Afnema á virðisaukaskatt á bókum Ágúst Einarsson skrifar 18. október 2014 07:00 Þrep virðisaukaskatts hérlendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5% en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskattsþrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%. Hins vegar er margvísleg starfsemi undanþegin virðisaukaskatti og er þannig í 0% þrepi. Þetta er til að mynda starfsemi eins og heilbrigðisþjónusta, rekstur skóla og safna, íþróttastarfsemi, póstþjónusta, vátryggingar, bankaþjónusta, ferðaskrifstofur, útfarar- og prestþjónusta og sala laxveiðileyfa. Vissulega er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvort einmitt þessi starfsemi skuli undanþegin virðisaukaskatti en ekki önnur. Í 7% virðisaukaskattsþrepi er til dæmis leiga gistirýmis, afnotagjöld útvarps, tímarit, blöð og bækur, heitt vatn, rafmagn, matvara, geisladiskar, smokkar og bleyjur. Líklega geta skoðanir einnig verið skiptar um þessa upptalningu. Rök almannavaldsins fyrir lægri skattlagningu eru þau að opinberir aðilar vilji styðja við viðkomandi starfsemi. Skattkerfið er með nokkuð af slíkum undanþágum og þó oft sé sagt að undanþágur séu ekki af því góða í skattkerfi vegna hættu á undanskotum og erfiðara eftirliti þá felast í slíku stjórnmálalegar áherslur, ekki aðeins hérlendis heldur ekki hvað síst erlendis.Lítill eða enginn skattur Reyndar er það ekki undantekning heldur regla meðal þjóða heims að hafa bækur í lægra skattþrepi. Langflestar þjóðir hafa lægri virðisaukaskatt á bókum en almennt er í viðkomandi löndum. Yfir 90% landa í nýrri fjölþjóðlegri könnun, sem náði til 51 lands, skattleggja bækur í lægra skattþrepi en almennt er. Einungis fjögur lönd, Síle, Búlgaría, Danmörk og Gvatemala, skattleggja bækur í almennu þrepi en 47 lönd skattleggja bækur í lægra þrepi. Hérlendis er eitt hæsta almenna skattþrep virðisaukaskatts, eða 25,5%. Prentaðar bækur eru hér í 7% þrepi sem er álíka og í mörgum öðrum löndum. Af 34 Evrópuþjóðum er enginn virðisaukaskattur lagður á prentaðar bækur í fjórum löndum, það er í Bretlandi, Írlandi, Noregi og Úkraínu; tvö lönd eru með bækur í almennu þrepi en hin 28 löndin eru með lægra þrep fyrir prentaðar bækur. Öðru máli gegnir um rafbækur. Þar eru flest löndin, eða átján talsins, með almennt virðisaukaskattþrep, fjórtán lönd, þar á meðal Ísland, eru með lægra þrep og tvö lönd, Noregur og Úkraína, leggja engan virðisaukaskatt á rafbækur.Afnemum virðisaukaskattinn Langflest ríki Evrópu beita virðisaukaskattskerfinu til að efla bókaútgáfu og bókalestur í löndum sínum og stendur það Íslendingum nærri að gera slíkt hið sama. Nú á að lækka almenna þrepið í 24% en hækka lægra þrepið í 12% og þar með hækka skattlagningu á bækur. Rökrétt væri að feta í fótspor þeirra landa sem leggja ekki virðisaukaskatt á bækur en það væru skýr skilaboð um forgangsröðun í þágu bókarinnar. Það þarf að auka lestur og lesskilning, sérstaklega meðal ungmenna, og það er óumdeilanlegt. Mikilvægt er því að láta vaskinn ekki verða óbreyttan á bókum, blöðum og tímaritum heldur fella hann niður. Íslendingar gefa mikið út af bókum og lesa mikið miðað við aðrar þjóðir enda köllum við okkur bókaþjóðina á tyllidögum. Því viljum við halda og þess vegna á að efla allt sem viðkemur skrifum, lestri og útgáfu. Höfundur hefur rannsakað þessi mál og væntanleg er á næstunni bók eftir hann um hagræn áhrif ritlistar. Þau eru mikil og framlag ritlistar til landsframleiðslu og lífskjara er umtalsvert. Þessi tillaga um að fella niður virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem aukning á umsvifum ritlistar hefur innan tiltölulega skamms tíma í för með sér aukna verðmætasköpun sem skilar sér í betri lífskjörum og þar með auknum tekjum fyrir opinbera aðila í framtíðinni. Áhrif ritlistar koma ekki síst fram í mikilvægi hennar fyrir menningu þjóðarinnar og sem hluti af menningararfi okkar eru þau gríðarleg. Reyndar er ritlist ein af forsendum fyrir tilvist Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þrep virðisaukaskatts hérlendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5% en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskattsþrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%. Hins vegar er margvísleg starfsemi undanþegin virðisaukaskatti og er þannig í 0% þrepi. Þetta er til að mynda starfsemi eins og heilbrigðisþjónusta, rekstur skóla og safna, íþróttastarfsemi, póstþjónusta, vátryggingar, bankaþjónusta, ferðaskrifstofur, útfarar- og prestþjónusta og sala laxveiðileyfa. Vissulega er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvort einmitt þessi starfsemi skuli undanþegin virðisaukaskatti en ekki önnur. Í 7% virðisaukaskattsþrepi er til dæmis leiga gistirýmis, afnotagjöld útvarps, tímarit, blöð og bækur, heitt vatn, rafmagn, matvara, geisladiskar, smokkar og bleyjur. Líklega geta skoðanir einnig verið skiptar um þessa upptalningu. Rök almannavaldsins fyrir lægri skattlagningu eru þau að opinberir aðilar vilji styðja við viðkomandi starfsemi. Skattkerfið er með nokkuð af slíkum undanþágum og þó oft sé sagt að undanþágur séu ekki af því góða í skattkerfi vegna hættu á undanskotum og erfiðara eftirliti þá felast í slíku stjórnmálalegar áherslur, ekki aðeins hérlendis heldur ekki hvað síst erlendis.Lítill eða enginn skattur Reyndar er það ekki undantekning heldur regla meðal þjóða heims að hafa bækur í lægra skattþrepi. Langflestar þjóðir hafa lægri virðisaukaskatt á bókum en almennt er í viðkomandi löndum. Yfir 90% landa í nýrri fjölþjóðlegri könnun, sem náði til 51 lands, skattleggja bækur í lægra skattþrepi en almennt er. Einungis fjögur lönd, Síle, Búlgaría, Danmörk og Gvatemala, skattleggja bækur í almennu þrepi en 47 lönd skattleggja bækur í lægra þrepi. Hérlendis er eitt hæsta almenna skattþrep virðisaukaskatts, eða 25,5%. Prentaðar bækur eru hér í 7% þrepi sem er álíka og í mörgum öðrum löndum. Af 34 Evrópuþjóðum er enginn virðisaukaskattur lagður á prentaðar bækur í fjórum löndum, það er í Bretlandi, Írlandi, Noregi og Úkraínu; tvö lönd eru með bækur í almennu þrepi en hin 28 löndin eru með lægra þrep fyrir prentaðar bækur. Öðru máli gegnir um rafbækur. Þar eru flest löndin, eða átján talsins, með almennt virðisaukaskattþrep, fjórtán lönd, þar á meðal Ísland, eru með lægra þrep og tvö lönd, Noregur og Úkraína, leggja engan virðisaukaskatt á rafbækur.Afnemum virðisaukaskattinn Langflest ríki Evrópu beita virðisaukaskattskerfinu til að efla bókaútgáfu og bókalestur í löndum sínum og stendur það Íslendingum nærri að gera slíkt hið sama. Nú á að lækka almenna þrepið í 24% en hækka lægra þrepið í 12% og þar með hækka skattlagningu á bækur. Rökrétt væri að feta í fótspor þeirra landa sem leggja ekki virðisaukaskatt á bækur en það væru skýr skilaboð um forgangsröðun í þágu bókarinnar. Það þarf að auka lestur og lesskilning, sérstaklega meðal ungmenna, og það er óumdeilanlegt. Mikilvægt er því að láta vaskinn ekki verða óbreyttan á bókum, blöðum og tímaritum heldur fella hann niður. Íslendingar gefa mikið út af bókum og lesa mikið miðað við aðrar þjóðir enda köllum við okkur bókaþjóðina á tyllidögum. Því viljum við halda og þess vegna á að efla allt sem viðkemur skrifum, lestri og útgáfu. Höfundur hefur rannsakað þessi mál og væntanleg er á næstunni bók eftir hann um hagræn áhrif ritlistar. Þau eru mikil og framlag ritlistar til landsframleiðslu og lífskjara er umtalsvert. Þessi tillaga um að fella niður virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem aukning á umsvifum ritlistar hefur innan tiltölulega skamms tíma í för með sér aukna verðmætasköpun sem skilar sér í betri lífskjörum og þar með auknum tekjum fyrir opinbera aðila í framtíðinni. Áhrif ritlistar koma ekki síst fram í mikilvægi hennar fyrir menningu þjóðarinnar og sem hluti af menningararfi okkar eru þau gríðarleg. Reyndar er ritlist ein af forsendum fyrir tilvist Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun