Afhverju viljiði ekki peningana okkar? Margrét Örnólfsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 11:45 Ekki ætla ég að þykjast vita hvernig á að stýra ríkisfjármálum, en eitt veit ég að peningar eru jafnverðmætir sama hvaðan þeir koma, svo fremi sem þeirra hefur verið aflað með heiðarlegum og virðingarverðum hætti. Og þó ég sé eins langt frá því að vera fjármálasnillingur og hugsast getur þá veit ég þó að það borgar sig að fjárfesta í arðvænlegum verkefnum. Hvernig stendur þá á því að þrátt fyrir að stjórnvöldum hljóti að vera orðið löngu ljóst (nógu oft er nú búið að segja þeim það) að fjárfesting í kvikmyndagerð margborgar sig þá heykjast þau á að veita íslenskri kvikmyndagerð þann stuðning sem henni er nauðsynlegur eigi hún á annað borð að eiga sér einhverja alvöru framtíð. Viljiði ekki peningana okkar? Afhverju ekki?Fimmfalt til baka Eftir að hafa verið hafður í svelti árum saman hillti loks undir betri tíma þegar ákveðið var að stórauka framlag til Kvikmyndasjóðs árið 2013. Gerð var framtíðaráætlun um stigvaxandi aukningu til næstu ára, enda sýndu niðurstöður skýrslna sem gerðar höfðu verið um hagræn áhrif kvikmyndagerðar svart á hvítu að virðisauki íslenskrar kvikmyndagerðar er umtalsverður – hver króna sem ríkið veitir til kvikmyndagerðar skilar sér fimmfalt til baka sem hreinar tekjur. Beint í ríkiskassann. Þessar tölur eru meira að segja varlega áætlaðar. Í síðustu fjárlögum var Kvikmyndasjóður skertur um 40% og nú, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt hefur verið fyrir, stendur til að halda honum áfram undir fátækramörkum. Það þarf ekki að tíunda hversu mikið áfall þetta er fyrir greinina og alveg ljóst að afleiðingarnar verða mjög slæmar. Strax í ágúst á þessu ári var Kvikmyndasjóður orðinn tómur. Þeir sem eiga verkefni sem þegar eru til meðferðar hjá sjóðnum sem og þeir sem eru tilbúnir að sækja um styrki verða því að bíða fram yfir áramót eftir frekari afgreiðslu. Ef upphæðin sem Kvikmyndasjóði er ætluð samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður ekki lagfærð er alveg ljóst að fjöldi verkefna kemst ekki af stað. Sum munu kannski frestast um óákveðinn tíma en önnur daga uppi. Verkefni sem annars myndu skapa ríkinu framtíðartekjur. Bíómyndir og sjónvarpsþættir og heimildamyndir sem almenningur fær aldrei að sjá. Afhverju viljiði ekki þessa peninga? Ég bara skil það ekki. Ég hef meðvitað haldið aftur af mér að minnast á menningarlegt gildi, heimildagildi (því við erum jú skrásetjarar sögunnar) og fleira sem stundum er kallað óáþreifanleg verðmæti. En nú er ég búin að gera það. Ástæðan fyrir því að ég gerði það ekki fyrr er sú að það er stundum eins og fólkið sem heldur um budduna hreinlega taki ekki mark á neinu nema það sé sett í efnahagslegt samhengi. Eins og að um leið og hugtök eins og menningarlegt gildi eða andleg verðmæti heyrist þá slái það skyndilegt og algert heyrnarleysi. Þess vegna endurtek ég spurninguna: Afhverju viljiði ekki peningana okkar?! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ekki ætla ég að þykjast vita hvernig á að stýra ríkisfjármálum, en eitt veit ég að peningar eru jafnverðmætir sama hvaðan þeir koma, svo fremi sem þeirra hefur verið aflað með heiðarlegum og virðingarverðum hætti. Og þó ég sé eins langt frá því að vera fjármálasnillingur og hugsast getur þá veit ég þó að það borgar sig að fjárfesta í arðvænlegum verkefnum. Hvernig stendur þá á því að þrátt fyrir að stjórnvöldum hljóti að vera orðið löngu ljóst (nógu oft er nú búið að segja þeim það) að fjárfesting í kvikmyndagerð margborgar sig þá heykjast þau á að veita íslenskri kvikmyndagerð þann stuðning sem henni er nauðsynlegur eigi hún á annað borð að eiga sér einhverja alvöru framtíð. Viljiði ekki peningana okkar? Afhverju ekki?Fimmfalt til baka Eftir að hafa verið hafður í svelti árum saman hillti loks undir betri tíma þegar ákveðið var að stórauka framlag til Kvikmyndasjóðs árið 2013. Gerð var framtíðaráætlun um stigvaxandi aukningu til næstu ára, enda sýndu niðurstöður skýrslna sem gerðar höfðu verið um hagræn áhrif kvikmyndagerðar svart á hvítu að virðisauki íslenskrar kvikmyndagerðar er umtalsverður – hver króna sem ríkið veitir til kvikmyndagerðar skilar sér fimmfalt til baka sem hreinar tekjur. Beint í ríkiskassann. Þessar tölur eru meira að segja varlega áætlaðar. Í síðustu fjárlögum var Kvikmyndasjóður skertur um 40% og nú, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt hefur verið fyrir, stendur til að halda honum áfram undir fátækramörkum. Það þarf ekki að tíunda hversu mikið áfall þetta er fyrir greinina og alveg ljóst að afleiðingarnar verða mjög slæmar. Strax í ágúst á þessu ári var Kvikmyndasjóður orðinn tómur. Þeir sem eiga verkefni sem þegar eru til meðferðar hjá sjóðnum sem og þeir sem eru tilbúnir að sækja um styrki verða því að bíða fram yfir áramót eftir frekari afgreiðslu. Ef upphæðin sem Kvikmyndasjóði er ætluð samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður ekki lagfærð er alveg ljóst að fjöldi verkefna kemst ekki af stað. Sum munu kannski frestast um óákveðinn tíma en önnur daga uppi. Verkefni sem annars myndu skapa ríkinu framtíðartekjur. Bíómyndir og sjónvarpsþættir og heimildamyndir sem almenningur fær aldrei að sjá. Afhverju viljiði ekki þessa peninga? Ég bara skil það ekki. Ég hef meðvitað haldið aftur af mér að minnast á menningarlegt gildi, heimildagildi (því við erum jú skrásetjarar sögunnar) og fleira sem stundum er kallað óáþreifanleg verðmæti. En nú er ég búin að gera það. Ástæðan fyrir því að ég gerði það ekki fyrr er sú að það er stundum eins og fólkið sem heldur um budduna hreinlega taki ekki mark á neinu nema það sé sett í efnahagslegt samhengi. Eins og að um leið og hugtök eins og menningarlegt gildi eða andleg verðmæti heyrist þá slái það skyndilegt og algert heyrnarleysi. Þess vegna endurtek ég spurninguna: Afhverju viljiði ekki peningana okkar?!
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar