Afnemum virðisaukaskatt af bókum Egill Örn Jóhansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Á tyllidögum fögnum við því að vera bókmenntaþjóð. Við státum af fornri tungu og menningu. Tungumálið og sögurnar skilgreina okkur sem Íslendinga. Svo rennur upp hversdagur og við glímum við slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum, hratt dvínandi málkennd og þá staðreynd að þeim fækkar ört sem valda því að lesa sér til gagns.Hvítbókin Í sumarbyrjun sendi menntamálaráðuneytið frá sér svokallaða Hvítbók um umbætur í menntun á Íslandi sem er um margt metnaðarfullt plagg. Eitt af meginmarkmiðum í umræddri Hvítbók er að stækka til muna þann hóp sem nær lágmarksviðmiðum í lestri. Í þeim efnum þarf réttilega á verulegri viðspyrnu að halda. Ein einfaldasta og skilvirkasta leið sem hver þjóð getur farið í þeirri viðleitni að auka við læsi og lesskilning, er í gegnum skattkerfið. Þetta nýta velflestar þjóðir Evrópu sér. Þannig hafa þjóðir eins og Norðmenn, Færeyingar og Bretar afnumið virðisaukaskatt með öllu af bókum. Einungis tvær Evrópuþjóðir leggja virðisaukaskatt á bækur í efra þrepi og önnur þeirra, Búlgaría, mælist með mesta ólæsi í gervallri álfunni.Nú er tækifæri Nú þegar endurskoða skal virðisaukaskattskerfið er lag að fara að góðu fordæmi annarra Evrópuþjóða og afnema skattlagningu á bókaútgáfu hérlendis. Nú er tækifæri til að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem fremstar standa í stuðningi við bókaútgáfu – standa jafnfætis þjóðum sem vinna markvisst að bættu læsi og lesskilningi almennings. Bókmenntastefna í anda Hvítbókarinnar er aðkallandi – heildarstefna til framtíðar fyrir bókmenntirnar í landinu svo þær megi vaxa og dafna og skila sér áfram inn í mennta- og menningarlíf þjóðar. Í Hvítbókinni segir enda að lesskilningur sé forsenda þess að nemendur geti náð hæfni til að fóta sig í samfélaginu. Þar segir jafnframt að gæði menntunar varði okkur öll, hafi gildi fyrir samfélagið í heild og lýðræðislega og efnahagslega þróun. Blómleg bókaútgáfa er grundvallaratriði þegar kemur að verndun og þróun móðurmáls. Afnám virðisaukaskatts á bækur yrði til þess að skjóta styrkari stoðum undir greinina alla og ekki veitir af. Nær allar þjóðir líta á það sem nauðsynlegan stuðning við tungumál og menningu að stilla skattheimtu á bókaútgáfu mjög í hóf eða afnema hana alfarið. Það má ekki aðeins sjá um gjörvalla Evrópu heldur einnig í Asíu og Suður-Ameríku.Hömpum tungumálinu Eftir þúsund ára leiðangur um veraldarsöguna bendum við ekki á glæsihallir, kastalamúra og dómkirkjur hér á sögueyjunni. Við hömpum tungumáli og sögum. Við köstum á milli okkar tungumálinu eins og skessurnar með fjöreggið, en það er hættuspil og mál að finna fjöregginu örugga umgjörð. „Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni,“ segir Nóbelsskáldið í Kristnihaldi undir Jökli. Það má ljóst vera á Hvítbókinni að viljinn er fyrir hendi – vilji til að hlúa að tungumálinu og bókmenntunum. Afgangurinn er tækni og með því að afnema virðisaukaskatt af bókum er viljinn sýndur í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á tyllidögum fögnum við því að vera bókmenntaþjóð. Við státum af fornri tungu og menningu. Tungumálið og sögurnar skilgreina okkur sem Íslendinga. Svo rennur upp hversdagur og við glímum við slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum, hratt dvínandi málkennd og þá staðreynd að þeim fækkar ört sem valda því að lesa sér til gagns.Hvítbókin Í sumarbyrjun sendi menntamálaráðuneytið frá sér svokallaða Hvítbók um umbætur í menntun á Íslandi sem er um margt metnaðarfullt plagg. Eitt af meginmarkmiðum í umræddri Hvítbók er að stækka til muna þann hóp sem nær lágmarksviðmiðum í lestri. Í þeim efnum þarf réttilega á verulegri viðspyrnu að halda. Ein einfaldasta og skilvirkasta leið sem hver þjóð getur farið í þeirri viðleitni að auka við læsi og lesskilning, er í gegnum skattkerfið. Þetta nýta velflestar þjóðir Evrópu sér. Þannig hafa þjóðir eins og Norðmenn, Færeyingar og Bretar afnumið virðisaukaskatt með öllu af bókum. Einungis tvær Evrópuþjóðir leggja virðisaukaskatt á bækur í efra þrepi og önnur þeirra, Búlgaría, mælist með mesta ólæsi í gervallri álfunni.Nú er tækifæri Nú þegar endurskoða skal virðisaukaskattskerfið er lag að fara að góðu fordæmi annarra Evrópuþjóða og afnema skattlagningu á bókaútgáfu hérlendis. Nú er tækifæri til að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem fremstar standa í stuðningi við bókaútgáfu – standa jafnfætis þjóðum sem vinna markvisst að bættu læsi og lesskilningi almennings. Bókmenntastefna í anda Hvítbókarinnar er aðkallandi – heildarstefna til framtíðar fyrir bókmenntirnar í landinu svo þær megi vaxa og dafna og skila sér áfram inn í mennta- og menningarlíf þjóðar. Í Hvítbókinni segir enda að lesskilningur sé forsenda þess að nemendur geti náð hæfni til að fóta sig í samfélaginu. Þar segir jafnframt að gæði menntunar varði okkur öll, hafi gildi fyrir samfélagið í heild og lýðræðislega og efnahagslega þróun. Blómleg bókaútgáfa er grundvallaratriði þegar kemur að verndun og þróun móðurmáls. Afnám virðisaukaskatts á bækur yrði til þess að skjóta styrkari stoðum undir greinina alla og ekki veitir af. Nær allar þjóðir líta á það sem nauðsynlegan stuðning við tungumál og menningu að stilla skattheimtu á bókaútgáfu mjög í hóf eða afnema hana alfarið. Það má ekki aðeins sjá um gjörvalla Evrópu heldur einnig í Asíu og Suður-Ameríku.Hömpum tungumálinu Eftir þúsund ára leiðangur um veraldarsöguna bendum við ekki á glæsihallir, kastalamúra og dómkirkjur hér á sögueyjunni. Við hömpum tungumáli og sögum. Við köstum á milli okkar tungumálinu eins og skessurnar með fjöreggið, en það er hættuspil og mál að finna fjöregginu örugga umgjörð. „Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni,“ segir Nóbelsskáldið í Kristnihaldi undir Jökli. Það má ljóst vera á Hvítbókinni að viljinn er fyrir hendi – vilji til að hlúa að tungumálinu og bókmenntunum. Afgangurinn er tækni og með því að afnema virðisaukaskatt af bókum er viljinn sýndur í verki.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun