Viðskipti innlent

Ætla ekki að selja virkjun

Haraldur Guðmundsson skrifar
„Ég get einungis talað fyrir sjálfan mig og ég sé enga ástæðu til að selja þetta og mun ekki samþykkja það,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um kauptilboð einkahlutafélagsins MJDB í eignarhlut Reykjavíkurborgar í Hellisheiðarvirkjun.

Björn segir að tilboðið verði rætt í borgarráði í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði í gær í samtali við fréttastofu RÚV að Orkuveita Reykjavíkur sé ekki til sölu. Tilefnið var frétt Fréttablaðsins um tilboð MJDB í eignarhluti Reykjavíkur, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar í Hellisheiðarvirkjun.

„Kjarni málsins er að Orkuveitan er ekki til sölu. Það er beðið um trúnað á tilboðinu en það er enginn trúnaður á þessari skoðun minni að Orkuveitan er ekki til sölu,“ segir Dagur B. í samtali við Fréttablaðið.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Vill kaupa Hellisheiðarvirkjun

MJDB ehf. sendi Reykjavík, Akranesi og Borgarbyggð tilboð í Hellisheiðarvirkjun. Félagið er í eigu íslensks framkvæmdastjóra America Renewables í Kaliforníu. Bókfært virði þriggja virkjana ON nemur um 107 milljörðum króna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×