Að kaupa og selja ríkisstyrki Haukur Eggertsson skrifar 16. desember 2010 05:45 Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvótakauphöll" er nú komið markaðsvirði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkisstyrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítrann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólkurbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtakanna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álagstímum (C). Þessu til viðbótar koma svokallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lánastofnana. Það er því landbúnaðinum til framtíðar vont að virði kvótans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinarinnar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólkurverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkurkvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bankanna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horfinu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkurkvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðsvirði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og framleiðslukostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvótakauphöll" er nú komið markaðsvirði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkisstyrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítrann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólkurbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtakanna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álagstímum (C). Þessu til viðbótar koma svokallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lánastofnana. Það er því landbúnaðinum til framtíðar vont að virði kvótans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinarinnar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólkurverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkurkvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bankanna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horfinu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkurkvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðsvirði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og framleiðslukostnað.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar