Afnema á virðisaukaskatt á bókum Ágúst Einarsson skrifar 18. október 2014 07:00 Þrep virðisaukaskatts hérlendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5% en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskattsþrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%. Hins vegar er margvísleg starfsemi undanþegin virðisaukaskatti og er þannig í 0% þrepi. Þetta er til að mynda starfsemi eins og heilbrigðisþjónusta, rekstur skóla og safna, íþróttastarfsemi, póstþjónusta, vátryggingar, bankaþjónusta, ferðaskrifstofur, útfarar- og prestþjónusta og sala laxveiðileyfa. Vissulega er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvort einmitt þessi starfsemi skuli undanþegin virðisaukaskatti en ekki önnur. Í 7% virðisaukaskattsþrepi er til dæmis leiga gistirýmis, afnotagjöld útvarps, tímarit, blöð og bækur, heitt vatn, rafmagn, matvara, geisladiskar, smokkar og bleyjur. Líklega geta skoðanir einnig verið skiptar um þessa upptalningu. Rök almannavaldsins fyrir lægri skattlagningu eru þau að opinberir aðilar vilji styðja við viðkomandi starfsemi. Skattkerfið er með nokkuð af slíkum undanþágum og þó oft sé sagt að undanþágur séu ekki af því góða í skattkerfi vegna hættu á undanskotum og erfiðara eftirliti þá felast í slíku stjórnmálalegar áherslur, ekki aðeins hérlendis heldur ekki hvað síst erlendis.Lítill eða enginn skattur Reyndar er það ekki undantekning heldur regla meðal þjóða heims að hafa bækur í lægra skattþrepi. Langflestar þjóðir hafa lægri virðisaukaskatt á bókum en almennt er í viðkomandi löndum. Yfir 90% landa í nýrri fjölþjóðlegri könnun, sem náði til 51 lands, skattleggja bækur í lægra skattþrepi en almennt er. Einungis fjögur lönd, Síle, Búlgaría, Danmörk og Gvatemala, skattleggja bækur í almennu þrepi en 47 lönd skattleggja bækur í lægra þrepi. Hérlendis er eitt hæsta almenna skattþrep virðisaukaskatts, eða 25,5%. Prentaðar bækur eru hér í 7% þrepi sem er álíka og í mörgum öðrum löndum. Af 34 Evrópuþjóðum er enginn virðisaukaskattur lagður á prentaðar bækur í fjórum löndum, það er í Bretlandi, Írlandi, Noregi og Úkraínu; tvö lönd eru með bækur í almennu þrepi en hin 28 löndin eru með lægra þrep fyrir prentaðar bækur. Öðru máli gegnir um rafbækur. Þar eru flest löndin, eða átján talsins, með almennt virðisaukaskattþrep, fjórtán lönd, þar á meðal Ísland, eru með lægra þrep og tvö lönd, Noregur og Úkraína, leggja engan virðisaukaskatt á rafbækur.Afnemum virðisaukaskattinn Langflest ríki Evrópu beita virðisaukaskattskerfinu til að efla bókaútgáfu og bókalestur í löndum sínum og stendur það Íslendingum nærri að gera slíkt hið sama. Nú á að lækka almenna þrepið í 24% en hækka lægra þrepið í 12% og þar með hækka skattlagningu á bækur. Rökrétt væri að feta í fótspor þeirra landa sem leggja ekki virðisaukaskatt á bækur en það væru skýr skilaboð um forgangsröðun í þágu bókarinnar. Það þarf að auka lestur og lesskilning, sérstaklega meðal ungmenna, og það er óumdeilanlegt. Mikilvægt er því að láta vaskinn ekki verða óbreyttan á bókum, blöðum og tímaritum heldur fella hann niður. Íslendingar gefa mikið út af bókum og lesa mikið miðað við aðrar þjóðir enda köllum við okkur bókaþjóðina á tyllidögum. Því viljum við halda og þess vegna á að efla allt sem viðkemur skrifum, lestri og útgáfu. Höfundur hefur rannsakað þessi mál og væntanleg er á næstunni bók eftir hann um hagræn áhrif ritlistar. Þau eru mikil og framlag ritlistar til landsframleiðslu og lífskjara er umtalsvert. Þessi tillaga um að fella niður virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem aukning á umsvifum ritlistar hefur innan tiltölulega skamms tíma í för með sér aukna verðmætasköpun sem skilar sér í betri lífskjörum og þar með auknum tekjum fyrir opinbera aðila í framtíðinni. Áhrif ritlistar koma ekki síst fram í mikilvægi hennar fyrir menningu þjóðarinnar og sem hluti af menningararfi okkar eru þau gríðarleg. Reyndar er ritlist ein af forsendum fyrir tilvist Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrep virðisaukaskatts hérlendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5% en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskattsþrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%. Hins vegar er margvísleg starfsemi undanþegin virðisaukaskatti og er þannig í 0% þrepi. Þetta er til að mynda starfsemi eins og heilbrigðisþjónusta, rekstur skóla og safna, íþróttastarfsemi, póstþjónusta, vátryggingar, bankaþjónusta, ferðaskrifstofur, útfarar- og prestþjónusta og sala laxveiðileyfa. Vissulega er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvort einmitt þessi starfsemi skuli undanþegin virðisaukaskatti en ekki önnur. Í 7% virðisaukaskattsþrepi er til dæmis leiga gistirýmis, afnotagjöld útvarps, tímarit, blöð og bækur, heitt vatn, rafmagn, matvara, geisladiskar, smokkar og bleyjur. Líklega geta skoðanir einnig verið skiptar um þessa upptalningu. Rök almannavaldsins fyrir lægri skattlagningu eru þau að opinberir aðilar vilji styðja við viðkomandi starfsemi. Skattkerfið er með nokkuð af slíkum undanþágum og þó oft sé sagt að undanþágur séu ekki af því góða í skattkerfi vegna hættu á undanskotum og erfiðara eftirliti þá felast í slíku stjórnmálalegar áherslur, ekki aðeins hérlendis heldur ekki hvað síst erlendis.Lítill eða enginn skattur Reyndar er það ekki undantekning heldur regla meðal þjóða heims að hafa bækur í lægra skattþrepi. Langflestar þjóðir hafa lægri virðisaukaskatt á bókum en almennt er í viðkomandi löndum. Yfir 90% landa í nýrri fjölþjóðlegri könnun, sem náði til 51 lands, skattleggja bækur í lægra skattþrepi en almennt er. Einungis fjögur lönd, Síle, Búlgaría, Danmörk og Gvatemala, skattleggja bækur í almennu þrepi en 47 lönd skattleggja bækur í lægra þrepi. Hérlendis er eitt hæsta almenna skattþrep virðisaukaskatts, eða 25,5%. Prentaðar bækur eru hér í 7% þrepi sem er álíka og í mörgum öðrum löndum. Af 34 Evrópuþjóðum er enginn virðisaukaskattur lagður á prentaðar bækur í fjórum löndum, það er í Bretlandi, Írlandi, Noregi og Úkraínu; tvö lönd eru með bækur í almennu þrepi en hin 28 löndin eru með lægra þrep fyrir prentaðar bækur. Öðru máli gegnir um rafbækur. Þar eru flest löndin, eða átján talsins, með almennt virðisaukaskattþrep, fjórtán lönd, þar á meðal Ísland, eru með lægra þrep og tvö lönd, Noregur og Úkraína, leggja engan virðisaukaskatt á rafbækur.Afnemum virðisaukaskattinn Langflest ríki Evrópu beita virðisaukaskattskerfinu til að efla bókaútgáfu og bókalestur í löndum sínum og stendur það Íslendingum nærri að gera slíkt hið sama. Nú á að lækka almenna þrepið í 24% en hækka lægra þrepið í 12% og þar með hækka skattlagningu á bækur. Rökrétt væri að feta í fótspor þeirra landa sem leggja ekki virðisaukaskatt á bækur en það væru skýr skilaboð um forgangsröðun í þágu bókarinnar. Það þarf að auka lestur og lesskilning, sérstaklega meðal ungmenna, og það er óumdeilanlegt. Mikilvægt er því að láta vaskinn ekki verða óbreyttan á bókum, blöðum og tímaritum heldur fella hann niður. Íslendingar gefa mikið út af bókum og lesa mikið miðað við aðrar þjóðir enda köllum við okkur bókaþjóðina á tyllidögum. Því viljum við halda og þess vegna á að efla allt sem viðkemur skrifum, lestri og útgáfu. Höfundur hefur rannsakað þessi mál og væntanleg er á næstunni bók eftir hann um hagræn áhrif ritlistar. Þau eru mikil og framlag ritlistar til landsframleiðslu og lífskjara er umtalsvert. Þessi tillaga um að fella niður virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem aukning á umsvifum ritlistar hefur innan tiltölulega skamms tíma í för með sér aukna verðmætasköpun sem skilar sér í betri lífskjörum og þar með auknum tekjum fyrir opinbera aðila í framtíðinni. Áhrif ritlistar koma ekki síst fram í mikilvægi hennar fyrir menningu þjóðarinnar og sem hluti af menningararfi okkar eru þau gríðarleg. Reyndar er ritlist ein af forsendum fyrir tilvist Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar