Að kaupa og selja ríkisstyrki Haukur Eggertsson skrifar 16. desember 2010 05:45 Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvótakauphöll" er nú komið markaðsvirði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkisstyrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítrann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólkurbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtakanna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álagstímum (C). Þessu til viðbótar koma svokallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lánastofnana. Það er því landbúnaðinum til framtíðar vont að virði kvótans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinarinnar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólkurverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkurkvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bankanna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horfinu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkurkvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðsvirði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og framleiðslukostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvótakauphöll" er nú komið markaðsvirði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkisstyrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítrann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólkurbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtakanna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álagstímum (C). Þessu til viðbótar koma svokallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lánastofnana. Það er því landbúnaðinum til framtíðar vont að virði kvótans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinarinnar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólkurverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkurkvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bankanna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horfinu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkurkvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðsvirði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og framleiðslukostnað.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun