ADHD-teymi Landspítalans verður lagt niður Hjörtur Hjartarson skrifar 7. október 2014 19:32 Ekki fæst fjárveiting fyrir ADHD-teymi Landspítalans í nýju fjárlagafrumvarpi sem þýðir að leggja verður það niður. Árlegur kostnaður teymisins er fjörutíu milljónir króna. Sérfræðingur í sjúkdómnum segir að það komi til með að reynast samfélaginu mun dýrara að hjálpa ekki þeim sem þjást af ADHD. ADHD teymi Landspítalans var komið á fót í mars í fyrra í tíð Guðbjartar Hannessonar, þáverandi heilbrigðisráðherra. Því er ætlað að stuðla að markvissari greiningum og meðferð fullorðinna með ADHD á Íslandi og að vera opinberum stofnunum til ráðgjafar varðandi þennan málaflokk. Í nýlegri skýrslu á úttekt verkefnis segir að ríkuleg þörf sé á starfseminni. Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er engu að síður ekki gert ráð fyrir áframhaldandi fjárveitingu teymisins. „Þetta er mjög vönduð og fagleg vinna,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala Íslands. „Það er búið að leggja mikla vinnu í að mennta og þjálfa starfsmenn teymisins. Þannig að við erum mjög stolt af þessari vinnu.“ Um sex hundruð manns eru á biðlista eftir því að fá greiningu. María segir að um 55 prósent þeirra sem teymið hefur tekið til skoðunar greinist með ADHD. Auðvelt er að meðhöndla sjúkdóminn en ávinningurinn er hinsvegar mikill, bæði fyrir einstaklinginn sem og þjóðfélagið. „Meðferð við ADHD er afar góð fjárfesting,“ segir Ari Tuckman sálfræðingur, en hann hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað þrjár bækur um sjúkdóminn og hefur ein þeirra verið þýdd á íslensku. Tuckman segir það mun kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að meðhöndla ekki einstaklinga með ADHD heldur en þær fjörutíu milljónir sem Landspítalateymið kostar á ári. „Fullorðið fólk með ADHD glímir gjarnan við yfirþyngd eða jafnvel offitu, það hefur of háa blóðfitu, mataræði þess er slæmt og það stundar litla líkamsrækt. Þetta hefur áhrif á kostnað við sykursýkismeðferð og meðferð við hjartasjúkdómum,“ segir Tuckman. ADHD samtökin á Íslandi hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. „Við neitum að trúa því að þetta verði niðurstaðan. Ég vil trúa því statt og stöðugt, miðað við reynsluna af teyminu að heilbrigðisráðherra eigi bara eftir að ganga í málið og klára það. Það er ekki kostur í okkar huga að teymið verði lagt niður,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna á Íslandi. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Ekki fæst fjárveiting fyrir ADHD-teymi Landspítalans í nýju fjárlagafrumvarpi sem þýðir að leggja verður það niður. Árlegur kostnaður teymisins er fjörutíu milljónir króna. Sérfræðingur í sjúkdómnum segir að það komi til með að reynast samfélaginu mun dýrara að hjálpa ekki þeim sem þjást af ADHD. ADHD teymi Landspítalans var komið á fót í mars í fyrra í tíð Guðbjartar Hannessonar, þáverandi heilbrigðisráðherra. Því er ætlað að stuðla að markvissari greiningum og meðferð fullorðinna með ADHD á Íslandi og að vera opinberum stofnunum til ráðgjafar varðandi þennan málaflokk. Í nýlegri skýrslu á úttekt verkefnis segir að ríkuleg þörf sé á starfseminni. Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er engu að síður ekki gert ráð fyrir áframhaldandi fjárveitingu teymisins. „Þetta er mjög vönduð og fagleg vinna,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala Íslands. „Það er búið að leggja mikla vinnu í að mennta og þjálfa starfsmenn teymisins. Þannig að við erum mjög stolt af þessari vinnu.“ Um sex hundruð manns eru á biðlista eftir því að fá greiningu. María segir að um 55 prósent þeirra sem teymið hefur tekið til skoðunar greinist með ADHD. Auðvelt er að meðhöndla sjúkdóminn en ávinningurinn er hinsvegar mikill, bæði fyrir einstaklinginn sem og þjóðfélagið. „Meðferð við ADHD er afar góð fjárfesting,“ segir Ari Tuckman sálfræðingur, en hann hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað þrjár bækur um sjúkdóminn og hefur ein þeirra verið þýdd á íslensku. Tuckman segir það mun kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að meðhöndla ekki einstaklinga með ADHD heldur en þær fjörutíu milljónir sem Landspítalateymið kostar á ári. „Fullorðið fólk með ADHD glímir gjarnan við yfirþyngd eða jafnvel offitu, það hefur of háa blóðfitu, mataræði þess er slæmt og það stundar litla líkamsrækt. Þetta hefur áhrif á kostnað við sykursýkismeðferð og meðferð við hjartasjúkdómum,“ segir Tuckman. ADHD samtökin á Íslandi hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. „Við neitum að trúa því að þetta verði niðurstaðan. Ég vil trúa því statt og stöðugt, miðað við reynsluna af teyminu að heilbrigðisráðherra eigi bara eftir að ganga í málið og klára það. Það er ekki kostur í okkar huga að teymið verði lagt niður,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna á Íslandi.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira