Að nenna nöldrinu og rifrildinu kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 12:00 Þeir sem lenda í lífshættu tala stundum um að þeir hafi séð glefsur úr lífi sínu þegar lífshættan var sem mest. Minningar sem helltust yfir. Þegar maður setur þetta í samhengi við nútímamanninn veltir maður fyrir sér hvort þeir sem eru duglegastir á netinu muni sjá öll Facebook-rifrildin í huga sér þegar þeir lenda í lífshættu. Ætli þeir horfi þá stoltir til baka yfir öll þau skipti sem þeir leiðréttu stafsetningu til að lítillækka þann sem rifist var við? Ég á svo erfitt með að skilja hvernig fólk nennir að eltast við nöldrið og rifrildin daginn út og daginn inn. Og það á Facebook og netinu. Og ef við pælum í því þá eru í raun engin skoðanaskipti sem eiga sér stað á Facebook. Bara fólk sem reifar sinn málstað, les ekki það sem aðrir skrifa og svo endar málið með því að allir segjast vera sammála um að vera ósammála. Og halda bara áfram í sínu horni; með sömu hugmyndir og áður. Ekkert breytt. Mér er persónulega svo nákvæmlega sama hvað einhverjum gömlum manni finnst um hinsegin fólk og alla þá sem eru öðruvísi en hann. Og mér er svo nákvæmlega sama hvað einhverju fólki sem hringir inn á Útvarp Sögu finnst. Hvernig nennir fólk eiginlega að eltast við þetta? Hver er tilgangurinn? Að sannfæra hlustendur útvarpsstöðvar um að þeir hafi rangt fyrir sér? Leyfum þessu fólki bara að hafa sínar ranghugmyndir í friði og eyðum tímanum okkar í eitthvað viturlegra. Til dæmis að halda partí. Þó viðurkenni ég fúslega að ég hef ekki upplifað allt það rugl sem hinsegin fólk hefur þurft að ganga í gegnum, bara til þess að eiga eðlilegt líf. Og ber fulla virðingu fyrir baráttu þess. En ég get samt ekki gert að því að mér þykir alltaf svolítið sérstakt að kæra einhvern fyrir það sem hann segir. Með því er nefnilega verið að gefa orðunum vigt og vægi. Ég myndi halda að svarið við öllum þessum fordómum sé bara að halda gleðigöngu; að halda partí. Þannig að já, svarið við allri þessari neikvæðni er bara að vera þolinmóð, því breytingarnar taka tíma. Og umfram allt. Muna að halda partí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór
Þeir sem lenda í lífshættu tala stundum um að þeir hafi séð glefsur úr lífi sínu þegar lífshættan var sem mest. Minningar sem helltust yfir. Þegar maður setur þetta í samhengi við nútímamanninn veltir maður fyrir sér hvort þeir sem eru duglegastir á netinu muni sjá öll Facebook-rifrildin í huga sér þegar þeir lenda í lífshættu. Ætli þeir horfi þá stoltir til baka yfir öll þau skipti sem þeir leiðréttu stafsetningu til að lítillækka þann sem rifist var við? Ég á svo erfitt með að skilja hvernig fólk nennir að eltast við nöldrið og rifrildin daginn út og daginn inn. Og það á Facebook og netinu. Og ef við pælum í því þá eru í raun engin skoðanaskipti sem eiga sér stað á Facebook. Bara fólk sem reifar sinn málstað, les ekki það sem aðrir skrifa og svo endar málið með því að allir segjast vera sammála um að vera ósammála. Og halda bara áfram í sínu horni; með sömu hugmyndir og áður. Ekkert breytt. Mér er persónulega svo nákvæmlega sama hvað einhverjum gömlum manni finnst um hinsegin fólk og alla þá sem eru öðruvísi en hann. Og mér er svo nákvæmlega sama hvað einhverju fólki sem hringir inn á Útvarp Sögu finnst. Hvernig nennir fólk eiginlega að eltast við þetta? Hver er tilgangurinn? Að sannfæra hlustendur útvarpsstöðvar um að þeir hafi rangt fyrir sér? Leyfum þessu fólki bara að hafa sínar ranghugmyndir í friði og eyðum tímanum okkar í eitthvað viturlegra. Til dæmis að halda partí. Þó viðurkenni ég fúslega að ég hef ekki upplifað allt það rugl sem hinsegin fólk hefur þurft að ganga í gegnum, bara til þess að eiga eðlilegt líf. Og ber fulla virðingu fyrir baráttu þess. En ég get samt ekki gert að því að mér þykir alltaf svolítið sérstakt að kæra einhvern fyrir það sem hann segir. Með því er nefnilega verið að gefa orðunum vigt og vægi. Ég myndi halda að svarið við öllum þessum fordómum sé bara að halda gleðigöngu; að halda partí. Þannig að já, svarið við allri þessari neikvæðni er bara að vera þolinmóð, því breytingarnar taka tíma. Og umfram allt. Muna að halda partí.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun