Af bókmenntaumræðu Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Á dögunum birtust ritdómar Björns Þórs Vilhjálmssonar um bækurnar Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og KOK eftir Kristínu Eiríksdóttur. Ollu dómarnir miklu fjaðrafoki. Fyrir þá sem ekki eru kunnir íslenskri umræðuhefð kann að vera erfitt að skilja hin hörðu viðbrögð sem þeir framkölluðu, enda var um að ræða yfirvegaða, rökstudda skoðun rýnanda á verkunum þar sem rætt var um stíl og frásagnarmáta bókanna. Hvort sem fólk kann að vera sammála niðurstöðu dómanna eður ei er í sjálfu sér aukaatriði, enda er sjaldan hægt að ræða gæði bókmennta nema á huglægan hátt og oft er það jafnvel bundið tíðaranda. Viðbrögð sumra vel þekktra radda í bókmenntageiranum voru því miður af öðrum meiði. Einn verðlaunahöfundur uppnefndi rýnandann „pungrottu“ og annar gaf í skyn að hann hataði aðra skáldkonuna á sama tíma og hann dreymdi um að sofa hjá henni. Okkur fannst afar leitt að sjá þessa höfunda tjá skoðun sína með þessum hætti, enda berum við ómælda virðingu fyrir þeim og skrifum þeirra. Áður höfum við gagnrýnt yfirborðskennda bókmenntaumræðu Íslands og þá leiðu staðreynd að meirihluti bókaútgáfu sé ávallt sömu tvo mánuðina rétt fyrir jól. Það að bókadómar birtist einna helst á sama tíma fyllir umræðuna af upphrópunum og innihaldsrýrum stjörnudómum, en tímapressan verður of mikil fyrir bæði rithöfunda og gagnrýnendur til að virkilegt samtal geti átt sér stað. Í þessu samhengi geta rithöfundar og bókaforlög verið eins og hver annar hagsmunahópur sem ekki þolir gagnrýna umræðu um sig sjálfan, sama á hvaða forsendum hún byggir. Það er aldrei auðvelt að heyra að einhverjum mislíki það sem maður hefur skrifað, en þann fyrsta í aðventu er meira í húfi. Í hita leiksins virðist jafnvel allt í húfi.Landlægt mein? Hörð viðbrögð við gagnrýni einkenna ekki bara umræðu um bókmenntir. Eftirminnilegt er þegar Jón Viðar Jónsson var bannfærður úr Borgarleikhúsinu fyrir að gagnrýna listræna stefnu þess. Alvarlegri dæmi er þó að finna í Íslandssögunni. Fram til ársins 1994 var gagnrýni á embættismenn bönnuð með lögum ef hún þótti ókurteisleg, og gat varðað þriggja ára fangelsisdómi fyrir að benda á, meðal annars, lögregluofbeldi. Það þurfti dóm frá Mannréttindadómstóli Evrópu til að hnekkja þessum ólögum, líkt og hann hnekkir nú ítrekað meiðyrðamálum sem höfðuð eru gegn fjölmiðlafólki. Er þetta óþol við gagnrýninni umræðu mögulega landlægt mein? Að minnsta kosti virðist erfitt hér á landi að nálgast umræðuna á faglegum forsendum án þess að blanda persónum inn í hana. Ef það er eitthvað sem við þurfum að læra hér á landi þegar að umræðu kemur er að við þurfum ekki að skipa okkur í lið. Gagnrýni er nefnilega ekki persónuleg árás rýnanda á höfund og hún er ekki hlægilegt hjal í leiðindapúkum. Þetta er ekki við á móti þeim. Munum að þeim sem fjalla um bókmenntir er jafn annt um þær og þeim sem þær skrifa. Eins og Roland Barthes var tíðrætt um er höfundurinn dauður. Er ekki tími til kominn að við sýnum gagnrýnandanum sömu virðingu? Að við leyfum honum líka að hvíla í friði. Í kjölfar þessara margumræddu dóma glutraðist niður gott tækifæri til að hefja góða og haldbæra umræðu um viðkomandi bækur. Látum það ekki gerast aftur. Ræðum saman og tökumst á um bókmenntirnar, um innihald textans, rökin og fagurfræðina, ekki um ímyndaðar fýsnir eða slúðursögur. Ræðum saman af ástríðu, kjarki og rökfestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Á dögunum birtust ritdómar Björns Þórs Vilhjálmssonar um bækurnar Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og KOK eftir Kristínu Eiríksdóttur. Ollu dómarnir miklu fjaðrafoki. Fyrir þá sem ekki eru kunnir íslenskri umræðuhefð kann að vera erfitt að skilja hin hörðu viðbrögð sem þeir framkölluðu, enda var um að ræða yfirvegaða, rökstudda skoðun rýnanda á verkunum þar sem rætt var um stíl og frásagnarmáta bókanna. Hvort sem fólk kann að vera sammála niðurstöðu dómanna eður ei er í sjálfu sér aukaatriði, enda er sjaldan hægt að ræða gæði bókmennta nema á huglægan hátt og oft er það jafnvel bundið tíðaranda. Viðbrögð sumra vel þekktra radda í bókmenntageiranum voru því miður af öðrum meiði. Einn verðlaunahöfundur uppnefndi rýnandann „pungrottu“ og annar gaf í skyn að hann hataði aðra skáldkonuna á sama tíma og hann dreymdi um að sofa hjá henni. Okkur fannst afar leitt að sjá þessa höfunda tjá skoðun sína með þessum hætti, enda berum við ómælda virðingu fyrir þeim og skrifum þeirra. Áður höfum við gagnrýnt yfirborðskennda bókmenntaumræðu Íslands og þá leiðu staðreynd að meirihluti bókaútgáfu sé ávallt sömu tvo mánuðina rétt fyrir jól. Það að bókadómar birtist einna helst á sama tíma fyllir umræðuna af upphrópunum og innihaldsrýrum stjörnudómum, en tímapressan verður of mikil fyrir bæði rithöfunda og gagnrýnendur til að virkilegt samtal geti átt sér stað. Í þessu samhengi geta rithöfundar og bókaforlög verið eins og hver annar hagsmunahópur sem ekki þolir gagnrýna umræðu um sig sjálfan, sama á hvaða forsendum hún byggir. Það er aldrei auðvelt að heyra að einhverjum mislíki það sem maður hefur skrifað, en þann fyrsta í aðventu er meira í húfi. Í hita leiksins virðist jafnvel allt í húfi.Landlægt mein? Hörð viðbrögð við gagnrýni einkenna ekki bara umræðu um bókmenntir. Eftirminnilegt er þegar Jón Viðar Jónsson var bannfærður úr Borgarleikhúsinu fyrir að gagnrýna listræna stefnu þess. Alvarlegri dæmi er þó að finna í Íslandssögunni. Fram til ársins 1994 var gagnrýni á embættismenn bönnuð með lögum ef hún þótti ókurteisleg, og gat varðað þriggja ára fangelsisdómi fyrir að benda á, meðal annars, lögregluofbeldi. Það þurfti dóm frá Mannréttindadómstóli Evrópu til að hnekkja þessum ólögum, líkt og hann hnekkir nú ítrekað meiðyrðamálum sem höfðuð eru gegn fjölmiðlafólki. Er þetta óþol við gagnrýninni umræðu mögulega landlægt mein? Að minnsta kosti virðist erfitt hér á landi að nálgast umræðuna á faglegum forsendum án þess að blanda persónum inn í hana. Ef það er eitthvað sem við þurfum að læra hér á landi þegar að umræðu kemur er að við þurfum ekki að skipa okkur í lið. Gagnrýni er nefnilega ekki persónuleg árás rýnanda á höfund og hún er ekki hlægilegt hjal í leiðindapúkum. Þetta er ekki við á móti þeim. Munum að þeim sem fjalla um bókmenntir er jafn annt um þær og þeim sem þær skrifa. Eins og Roland Barthes var tíðrætt um er höfundurinn dauður. Er ekki tími til kominn að við sýnum gagnrýnandanum sömu virðingu? Að við leyfum honum líka að hvíla í friði. Í kjölfar þessara margumræddu dóma glutraðist niður gott tækifæri til að hefja góða og haldbæra umræðu um viðkomandi bækur. Látum það ekki gerast aftur. Ræðum saman og tökumst á um bókmenntirnar, um innihald textans, rökin og fagurfræðina, ekki um ímyndaðar fýsnir eða slúðursögur. Ræðum saman af ástríðu, kjarki og rökfestu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar