Innlent

Ætla að krossa Ísland í sumar

Svifið yfir Góa á Indlandi.
Svifið yfir Góa á Indlandi.
Áslaug Rán Einarsdóttir og Aníta Hafdís Björnsdóttir ætla í sumar að svífa yfir Ísland þvert og endilangt á svifvængjum. Þær eru engir nýgræðingar í svifinu, hafa ferðast um alla Asíu, Miðjarðarhafslöndin og Norður-Afríku og brugðið á sig vængjunum við hvert tækifæri. Svifið helga þær kvenfrelsi, þar sem engin tilfinning nálgast þá frelsistilfinningu sem svifið á vængjunum veitir, að sögn Áslaugar Ránar.

Áætlað er að ferðin yfir Ísland hefjist um miðbik sumars og verður hægt að fylgja þeim stöllum eftir á vefslóðinni theflyingeffect.com.- fsb / sjá allt í miðju blaðsins



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×