Æfir sig í að breytast Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. október 2013 10:00 Eva Rún yrkir um Neðra Breiðholtið í bók sinni Heimsendir fylgir þér alla ævi. Fréttablaðið/Stefán Heimsendir fylgir þér alla ævi er fyrsta ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur, sem þekkt er fyrir starf sitt með Framandverkaflokknum Kviss búmm bang. Ljóðin fjalla um uppvaxtar- og unglingsár Evu Rúnar í Neðra Breiðholtinu séð með fullorðinsgleraugunum. Fræinu að bókinni var hugsanlega sáð þegar hún var 15 ára og faðir hennar sagði við foreldravaktina, þegar hún bankaði upp á að safna mannafla, að það væri nauðsynlegt hverjum unglingi að fá að alast upp í sjoppunni. „Ljóðin í þessari bók byrjuðu að streyma til mín þegar ég kom heim eftir að hafa búið erlendis,“ segir Eva Rún spurð um tilurð ljóðanna í bókinni. „Ég kom heim í hverfið mitt sem er Neðra Breiðholtið þar sem allt er aflokað að skandinavískri fyrirmynd og ég fór að velta fyrir mér þessu samfélagi og því sem ég hafði vanist þar. Allt í einu kom nýtt ljós á það sem var svo hversdagslegt og venjulegt og þá varð það mjög sérkennilegt, dramatískt og sorglegt. Það leit dálítið öðruvísi út þegar maður horfði á það með fullorðinsgleraugunum heldur en sem barn. Með fullorðinsgleraugum á ég við þegar maður hefur áttað sig á því að margt sem maður lærir í uppeldinu, gildi, viðmið, reglur verður til þess að maður þarf að bera þungann af alls konar skrýtnum uppfinningum fullorðinna.“ Eva Rún segist hafa skrifað ljóð síðan hún man eftir sér, en hún hafi alls ekki viljað að nokkur vissi af því. „Mér fannst það rosalega mikið feimnismál að skrifa ljóð, það þótti ekki töff í Breiðholtinu. En eftir að ég var búin að vinna við list árum saman og skrifa alls konar texta þá uppgötvaði ég að það er í rauninni af sama meiði. Ljóðaskrifin eru bara pínu fínstilling á því sem ég hef verið að gera með Kviss búmm bang. Ég er alltaf að vinna með texta, myndir og gjörðir, þannig að það er mjög tengt og eiginlega eru ljóðin bara „eðlilegt“ framhald af því.“ En ef það var hallærislegt að skrifa ljóð í Breiðholtinu á þínum unglingsárum, hvað var þá töff? „Það var svolítið töff að spila handbolta og sækja diskótek. Maður tók bara þátt í einhverju leikriti eins og hinir.“ Þótt Eva Rún segi ljóðagerðina eðlilegt framhald af því sem hún hefur verið að gera í leiklistinni viðurkennir hún að það sé svolítið erfitt að axla nýjan titil. „Mér finnst dálítið erfitt að koma allt í einu út sem ljóðskáld en ég er reyndar alltaf að æfa mig í að breytast. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir því að við séum gagnkynhneigð og ekki ljóðskáld. Við þurfum að vera að brjótast út úr boxum og kössum alla ævina. Mér finnst gott að líta á það þannig að maður sé aldrei orðinn neitt, við getum alltaf breyst, skipt um skoðun, snúið við. Við lifum í svo týpumiðuðu samfélagi, við þurfum að vera á varðbergi svo að okkur dagi ekki bara uppi sem einhverja „svona“ týpu. Ég held ég byrji aftur í handboltanum bráðum.“ Menning Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina Sjá meira
Heimsendir fylgir þér alla ævi er fyrsta ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur, sem þekkt er fyrir starf sitt með Framandverkaflokknum Kviss búmm bang. Ljóðin fjalla um uppvaxtar- og unglingsár Evu Rúnar í Neðra Breiðholtinu séð með fullorðinsgleraugunum. Fræinu að bókinni var hugsanlega sáð þegar hún var 15 ára og faðir hennar sagði við foreldravaktina, þegar hún bankaði upp á að safna mannafla, að það væri nauðsynlegt hverjum unglingi að fá að alast upp í sjoppunni. „Ljóðin í þessari bók byrjuðu að streyma til mín þegar ég kom heim eftir að hafa búið erlendis,“ segir Eva Rún spurð um tilurð ljóðanna í bókinni. „Ég kom heim í hverfið mitt sem er Neðra Breiðholtið þar sem allt er aflokað að skandinavískri fyrirmynd og ég fór að velta fyrir mér þessu samfélagi og því sem ég hafði vanist þar. Allt í einu kom nýtt ljós á það sem var svo hversdagslegt og venjulegt og þá varð það mjög sérkennilegt, dramatískt og sorglegt. Það leit dálítið öðruvísi út þegar maður horfði á það með fullorðinsgleraugunum heldur en sem barn. Með fullorðinsgleraugum á ég við þegar maður hefur áttað sig á því að margt sem maður lærir í uppeldinu, gildi, viðmið, reglur verður til þess að maður þarf að bera þungann af alls konar skrýtnum uppfinningum fullorðinna.“ Eva Rún segist hafa skrifað ljóð síðan hún man eftir sér, en hún hafi alls ekki viljað að nokkur vissi af því. „Mér fannst það rosalega mikið feimnismál að skrifa ljóð, það þótti ekki töff í Breiðholtinu. En eftir að ég var búin að vinna við list árum saman og skrifa alls konar texta þá uppgötvaði ég að það er í rauninni af sama meiði. Ljóðaskrifin eru bara pínu fínstilling á því sem ég hef verið að gera með Kviss búmm bang. Ég er alltaf að vinna með texta, myndir og gjörðir, þannig að það er mjög tengt og eiginlega eru ljóðin bara „eðlilegt“ framhald af því.“ En ef það var hallærislegt að skrifa ljóð í Breiðholtinu á þínum unglingsárum, hvað var þá töff? „Það var svolítið töff að spila handbolta og sækja diskótek. Maður tók bara þátt í einhverju leikriti eins og hinir.“ Þótt Eva Rún segi ljóðagerðina eðlilegt framhald af því sem hún hefur verið að gera í leiklistinni viðurkennir hún að það sé svolítið erfitt að axla nýjan titil. „Mér finnst dálítið erfitt að koma allt í einu út sem ljóðskáld en ég er reyndar alltaf að æfa mig í að breytast. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir því að við séum gagnkynhneigð og ekki ljóðskáld. Við þurfum að vera að brjótast út úr boxum og kössum alla ævina. Mér finnst gott að líta á það þannig að maður sé aldrei orðinn neitt, við getum alltaf breyst, skipt um skoðun, snúið við. Við lifum í svo týpumiðuðu samfélagi, við þurfum að vera á varðbergi svo að okkur dagi ekki bara uppi sem einhverja „svona“ týpu. Ég held ég byrji aftur í handboltanum bráðum.“
Menning Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina Sjá meira