, NRK, kallar frammistöðu Íslendinga „sensasjon“ og Politiken í Danmörku, sem hefur lýst yfir opinberum stuðningi við íslenska liðið, slær upp „Áfram Ísland“ í fyrirsögn.

Verdens Gang í Noregi gengur svo langt að ætla að eigna sér heiðurinn af Birki Bjarnasyni, markaskorara Íslands, í umfjöllun sinni. Birkir ólst að miklu leyti upp í Noregi og kallar VG hann „norskan“ innan gæsalappa.

Þá var glæstum árangri Íslendinga fagnað víða um heim á Twitter. Breska ríkisútvarpið gerði leiknum góð skil í allt kvöld og setur úrslitin í samhengi: Um einn af hverjum tvö þúsund íslenskum karlmönnum milli tvítugs og fertugs leikur fyrir karlalandsliðið í fótbolta.

Twitter-síðan Football Stuff fjallar um varnarleik Íslands í kvöld. Mynd segir meira en þúsund orð:

Þetta grín kunna aðdáendur kvikmyndarinnar The Mighty Ducks að meta:

Michael Cox, fótboltablaðamaður The Guardian og fleiri miðla, á svo þetta skemmtilega tíst: „Þetta er stærsta stund Íslands í evrópskri knattspyrnu síðan Eyjafjallajökull gaus og varð til þess að Barcelona þurfti að taka rútu til Mílanó árið 2010.“ Inter frá Mílanó sló Evrópumeistarana í Barcelona úr Meistaradeildinni það árið og vildu sumir meina að Börsungar hefðu verið í verra leikformi þar sem þeir gátu ekki flogið til Ítalíu.

Svo látum við þetta fljóta með að lokum. Verði ykkur að góðu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×