Af bókmenntaumræðu Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Á dögunum birtust ritdómar Björns Þórs Vilhjálmssonar um bækurnar Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og KOK eftir Kristínu Eiríksdóttur. Ollu dómarnir miklu fjaðrafoki. Fyrir þá sem ekki eru kunnir íslenskri umræðuhefð kann að vera erfitt að skilja hin hörðu viðbrögð sem þeir framkölluðu, enda var um að ræða yfirvegaða, rökstudda skoðun rýnanda á verkunum þar sem rætt var um stíl og frásagnarmáta bókanna. Hvort sem fólk kann að vera sammála niðurstöðu dómanna eður ei er í sjálfu sér aukaatriði, enda er sjaldan hægt að ræða gæði bókmennta nema á huglægan hátt og oft er það jafnvel bundið tíðaranda. Viðbrögð sumra vel þekktra radda í bókmenntageiranum voru því miður af öðrum meiði. Einn verðlaunahöfundur uppnefndi rýnandann „pungrottu“ og annar gaf í skyn að hann hataði aðra skáldkonuna á sama tíma og hann dreymdi um að sofa hjá henni. Okkur fannst afar leitt að sjá þessa höfunda tjá skoðun sína með þessum hætti, enda berum við ómælda virðingu fyrir þeim og skrifum þeirra. Áður höfum við gagnrýnt yfirborðskennda bókmenntaumræðu Íslands og þá leiðu staðreynd að meirihluti bókaútgáfu sé ávallt sömu tvo mánuðina rétt fyrir jól. Það að bókadómar birtist einna helst á sama tíma fyllir umræðuna af upphrópunum og innihaldsrýrum stjörnudómum, en tímapressan verður of mikil fyrir bæði rithöfunda og gagnrýnendur til að virkilegt samtal geti átt sér stað. Í þessu samhengi geta rithöfundar og bókaforlög verið eins og hver annar hagsmunahópur sem ekki þolir gagnrýna umræðu um sig sjálfan, sama á hvaða forsendum hún byggir. Það er aldrei auðvelt að heyra að einhverjum mislíki það sem maður hefur skrifað, en þann fyrsta í aðventu er meira í húfi. Í hita leiksins virðist jafnvel allt í húfi.Landlægt mein? Hörð viðbrögð við gagnrýni einkenna ekki bara umræðu um bókmenntir. Eftirminnilegt er þegar Jón Viðar Jónsson var bannfærður úr Borgarleikhúsinu fyrir að gagnrýna listræna stefnu þess. Alvarlegri dæmi er þó að finna í Íslandssögunni. Fram til ársins 1994 var gagnrýni á embættismenn bönnuð með lögum ef hún þótti ókurteisleg, og gat varðað þriggja ára fangelsisdómi fyrir að benda á, meðal annars, lögregluofbeldi. Það þurfti dóm frá Mannréttindadómstóli Evrópu til að hnekkja þessum ólögum, líkt og hann hnekkir nú ítrekað meiðyrðamálum sem höfðuð eru gegn fjölmiðlafólki. Er þetta óþol við gagnrýninni umræðu mögulega landlægt mein? Að minnsta kosti virðist erfitt hér á landi að nálgast umræðuna á faglegum forsendum án þess að blanda persónum inn í hana. Ef það er eitthvað sem við þurfum að læra hér á landi þegar að umræðu kemur er að við þurfum ekki að skipa okkur í lið. Gagnrýni er nefnilega ekki persónuleg árás rýnanda á höfund og hún er ekki hlægilegt hjal í leiðindapúkum. Þetta er ekki við á móti þeim. Munum að þeim sem fjalla um bókmenntir er jafn annt um þær og þeim sem þær skrifa. Eins og Roland Barthes var tíðrætt um er höfundurinn dauður. Er ekki tími til kominn að við sýnum gagnrýnandanum sömu virðingu? Að við leyfum honum líka að hvíla í friði. Í kjölfar þessara margumræddu dóma glutraðist niður gott tækifæri til að hefja góða og haldbæra umræðu um viðkomandi bækur. Látum það ekki gerast aftur. Ræðum saman og tökumst á um bókmenntirnar, um innihald textans, rökin og fagurfræðina, ekki um ímyndaðar fýsnir eða slúðursögur. Ræðum saman af ástríðu, kjarki og rökfestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtust ritdómar Björns Þórs Vilhjálmssonar um bækurnar Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og KOK eftir Kristínu Eiríksdóttur. Ollu dómarnir miklu fjaðrafoki. Fyrir þá sem ekki eru kunnir íslenskri umræðuhefð kann að vera erfitt að skilja hin hörðu viðbrögð sem þeir framkölluðu, enda var um að ræða yfirvegaða, rökstudda skoðun rýnanda á verkunum þar sem rætt var um stíl og frásagnarmáta bókanna. Hvort sem fólk kann að vera sammála niðurstöðu dómanna eður ei er í sjálfu sér aukaatriði, enda er sjaldan hægt að ræða gæði bókmennta nema á huglægan hátt og oft er það jafnvel bundið tíðaranda. Viðbrögð sumra vel þekktra radda í bókmenntageiranum voru því miður af öðrum meiði. Einn verðlaunahöfundur uppnefndi rýnandann „pungrottu“ og annar gaf í skyn að hann hataði aðra skáldkonuna á sama tíma og hann dreymdi um að sofa hjá henni. Okkur fannst afar leitt að sjá þessa höfunda tjá skoðun sína með þessum hætti, enda berum við ómælda virðingu fyrir þeim og skrifum þeirra. Áður höfum við gagnrýnt yfirborðskennda bókmenntaumræðu Íslands og þá leiðu staðreynd að meirihluti bókaútgáfu sé ávallt sömu tvo mánuðina rétt fyrir jól. Það að bókadómar birtist einna helst á sama tíma fyllir umræðuna af upphrópunum og innihaldsrýrum stjörnudómum, en tímapressan verður of mikil fyrir bæði rithöfunda og gagnrýnendur til að virkilegt samtal geti átt sér stað. Í þessu samhengi geta rithöfundar og bókaforlög verið eins og hver annar hagsmunahópur sem ekki þolir gagnrýna umræðu um sig sjálfan, sama á hvaða forsendum hún byggir. Það er aldrei auðvelt að heyra að einhverjum mislíki það sem maður hefur skrifað, en þann fyrsta í aðventu er meira í húfi. Í hita leiksins virðist jafnvel allt í húfi.Landlægt mein? Hörð viðbrögð við gagnrýni einkenna ekki bara umræðu um bókmenntir. Eftirminnilegt er þegar Jón Viðar Jónsson var bannfærður úr Borgarleikhúsinu fyrir að gagnrýna listræna stefnu þess. Alvarlegri dæmi er þó að finna í Íslandssögunni. Fram til ársins 1994 var gagnrýni á embættismenn bönnuð með lögum ef hún þótti ókurteisleg, og gat varðað þriggja ára fangelsisdómi fyrir að benda á, meðal annars, lögregluofbeldi. Það þurfti dóm frá Mannréttindadómstóli Evrópu til að hnekkja þessum ólögum, líkt og hann hnekkir nú ítrekað meiðyrðamálum sem höfðuð eru gegn fjölmiðlafólki. Er þetta óþol við gagnrýninni umræðu mögulega landlægt mein? Að minnsta kosti virðist erfitt hér á landi að nálgast umræðuna á faglegum forsendum án þess að blanda persónum inn í hana. Ef það er eitthvað sem við þurfum að læra hér á landi þegar að umræðu kemur er að við þurfum ekki að skipa okkur í lið. Gagnrýni er nefnilega ekki persónuleg árás rýnanda á höfund og hún er ekki hlægilegt hjal í leiðindapúkum. Þetta er ekki við á móti þeim. Munum að þeim sem fjalla um bókmenntir er jafn annt um þær og þeim sem þær skrifa. Eins og Roland Barthes var tíðrætt um er höfundurinn dauður. Er ekki tími til kominn að við sýnum gagnrýnandanum sömu virðingu? Að við leyfum honum líka að hvíla í friði. Í kjölfar þessara margumræddu dóma glutraðist niður gott tækifæri til að hefja góða og haldbæra umræðu um viðkomandi bækur. Látum það ekki gerast aftur. Ræðum saman og tökumst á um bókmenntirnar, um innihald textans, rökin og fagurfræðina, ekki um ímyndaðar fýsnir eða slúðursögur. Ræðum saman af ástríðu, kjarki og rökfestu.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun