Að halla réttu máli Heiðar Már Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Ég skrifaði grein í síðustu viku sem hét „Hvað framleiðir Ísland?" og færði fyrir því rök að framleiðsla Íslands væri ekki jafn mikið í evrum og tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Nú hafa samtökin Já Ísland, sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB, vitnað í þessar ófullkomnu tölur Hagstofunnar til að reyna að sannfæra fólk um að ekki sé neitt vit í því fyrir Ísland að notast við aðra mynt en evru. Ég hefði vonast eftir uppbyggilegri rökræðu en raun ber vitni. Í meðfylgjandi skífuriti sést skipting útflutningstekna Íslands, ef leiðrétt er fyrir því að ál er hvergi verðlagt í evrum, heldur dollurum, en Hagstofan metur það ranglega í evrum því álið er sent til Rotterdam, til umskipunar. Eins eru sjávarafurðir sem seldar eru alþjóðlega, það er til landa utan Evrópu, oftast verðlagðar í dollurum og það er leiðrétt í þessari mynd. Myndin ber það glögglega með sér að mikilvægasta mynt í útflutningi Íslands er dollarinn. Og það kemur ekki á óvart því Ísland framleiðir fyrst og fremst hrávörur sem alls staðar eru verðlagðar í dollurum. Einn virtasti álitsgjafi heims um peningamál, Martin Wolf, sem heimsótti landið fyrir 2 vikum, sagði það fásinnu að blanda saman peningastefnu og aðild að ríkjabandalagi. Hann sagði þetta vera tvö aðskilin mál, sem þau eru sannanlega, og að Ísland gæti tekið upp hvaða mynt sem er á nokkrum vikum, meira að segja evru. Hann sagði jafnframt að sér litist ekki á framtíð evrunnar, hún væri allt of óviss, og Kanadadollari hentaði Íslendingum betur. Kanadadollara má líkja við dollara fyrir 100 árum þegar auðlindir Bandaríkjanna voru að mestu ósnertar og því er ljóst að Kanadadollari mun halda verðgildi sínu betur en Bandaríkjadollari. Íslendingar hljóta að kjósa mynt sem heldur verðgildi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein í síðustu viku sem hét „Hvað framleiðir Ísland?" og færði fyrir því rök að framleiðsla Íslands væri ekki jafn mikið í evrum og tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Nú hafa samtökin Já Ísland, sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB, vitnað í þessar ófullkomnu tölur Hagstofunnar til að reyna að sannfæra fólk um að ekki sé neitt vit í því fyrir Ísland að notast við aðra mynt en evru. Ég hefði vonast eftir uppbyggilegri rökræðu en raun ber vitni. Í meðfylgjandi skífuriti sést skipting útflutningstekna Íslands, ef leiðrétt er fyrir því að ál er hvergi verðlagt í evrum, heldur dollurum, en Hagstofan metur það ranglega í evrum því álið er sent til Rotterdam, til umskipunar. Eins eru sjávarafurðir sem seldar eru alþjóðlega, það er til landa utan Evrópu, oftast verðlagðar í dollurum og það er leiðrétt í þessari mynd. Myndin ber það glögglega með sér að mikilvægasta mynt í útflutningi Íslands er dollarinn. Og það kemur ekki á óvart því Ísland framleiðir fyrst og fremst hrávörur sem alls staðar eru verðlagðar í dollurum. Einn virtasti álitsgjafi heims um peningamál, Martin Wolf, sem heimsótti landið fyrir 2 vikum, sagði það fásinnu að blanda saman peningastefnu og aðild að ríkjabandalagi. Hann sagði þetta vera tvö aðskilin mál, sem þau eru sannanlega, og að Ísland gæti tekið upp hvaða mynt sem er á nokkrum vikum, meira að segja evru. Hann sagði jafnframt að sér litist ekki á framtíð evrunnar, hún væri allt of óviss, og Kanadadollari hentaði Íslendingum betur. Kanadadollara má líkja við dollara fyrir 100 árum þegar auðlindir Bandaríkjanna voru að mestu ósnertar og því er ljóst að Kanadadollari mun halda verðgildi sínu betur en Bandaríkjadollari. Íslendingar hljóta að kjósa mynt sem heldur verðgildi sínu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun