Að reikna sig til helvítis Hermann Stefánsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu fáeinir íslenskir spekúlantar að þeir kunnu að reikna. Í kjölfarið komust þeir að raun um að þetta var ný þekking, aldrei hafði nokkur maður kunnað að reikna í sögu mannkyns. Í ofanálag kom yfir þá sú hugljómun að það var hægt að beita þessari nýuppgötvuðu þekkingu á alla skapaða hluti og jafnvel leika sér með tölur. Það var hægt að reikna út verðið á sjúkrarúmi og innlagningardögum á spítala, reikna út hagnaðarvon og skilvirkni í starfsemi stofnana og á íslenskri tungu, reikna út prísinn á andlegum verðmætum, framlegðaráhrif og skilvirkni lista og verðið á vergri sjálfsvirðingu. Það var hægt að reikna sig rakleiðis til helvítis. Undanfarið hafa nokkrir reiknimeistarar tekið að sér í blaðagreinum að reikna út hvað það kosti nú að halda úti almannaútvarpi. Þessir spekingar komast jafnan að því að þetta sé of dýrt og eitthvað þurfi undan að láta. Í einni af nýjustu ritningunum, ég hirði ekki um að greina þær hverja frá annarri, er lagt til að dregið sé stórkostlega úr starfsemi Ríkisútvarpsins. Stöku stjórnmálamenn hafa talað eins og þessar fabúleringar séu marktæk innlegg í umræðuna. Það tekur því ekki að blanda sér í reikningskúnstirnar að öðru leyti en því að nefna að ekkert bendir til annars en að það sé einfaldasta mál í heimi að bjarga fjárhag RÚV. Það er gert með því að láta allt útvarpsgjaldið renna til RÚV eins og því er ætlað að gera. Og með því að draga Ohf.-væðingu stofnunarinnar til baka og aflétta tilheyrandi lífeyrisskuldbindingum sem íþyngja rekstrinum. En fyrst af öllu þarf útvarpsgjald að renna óskert til RÚV. Það nægir. Útvarpsgjald er svipað á öllum Norðurlöndum og víðar hærra. Þannig reka allar nágrannaþjóðir okkar almannaútvarp.Villusýn Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vandamál, atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslendingar heldur einnig mun öflugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslendingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórnmálaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarflaði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína. Stærðfræði er merkileg vísindagrein. Hún er hrein vísindi sem ekki tengist öðru en sínum eigin óhlutbundnu reglum. Þessu gera allir góðir stærðfræðingar sér grein fyrir. Þeir vita að fólk getur ekki reiknað út pólitísk og menningarleg gildi sín. Það er sérstök fyrirhöfn að hafa kúltúr og gera sér gildi sín ljós. Menning, eins og sú sem miðlað er á Rás 1, er grunnur þeirra gilda. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn láti ekki glepjast af þeirri villusýn að menning sé útreiknanleg verðmæti og eða gerist slíkar smásálir að halda að menning sé í eigu sumra stjórnmálaflokka en náttúrulegur óvinur annarra. Menning er allra. Að skera hana niður eru svik við hugsjónir allra stjórnmálaflokka og alla þeirra sögu. Að leggja niður útvarpsrás eru óafturkræf hryðjuverk. Það yrðu afdrifaríkar ákvarðanir ef stjórnmálamenn ákvæðu að leggja til atlögu við Ríkisútvarpið. Lítilsigld yrði þeirra arfleifð. Tíminn er kannski ekki fljótur að reikna en hann mylur fjandi smátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu fáeinir íslenskir spekúlantar að þeir kunnu að reikna. Í kjölfarið komust þeir að raun um að þetta var ný þekking, aldrei hafði nokkur maður kunnað að reikna í sögu mannkyns. Í ofanálag kom yfir þá sú hugljómun að það var hægt að beita þessari nýuppgötvuðu þekkingu á alla skapaða hluti og jafnvel leika sér með tölur. Það var hægt að reikna út verðið á sjúkrarúmi og innlagningardögum á spítala, reikna út hagnaðarvon og skilvirkni í starfsemi stofnana og á íslenskri tungu, reikna út prísinn á andlegum verðmætum, framlegðaráhrif og skilvirkni lista og verðið á vergri sjálfsvirðingu. Það var hægt að reikna sig rakleiðis til helvítis. Undanfarið hafa nokkrir reiknimeistarar tekið að sér í blaðagreinum að reikna út hvað það kosti nú að halda úti almannaútvarpi. Þessir spekingar komast jafnan að því að þetta sé of dýrt og eitthvað þurfi undan að láta. Í einni af nýjustu ritningunum, ég hirði ekki um að greina þær hverja frá annarri, er lagt til að dregið sé stórkostlega úr starfsemi Ríkisútvarpsins. Stöku stjórnmálamenn hafa talað eins og þessar fabúleringar séu marktæk innlegg í umræðuna. Það tekur því ekki að blanda sér í reikningskúnstirnar að öðru leyti en því að nefna að ekkert bendir til annars en að það sé einfaldasta mál í heimi að bjarga fjárhag RÚV. Það er gert með því að láta allt útvarpsgjaldið renna til RÚV eins og því er ætlað að gera. Og með því að draga Ohf.-væðingu stofnunarinnar til baka og aflétta tilheyrandi lífeyrisskuldbindingum sem íþyngja rekstrinum. En fyrst af öllu þarf útvarpsgjald að renna óskert til RÚV. Það nægir. Útvarpsgjald er svipað á öllum Norðurlöndum og víðar hærra. Þannig reka allar nágrannaþjóðir okkar almannaútvarp.Villusýn Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vandamál, atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslendingar heldur einnig mun öflugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslendingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórnmálaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarflaði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína. Stærðfræði er merkileg vísindagrein. Hún er hrein vísindi sem ekki tengist öðru en sínum eigin óhlutbundnu reglum. Þessu gera allir góðir stærðfræðingar sér grein fyrir. Þeir vita að fólk getur ekki reiknað út pólitísk og menningarleg gildi sín. Það er sérstök fyrirhöfn að hafa kúltúr og gera sér gildi sín ljós. Menning, eins og sú sem miðlað er á Rás 1, er grunnur þeirra gilda. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn láti ekki glepjast af þeirri villusýn að menning sé útreiknanleg verðmæti og eða gerist slíkar smásálir að halda að menning sé í eigu sumra stjórnmálaflokka en náttúrulegur óvinur annarra. Menning er allra. Að skera hana niður eru svik við hugsjónir allra stjórnmálaflokka og alla þeirra sögu. Að leggja niður útvarpsrás eru óafturkræf hryðjuverk. Það yrðu afdrifaríkar ákvarðanir ef stjórnmálamenn ákvæðu að leggja til atlögu við Ríkisútvarpið. Lítilsigld yrði þeirra arfleifð. Tíminn er kannski ekki fljótur að reikna en hann mylur fjandi smátt.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun