

Af hverju undanþágur frá ESB-reglum?
Gagnkvæmi eða undanþágur
Þegar bent er á samningsmarkmið okkar gagnvart ESB spyr almenningur um undanþágur. Undanþágubeiðnir hafa verið veganesti íslenskra samningamanna allt frá því að við fyrst ræddum við Dani um viðskipti og gagnkvæm réttindi. Það sagði mér maður sem hefur tengst samningaviðræðunum í Brussel að undanþágubeiðnir okkar séu að fjölda til svipaðar og allar undanþágubeiðnir annarra þjóða, sem sótt hefðu um aðild að ESB. Þótt þetta séu eflaust ýkjur segir þetta sína sögu. Undanþágur beinast að almennum reglum en einnig að ákveðnum málaflokkum sem við viljum halda óskertu forræði yfir. Þar ber hæst að halda fiskveiðiauðlindinni út af fyrir okkur. Flestir Íslendingar munu vera sammála um að það sé frágangssök, sé því ekki náð. Við viljum þó að íslenskum útgerðarmönnum sé leyft að eiga evrópskar útgerðir með veiðirétti. En kjarni þessa máls snýr ekki að ESB heldur okkur sjálfum. Við teljum okkur trú um að við verðum undir í þessum heimi nema aðrar þjóðir veiti okkur undanþágur frá meginreglum í samskiptum þeirra. Á þessu er því miður alið með skírskotun til fámennis. Höfum við þó sýnt að við stöndumst samanburð ágætlega. Okkur hefur ætíð vegnað best þegar samskiptareglur okkar við aðrar þjóðir voru gagnkvæmar og viðskiptin frjáls.
Þurfum við undanþágur?
Eru almennar og víðtækari undanþágur í reynd eftirsóknarverðar fyrir okkur? Styrkist samkeppnishæfni þjóðarinnar við fleiri og rammgerðari undanþágur frá þeim reglum sem aðrar þjóðir þurfa að gangast undir? Samkeppnishæfnin er sífellt að verða mikilvægari mælikvarði á velgengni og velmegun þjóða. Undanþágur eru forgjöf í samskiptum þjóða. Þegar forgjöfin fellur niður, eins og alltaf verður að lokum, verður erfitt að standast þeim snúning sem enga forgjöf fengu. Þannig er hagrænni samkeppni þjóða einnig farið. Við sjáum það greinilega nú í kreppunni. Þær þjóðir sem búið hafa við verndun standast hinum ekki snúning. Fyrrnefndar þjóðir hafa tekið mikil erlend lán til að viðhalda óbreyttum lifnaðarháttum innanlands, því eigin hagkerfi megnuðu það ekki. Eyðslan var of mikil.
Þráhyggja og sérhagsmunir
Það hefur verið íslensk þráhyggja að hér gildi allt önnur lögmál en annars staðar. Langvarandi einangrun í bland við innlenda kúgun leiddu af sér eymd sem var langt umfram það sem var í nágrannalöndunum. Við dagsbrún nýrra tíma afsökuðum við afkáraskap, niðurníðslu og afturför með því að segja aðstæður hér sérstakar, einstakar og ósamanburðarhæfar við önnur lönd, auk þess sem Danir fengu sinn skerf. Við erum enn við svipað heygarðshorn. Þorum ekki að taka á því sem breyta þarf, t.d. landbúnaði. Við viljum undanþágu fyrir landbúnað, svo stór hluti bænda megi enn um sinn hírast undir fátæktarmörkum. Einangrun í ræktun og framleiðslu leiðir af sér stöðnun og afturför. Afkoma íslenskra smábænda verður trauðla bætt nema með aðlögunaraðstoð utan frá. Við þurfum að færa landbúnaðinn til þess horfs að bændastéttin geti lifað mannsæmandi lífi. Nú gera það bara stórbændur. Sennilega skýrist heiftúðug andstaða stórbændaforystu bændasamtakanna gegn aðildarumsókn á því, að þeir óttast, að afkoma smábænda muni batna verulega við inngöngu í ESB, en þeirra eigin standa í stað. En auðvitað vita þeir ekkert um niðurstöðuna. Það er beinlínis fáránlegt að hanga á víðtækum varanlegum undanþágum fyrir landbúnaðinn til að halda lífi í tekjulægsta framleiðslukerfi á Vesturlöndum. Semjum heldur um aðlögun að skynsamara og framtíðarvænna landbúnaðarkerfi.
Skoðun

Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað?
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina
Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar

Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir
Jón Pétur Zimsen skrifar

Að vera manneskja
Svava Arnardóttir skrifar

Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar

Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans
Viðar Halldórsson skrifar

Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða
Anton Guðmundsson skrifar

Sjálfbærni í stað sóunar
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum
Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar

Við erum ennþá minni fiskur nú!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Heimur skorts eða gnægða?
Þorvaldur Víðisson skrifar

Vígvellir barna eru víða
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Narsissismi í hnotskurn
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Palestína í Eurovision
Sigurður Loftur Thorlacius skrifar

Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi
Þórir Garðarsson skrifar

Hversu lítill fiskur yrðum við?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Þjóðin vill eitt, Kristrún annað
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til!
Steinunn Þórðardóttir skrifar

Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld
Hannes Örn Blandon skrifar

Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd
Björn B. Björnsson skrifar

Söngur Ísraels og RÚV
Ingólfur Gíslason. skrifar

Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur
Kristinn R Guðlaugsson skrifar

Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza!
Viðar Eggertsson skrifar

Kærleikurinn pikkaði í mig
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Friðun Grafarvogs
Stefán Jón Hafstein skrifar