ADHD-teymi Landspítalans verður lagt niður Hjörtur Hjartarson skrifar 7. október 2014 19:32 Ekki fæst fjárveiting fyrir ADHD-teymi Landspítalans í nýju fjárlagafrumvarpi sem þýðir að leggja verður það niður. Árlegur kostnaður teymisins er fjörutíu milljónir króna. Sérfræðingur í sjúkdómnum segir að það komi til með að reynast samfélaginu mun dýrara að hjálpa ekki þeim sem þjást af ADHD. ADHD teymi Landspítalans var komið á fót í mars í fyrra í tíð Guðbjartar Hannessonar, þáverandi heilbrigðisráðherra. Því er ætlað að stuðla að markvissari greiningum og meðferð fullorðinna með ADHD á Íslandi og að vera opinberum stofnunum til ráðgjafar varðandi þennan málaflokk. Í nýlegri skýrslu á úttekt verkefnis segir að ríkuleg þörf sé á starfseminni. Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er engu að síður ekki gert ráð fyrir áframhaldandi fjárveitingu teymisins. „Þetta er mjög vönduð og fagleg vinna,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala Íslands. „Það er búið að leggja mikla vinnu í að mennta og þjálfa starfsmenn teymisins. Þannig að við erum mjög stolt af þessari vinnu.“ Um sex hundruð manns eru á biðlista eftir því að fá greiningu. María segir að um 55 prósent þeirra sem teymið hefur tekið til skoðunar greinist með ADHD. Auðvelt er að meðhöndla sjúkdóminn en ávinningurinn er hinsvegar mikill, bæði fyrir einstaklinginn sem og þjóðfélagið. „Meðferð við ADHD er afar góð fjárfesting,“ segir Ari Tuckman sálfræðingur, en hann hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað þrjár bækur um sjúkdóminn og hefur ein þeirra verið þýdd á íslensku. Tuckman segir það mun kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að meðhöndla ekki einstaklinga með ADHD heldur en þær fjörutíu milljónir sem Landspítalateymið kostar á ári. „Fullorðið fólk með ADHD glímir gjarnan við yfirþyngd eða jafnvel offitu, það hefur of háa blóðfitu, mataræði þess er slæmt og það stundar litla líkamsrækt. Þetta hefur áhrif á kostnað við sykursýkismeðferð og meðferð við hjartasjúkdómum,“ segir Tuckman. ADHD samtökin á Íslandi hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. „Við neitum að trúa því að þetta verði niðurstaðan. Ég vil trúa því statt og stöðugt, miðað við reynsluna af teyminu að heilbrigðisráðherra eigi bara eftir að ganga í málið og klára það. Það er ekki kostur í okkar huga að teymið verði lagt niður,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna á Íslandi. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ekki fæst fjárveiting fyrir ADHD-teymi Landspítalans í nýju fjárlagafrumvarpi sem þýðir að leggja verður það niður. Árlegur kostnaður teymisins er fjörutíu milljónir króna. Sérfræðingur í sjúkdómnum segir að það komi til með að reynast samfélaginu mun dýrara að hjálpa ekki þeim sem þjást af ADHD. ADHD teymi Landspítalans var komið á fót í mars í fyrra í tíð Guðbjartar Hannessonar, þáverandi heilbrigðisráðherra. Því er ætlað að stuðla að markvissari greiningum og meðferð fullorðinna með ADHD á Íslandi og að vera opinberum stofnunum til ráðgjafar varðandi þennan málaflokk. Í nýlegri skýrslu á úttekt verkefnis segir að ríkuleg þörf sé á starfseminni. Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er engu að síður ekki gert ráð fyrir áframhaldandi fjárveitingu teymisins. „Þetta er mjög vönduð og fagleg vinna,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala Íslands. „Það er búið að leggja mikla vinnu í að mennta og þjálfa starfsmenn teymisins. Þannig að við erum mjög stolt af þessari vinnu.“ Um sex hundruð manns eru á biðlista eftir því að fá greiningu. María segir að um 55 prósent þeirra sem teymið hefur tekið til skoðunar greinist með ADHD. Auðvelt er að meðhöndla sjúkdóminn en ávinningurinn er hinsvegar mikill, bæði fyrir einstaklinginn sem og þjóðfélagið. „Meðferð við ADHD er afar góð fjárfesting,“ segir Ari Tuckman sálfræðingur, en hann hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað þrjár bækur um sjúkdóminn og hefur ein þeirra verið þýdd á íslensku. Tuckman segir það mun kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að meðhöndla ekki einstaklinga með ADHD heldur en þær fjörutíu milljónir sem Landspítalateymið kostar á ári. „Fullorðið fólk með ADHD glímir gjarnan við yfirþyngd eða jafnvel offitu, það hefur of háa blóðfitu, mataræði þess er slæmt og það stundar litla líkamsrækt. Þetta hefur áhrif á kostnað við sykursýkismeðferð og meðferð við hjartasjúkdómum,“ segir Tuckman. ADHD samtökin á Íslandi hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. „Við neitum að trúa því að þetta verði niðurstaðan. Ég vil trúa því statt og stöðugt, miðað við reynsluna af teyminu að heilbrigðisráðherra eigi bara eftir að ganga í málið og klára það. Það er ekki kostur í okkar huga að teymið verði lagt niður,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna á Íslandi.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira