Körfubolti

Ægir og félagar einum sigri frá lokaúrslitunum eftir tvo sigra í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson
Ægir Þór Steinarsson Vísir/Hanna
Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í Penas Huesca liðinu eru komnir í 2-1 á móti Burgos í úrslitakeppninni um laust sæti í spænsku ACB-deildinni.

Penas Huesca vann leikinn í kvöld með tólf stiga mun, 83-71, en spilað var á heimavelli liðsins.

Burgos vann fyrsta leikinn 78-76 en Penas Huesca hefur síðan svarað með tveimur sigurleikjum í röð og vantar því bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér í lokaúrslitunum.

Það lið sem vinnur úrslitakeppnina fer upp í ACB-deildina ásamt Quesos Cerrato Palencia sem vann deildarkeppnina.

Ægir Þór Steinarsson var með 7 stig, 1 frákast og 1 stoðsendingu á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum í kvöld. Ægir hitti úr 2 af 4 skotum sínum utan af velli og báðum vítunum.

Penas Huesca vann fyrsta leikhlutann 22-18 og var síðan sex stigum yfir í hálfleik, 44-38. minnkaði muninn í tvö stig fyrir lokaleikhlutann, 59-57, en Penas Huesca var mun sterkara í fjórða leikhlutanum sem liðið vann með tíu stigum, 24-14.

Ægir Þór er með 9,1 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en var með 7,0 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim sjö leikjum sem hann spilaði í deildarkeppninni.

Tengdar fréttir

Sjáið lið Snæfells og KR vinna bikarana í draugsýn

Hörður Tulinius á karfan.is var á bikarúrslitadegi körfuboltans í Laugardalshöllinni á dögunum og hann hefur nú sett saman tvö mögnuð myndbönd úr bikarúrslitaleikjum karla og kvenna.

Það small allt saman hjá okkur

KR varð Íslandsmeistari í körfubolta þriðja árið í röð eftir sigur á Haukum í gær. KR vinnur því tvöfalt í ár og er óumdeildur risi í íslenskum körfubolta. Helgi Már Magnússon fékk fullkominn endi á ferilinn.

KR missir Ægi Þór til Spánar

Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Íslands- og bikarmeistara KR, hefur samið við spænska liðið CB Penas Huesca og mun því ekki klára tímabilið með Íslands- og bikarmeisturum KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×