Erlent

Aðskilnaðarsinnar sleppa föngum

Visir/AFP
Rúmlega sjötíu úkraínskum stjórnarhermönnum var í gær sleppt úr haldi aðskilnaðarsinna í borginni Dónetsk, höfuðvígi uppreisnarmanna í landinu. Vopnahléið sem samið var um á dögunum virðist því halda nokkurn veginn en lausn hermannanna var einn liðurinn í vopnahléssamningunum.

Bardagar hafa þó blossað upp hér og þar allt frá því vopnahléið gekk í gildi og í Dónetsk rigndi sprengjum í nokkrum hverfum í gærkvöldi. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa sagði í viðtali í gærkvöldi að þrátt fyrir bardaga hér og þar virðist sem vopnahléið haldi í meginatriðum og að Rússar vinni nú að því að koma á langtímafriði á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×