Erlent

Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega hálfri milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu og er þetta ætlað til aðstoðar á erfiðum tímum aðstandenda. Ásamt þessu útvegar flugfélagið aðstandendum flugi til og frá Úkraínu, áfallahjálp, hótelgistingu og mat. 

Þá var jafnframt tilkynnt að fjárveitingin muni ekki dragast frá né hafa áhrif á aðrar skaðabætur aðstandenda seinna meir, né hafa áhrif á lagalegan rétt þeirra.

298 farþegar létust þegar vél Malaysia airlines var grandað í austurhluta Úkraínu síðastliðinn fimmtudag. Það er annað stórslys flugfélagsins á skömmum tíma, en hinn áttunda mars síðastliðinn hvarf farþegavél MH370 sporlaust yfir Indlandshafi. 239 manns voru í þeirri vél, sem þýðir að 534 hafa týnt lífi í tveimur flugum á vegum flugfélagsins á innan við hálfu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×