Innlent

Afgreiðslugjöld hjá Útlendingastofnun

Nýr tekjustofn Engin leyfi eru lengur veitt hjá Útlendingastofnun án greiðslu afgreiðslugjalds.
Nýr tekjustofn Engin leyfi eru lengur veitt hjá Útlendingastofnun án greiðslu afgreiðslugjalds. MYND/Stefán

Útlendingastofnun krefst nú gjalda fyrir afgreiðslu leyfa frá stofnuninni og má gera ráð fyrir að gjaldtakan færi stofnuninni vel yfir hundrað milljónir króna í tekjur á ársgrundvelli.

Um er að ræða gjaldtöku fyrir búsetu- og dvalarleyfi en slík leyfi kosta nú 8.000 krónur fyrir 18 ára og eldri en 4.000 krónur fyrir þá er yngri eru. Er sami kostnaður við framlengingu leyfa.

Eru engar umsóknir afgreiddar nema greitt sé fyrir og er það engin trygging fyrir að leyfið fáist afgreitt en allt að 1.200 umsóknir berast frá einstaklingum hvern mánuð þessa dagana. Þess utan berast mánaðarlega allt að 400 umsóknir frá fyrirtækjum vegna stóriðju og getur kostnaður þeirra numið talsverðum upphæðum héðan í frá.

Útlendingastofnun hafði áður með höndum útgáfu vegabréfa sem var helsti tekjustofn hennar en sú útgáfa hefur nú færst til Þjóðskrár og munu tekjur af afgreiðslu leyfa að einhverju leyti koma í staðinn fyrir það.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×