Ætlar að smíða fljótandi vatnsverksmiðju Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Skipið yrði á stærð við stórt skemmtiferðaskip, um 105 þúsund tonn, 50 metra breitt og 217 metra langt. Skipatækni í Reykjavík hefur séð um hönnun skipsins. Mynd/IcelandicWaterLine Fyrirtækið Icelandic Water Line ætlar að smíða 105 þúsund tonna vatnsverksmiðjuskip og hefja útflutning á íslensku vatni. „Við erum að vinna úr ákveðnum tilboðum sem borist hafa bæði hvað varðar fjármögnun verkefnisins og smíði skipsins,“ segir Kjartan Ragnarsson, stjórnarmaður og annar tveggja stofnenda Icelandic Water Line. Kjartan og Ómar Már Jónsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, stofnuðu Icelandic Water Line árið 2009. Þeir hafa tryggt sér vatn af Snæfellsnesi til framleiðslunnar. Skipið á að geta flutt um 75 milljónir lítra í einni ferð og stefnt er að sjósetningu innan fjögurra ára. Vatninu verður tappað á flöskur um borð og flutt á markaði erlendis. Einnig verður þar plastverksmiðja sem mun framleiða flöskurnar, tappa og aðrar umbúðir. Kjartan segist ekki geta gefið upp heildarkostnað verkefnisins en segir fyrirtækið eiga í viðræðum um kostnað við smíði skipsins. „Við erum búin að ráða mjög öflugt fyrirtæki í Bandaríkjunum sem mun sjá um markaðssetningu á okkar vöru,“ segir Kjartan. Framleiðsla skipsins yrði að hans sögn seld undir merkjum Icelandic Water Line og annarra vatnsdreifingaraðila. Skipið gæti að sögn Kjartans lækkað framleiðslu- og flutningskostnað verulega. Hann fullyrðir einnig að ekkert skip geti nýtt afgangsorku betur. „Skipið mun nýta alla afgangsorku til framleiðslunnar í formi varmaorku frá aflvélum þess. Um borð verða fjölmargar framleiðslulínur sem taka mikla orku og þess vegna hefur skipið möguleika á að nýta þessa orku sem er ekki nýtt í öðrum skipum nema að litlu leyti,“ segir Kjartan. Hann gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði skráð í Kauphöllina, Nasdaq OMX Iceland, þremur árum eftir sjósetningu. Kjartan kynnti verkefnið á lokuðum fundi fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem Kauphöllin hélt í Hörpu í maí. „Fundurinn var mjög vel heppnaður. Þar kynntum við okkar áform sem við munum kynna íslensku þjóðinni á næstu mánuðum.“ Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Fyrirtækið Icelandic Water Line ætlar að smíða 105 þúsund tonna vatnsverksmiðjuskip og hefja útflutning á íslensku vatni. „Við erum að vinna úr ákveðnum tilboðum sem borist hafa bæði hvað varðar fjármögnun verkefnisins og smíði skipsins,“ segir Kjartan Ragnarsson, stjórnarmaður og annar tveggja stofnenda Icelandic Water Line. Kjartan og Ómar Már Jónsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, stofnuðu Icelandic Water Line árið 2009. Þeir hafa tryggt sér vatn af Snæfellsnesi til framleiðslunnar. Skipið á að geta flutt um 75 milljónir lítra í einni ferð og stefnt er að sjósetningu innan fjögurra ára. Vatninu verður tappað á flöskur um borð og flutt á markaði erlendis. Einnig verður þar plastverksmiðja sem mun framleiða flöskurnar, tappa og aðrar umbúðir. Kjartan segist ekki geta gefið upp heildarkostnað verkefnisins en segir fyrirtækið eiga í viðræðum um kostnað við smíði skipsins. „Við erum búin að ráða mjög öflugt fyrirtæki í Bandaríkjunum sem mun sjá um markaðssetningu á okkar vöru,“ segir Kjartan. Framleiðsla skipsins yrði að hans sögn seld undir merkjum Icelandic Water Line og annarra vatnsdreifingaraðila. Skipið gæti að sögn Kjartans lækkað framleiðslu- og flutningskostnað verulega. Hann fullyrðir einnig að ekkert skip geti nýtt afgangsorku betur. „Skipið mun nýta alla afgangsorku til framleiðslunnar í formi varmaorku frá aflvélum þess. Um borð verða fjölmargar framleiðslulínur sem taka mikla orku og þess vegna hefur skipið möguleika á að nýta þessa orku sem er ekki nýtt í öðrum skipum nema að litlu leyti,“ segir Kjartan. Hann gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði skráð í Kauphöllina, Nasdaq OMX Iceland, þremur árum eftir sjósetningu. Kjartan kynnti verkefnið á lokuðum fundi fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem Kauphöllin hélt í Hörpu í maí. „Fundurinn var mjög vel heppnaður. Þar kynntum við okkar áform sem við munum kynna íslensku þjóðinni á næstu mánuðum.“
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira