Innlent

Ævintýramaðurinn heldur áfram þrátt fyrir fall félaga hans niður Grímsfjall

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hylkið sem Bellini ætlar sér að dvelja í á Grænlandsjökli
Hylkið sem Bellini ætlar sér að dvelja í á Grænlandsjökli Mynd/Alex Bellini
Ævintýramaðurinn Alex Bellini mun halda áfram göngu sinni yfir Vatnajökul þrátt fyrir að ferðafélagi hans hafi fallið um 350 til 400 metra niður Grímsfjall ofan í einn af kötlum Grímsvatna fyrr í dag.

Bellini hefur undanfarna daga gengið yfir Vatnajökul ásamt félaga sínum. Er það liður í undirbúningi verkefnis þar sem hann hyggst vorið 2018 taka sér bólfestu í björgunarhylki sem verður komið fyrir í rekís úr jöklum Grænlands líkt og Fréttablaðið greindi frá.

Í frétt á vef mbl.is er greint frá því ferðafélagi Bellini hafi verið sá sem féll niður Grímsfjall en í fyrstu var talið að hann hefði fallið í sprungu. 

Grímsfjall.Loftmyndir
„Beint vestan megin við Grímsfjall eru katlarnir í Grímsvötnun. Það er mjög bratt niður af fjallinu niður í katlana og hann fellur þar beint niður,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, í samtali við Vísi.

Fallið var um 350-400 metrar og að sögn Jónasar hafa orðið keimlík slys á þessum slóðum áður.

„Þetta er mjög bratt og gerist mjög hratt þegar menn ferðast þarna í þoku,“ segir Jónas

Maðurinn slasaðist ekki alvarlega og er nú á leið til byggða með björgunarsveitarmönnum. Ekkert amar þó að Bellini sem mun að sögn Jónasar halda ferð sinni áfram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×