Lífið

Ævintýraleg hárgreiðslubók væntanleg

Marín Manda skrifar
Börnin stóðu sig með prýði í myndatökunni eins og sjá má á þessari mynd.
Börnin stóðu sig með prýði í myndatökunni eins og sjá má á þessari mynd.
Lífið kíkti á  bak við tjöldin í myndatökunni fyrir nýja hárbók sem kemur út fyrir jólin.



„Við skiptum leikmyndunum í árstíðirnar fjórar og við fórum alveg alla leið með snjóvél og annað skemmtilegt. Svo fengum við svo góð viðbrögð frá fólki og verslunum sem hjálpuðu okkur. Þær hjá Ígló og Beroma voru ótrúlega liðlegar að aðstoða okkur með flíkur á krakkana en við vorum með í kringum fimmtíu krakka sem módel,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur hárbókarinnar sem er væntanleg fyrir jólin.

Saga Sig tók ljósmyndirnar fyrir bókina og segist Theodóra Mjöll vera himinlifandi með útkomuna. Þrátt fyrir að bókin sé einna helst fyrir stúlkur voru strákar einnig fengnir með í myndatökuna. Theodóra Mjöll segir módelin, sem voru á aldrinum 2-12 ára, hafa staðið sig stórkostlega innan um dýrin á settinu.

Þar var að finna hunda, páfagauk og kanínu, sem vakti mikla lukku. „Bókin verður ævintýraleg sögubók jafnframt því að vera kennslubók. Þetta verður bók sem gaman er að taka með upp í rúm á kvöldin til að glugga í,“ segir Theodóra Mjöll að lokum.

Strákarnir hjálpuðu til á settinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×