Aðgengismál í fyrirrúmi hjá RÚV Margrét Magnúsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar 20. október 2014 00:00 Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu, um aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu, spyr Rannveig Magnúsdóttir hvort RÚV uppfylli lagalegar skyldur sínar við heyrnarskerta. Í grein um textun frétta og fréttatengds efnis í Morgunblaðinu fullyrðir Daniel G. Björnsson að eftir kosningaumfjöllun 2013 hafi dregið verulega úr textun í sjónvarpi. Því er til að svara að í 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, er stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er. Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Þess má geta að í nýliðnum ágústmánuði voru sendir út 102 dagskrárliðir af innlendu efni með texta, samtals 61 klst. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar og sem dæmi má nefna að frá ágúst 2012 til júlí 2013 jókst textun á síðu 888 í textavarpinu um 35%, úr 303 klst. í 408 klst. Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Sarpinum á rúv.is. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.Rittúlka vantar Sárafáir sinna rittúlkun og aðeins einn túlkur er tiltækur fyrir RÚV. Ein manneskja getur ekki túlkað heila kosninganótt eða í löngum útsendingum vegna náttúruhamfara. Kastljós og aðrir fréttatengdir þættir, sem eru að mestu í beinni útsendingu og ekki lesnir upp eftir handriti, eru ekki textaðir. Til að svo geti orðið þarf fleiri rittúlka. Sem fyrr segir er ekki völ á þeim. Fjárráð Ríkisútvarpsins eru takmörkuð en fæð rittúlka er meiri hindrun í þjónustu RÚV. Nauðsynlegt er að mennta fleiri rittúlka og það er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að hlúa að og styðja samhliða lagasetningu í þágu heyrnarskertra þar sem um er að ræða brýnt jafnréttismál. RÚV flytur daglega fréttir á táknmáli sem eru jafnframt aðgengilegar á rúv.is. Endurbættur vefurinn lítur dagsins ljós á næstu vikum og þar verður meðal annars áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Við erum því sammála Rannveigu sem segir að tæknin standi ekki lengur í vegi fyrir aðgengi heyrnarskertra að dagskrá Ríkisútvarpsins. Því má vera ljóst að Ríkisútvarpið fer að lögum um aðgengi að dagskrárefni. Okkur er mikið í mun að þjónusta RÚV sé öllum aðgengileg og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það. Nú stendur yfir stefnumótun um aðgengismál og unnið er að nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra, því þótt þjónustan hafi tekið framförum, þá hefur starfsfólk RÚV metnað til að gera enn betur í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu, um aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu, spyr Rannveig Magnúsdóttir hvort RÚV uppfylli lagalegar skyldur sínar við heyrnarskerta. Í grein um textun frétta og fréttatengds efnis í Morgunblaðinu fullyrðir Daniel G. Björnsson að eftir kosningaumfjöllun 2013 hafi dregið verulega úr textun í sjónvarpi. Því er til að svara að í 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, er stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er. Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Þess má geta að í nýliðnum ágústmánuði voru sendir út 102 dagskrárliðir af innlendu efni með texta, samtals 61 klst. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar og sem dæmi má nefna að frá ágúst 2012 til júlí 2013 jókst textun á síðu 888 í textavarpinu um 35%, úr 303 klst. í 408 klst. Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Sarpinum á rúv.is. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.Rittúlka vantar Sárafáir sinna rittúlkun og aðeins einn túlkur er tiltækur fyrir RÚV. Ein manneskja getur ekki túlkað heila kosninganótt eða í löngum útsendingum vegna náttúruhamfara. Kastljós og aðrir fréttatengdir þættir, sem eru að mestu í beinni útsendingu og ekki lesnir upp eftir handriti, eru ekki textaðir. Til að svo geti orðið þarf fleiri rittúlka. Sem fyrr segir er ekki völ á þeim. Fjárráð Ríkisútvarpsins eru takmörkuð en fæð rittúlka er meiri hindrun í þjónustu RÚV. Nauðsynlegt er að mennta fleiri rittúlka og það er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að hlúa að og styðja samhliða lagasetningu í þágu heyrnarskertra þar sem um er að ræða brýnt jafnréttismál. RÚV flytur daglega fréttir á táknmáli sem eru jafnframt aðgengilegar á rúv.is. Endurbættur vefurinn lítur dagsins ljós á næstu vikum og þar verður meðal annars áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Við erum því sammála Rannveigu sem segir að tæknin standi ekki lengur í vegi fyrir aðgengi heyrnarskertra að dagskrá Ríkisútvarpsins. Því má vera ljóst að Ríkisútvarpið fer að lögum um aðgengi að dagskrárefni. Okkur er mikið í mun að þjónusta RÚV sé öllum aðgengileg og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það. Nú stendur yfir stefnumótun um aðgengismál og unnið er að nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra, því þótt þjónustan hafi tekið framförum, þá hefur starfsfólk RÚV metnað til að gera enn betur í náinni framtíð.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun