Að glata menningarverðmætum eða upphefja Björn Stefán Hallsson skrifar 6. júlí 2012 06:00 Fíngert yfirbragð gömlu húsanna í miðborginni og Þingholtunum eru einstök og algerlega sérstök menningarverðmæti. Þau tilbrigði sem í þeim felast og umhverfi þeirra eru það sem vekur áhuga í byggð Reykjavíkur og skapar aðdráttarafl. Þetta þarf að efla og upphefja með öllum tiltækum ráðum. Hús af sömu gerð verða aldrei byggð aftur í borginni. Fyrir það fyrsta þá væri það ekki hægt miðað við gildandi mannvirkjalög og byggingarreglugerð. Þau hús sem þar eru nú eru allt sem við eigum að þessu leyti. Gera þarf eins mikið úr tilvist þeirra og framast er kostur þannig að þeirra verði notið sem best í borgarumhverfinu. Þetta felst ekki í tillögum sem valdar hafa verið til verðlauna í samkeppninni um Ingólfstorg. Það er komið að algerri nauðsyn á sátt um verðmæti gömlu byggðarinnar, stöðva verður frekara niðurrif og ómarkvissa uppbyggingu og upphefja þau menningarverðmæti sem enn eru til í eldri byggðinni. Það er engu líkara en að fólk hafi ekki lært neitt af offari og óraunhæfum framkvæmdaáætlunum innan gömlu byggðarinnar í Reykjavík í aðdraganda hrunsins. Í verðlaunuðum tillögum samkeppninnar um uppbyggingu við Ingólfstorg er offarið endurvakið í anda 2007. Síðastliðin ár hefur umræðan um byggðina verið með þeim formerkjum að verið væri að snúa af þeirri leið, snúa deiliskipulögum frá ofuráætlunum í átt til byggingarmagns og stærða í eðlilegu samræmi við byggðarmynstrið, að snúa við blaði til sáttar við fíngerð einkenni byggðarinnar. Margt er gott í vinningstillögum en í þeim eru fjölmörg veigamikil atriði sem eru andstæð þessu og dæmigerð fyrir 2007. Í tillögu fyrstu verðlauna má meðal annars nefna eftirfarandi atriði. Samhliða byggingu við Alþingishúsið tókst að vinna með og styrkja fínlegt yfirbragð húsa meðfram Kirkjustræti andspænis Landsímahúsinu. Tillagan gerir ráð fyrir að byggja við Landsímahúsið að gangstéttarbrún gagnstætt húsunum með 4-5 hæða stórbyggingu og í byggingarstíl sem er afar framandi fyrir umhverfið í heild. Ráðgert er að bæta hæð ofan á núverandi Landsímahús en með því eru lagleg hlutföll byggingarinnar í ásýnd frá Austurvelli stórsköðuð. Útfærsla hækkunarinnar er jafnframt í algeru ósamræmi við gerð hússins og ber neðri hluta byggingarinnar ofurliði. Upp við þak Nasa norðanvert og að Hótel Vík er gert ráð fyrir nýbyggingu álíka hárri Landsímahúsinu. Nasa er samkvæmt því þvingað inn í kverk á milli nýbyggingarinnar og brunagafls Landsímahúss og smágert húsið borið ofurliði stórbygginga í ásýnd frá Austurvelli. Gert er ráð fyrir að Hótel Vík og Aðalstræti 7 standi á núverandi stað. Þeim er „hlíft", eða eins og það er orðað í umsögn um 1. verðlaun: „ … tillaga sem tekur tillit til sögu Kvosarinnar … sýnir markvissa uppbyggingu án niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum." Þar stöðvast virðing fyrir húsunum, menningarverðmætum þeirra, og gildi í borgarmyndinni. Á milli Hótel Víkur og Aðalstrætis 7 er ráðgert að reisa nýbyggingu sömu gerðar og sú sem ráðgerð er til suðurs frá hótelinu að Nasa. Stærð, hlutföll og bein tengsl gafl í gafl bera húsin gersamlega ofurliði. Á núverandi stað munu húsin standa áfram í skugga Aðalstrætis 9 og Landsímahúss, en sú neikvæða staða er aukin enn frekar með ofangreindum byggingum á milli þeirra og að Nasa. Þar við situr ekki hvað varðar tillitsleysi við verðmæti þessara húsa. Tvö afgerandi atriði koma þar við sögu. Annars vegar er fyrirhugað að framlengja Vallarstræti í fyrri mynd framan við húsin að Aðalstræti. Framlengingin, rétt eins og núverandi Vallarstræti á milli Austurvallar og Veltusunds, mun dæmd til að vera dimmt sund í skugga hárra bygginga og þau áhrif aukin frekar en hitt. Hins vegar er gert ráð fyrir þriggja hæða samfelldri byggð á Ingólfstorgi milli Vallarstrætis og Austurstrætis. Við það hverfa gömlu húsin tvö endanlega inn í skuggalega bakgötu og menningarleg verðmæti og fínleg gerð og yfirbragð verða algerlega hulin sjónum borgarbúa. Hliðarverkun þessa hluta tillögunar eiga aðrar alvarlegar afleiðingar. Við þetta tapast möguleiki á að Ingólfstorg eigi ásýnd með fíngerðu mynstri gamalla húsa á þrjár hliðar og í góðum tengslum við byggðamynstur Grjótaþorps. Hliðin til suðurs verður ný hlið framandi byggingarlistar, ekki ósvipað því sem risið hefur á síðustu áratugum til vesturs og suðurs við torgið. Það er ólíklegt að það verði góð skipti. Önnur hlið á tillögunni hvað þetta varðar er að Ingólfstorg verður stytt verulega, um rýmið frá Austurstræti að Vallarstræti. Það er hugsanlegt að stytta megi torgið en eiga þarf við það með varfærni varðandi rými þess og birtuskilyrði. Ráðgerð byggð í framhaldi Austurstrætis að Aðalstræti er áætluð 3 hæðir og samfelld. Sem slík myndar hún vegg sem mun bæði minnka rýmið í raun og, það sem verra er, rýra tilfinningu fyrir rýmd staðarins og umhverfi þess verulega frá því sem nú er. Sé fólki alvara með að snúa við þeirri óheillaþróun sem átti sér stað fyrir 2007 þá verður það að vera meira en orðin innantóm, það verður jafnframt að sjást í verki, í áætlunum og framkvæmdum. Höfundur er byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Ofangreindar skoðanir eru höfundarins en ekki settar fram í nafni embættis byggingarfulltrúans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fíngert yfirbragð gömlu húsanna í miðborginni og Þingholtunum eru einstök og algerlega sérstök menningarverðmæti. Þau tilbrigði sem í þeim felast og umhverfi þeirra eru það sem vekur áhuga í byggð Reykjavíkur og skapar aðdráttarafl. Þetta þarf að efla og upphefja með öllum tiltækum ráðum. Hús af sömu gerð verða aldrei byggð aftur í borginni. Fyrir það fyrsta þá væri það ekki hægt miðað við gildandi mannvirkjalög og byggingarreglugerð. Þau hús sem þar eru nú eru allt sem við eigum að þessu leyti. Gera þarf eins mikið úr tilvist þeirra og framast er kostur þannig að þeirra verði notið sem best í borgarumhverfinu. Þetta felst ekki í tillögum sem valdar hafa verið til verðlauna í samkeppninni um Ingólfstorg. Það er komið að algerri nauðsyn á sátt um verðmæti gömlu byggðarinnar, stöðva verður frekara niðurrif og ómarkvissa uppbyggingu og upphefja þau menningarverðmæti sem enn eru til í eldri byggðinni. Það er engu líkara en að fólk hafi ekki lært neitt af offari og óraunhæfum framkvæmdaáætlunum innan gömlu byggðarinnar í Reykjavík í aðdraganda hrunsins. Í verðlaunuðum tillögum samkeppninnar um uppbyggingu við Ingólfstorg er offarið endurvakið í anda 2007. Síðastliðin ár hefur umræðan um byggðina verið með þeim formerkjum að verið væri að snúa af þeirri leið, snúa deiliskipulögum frá ofuráætlunum í átt til byggingarmagns og stærða í eðlilegu samræmi við byggðarmynstrið, að snúa við blaði til sáttar við fíngerð einkenni byggðarinnar. Margt er gott í vinningstillögum en í þeim eru fjölmörg veigamikil atriði sem eru andstæð þessu og dæmigerð fyrir 2007. Í tillögu fyrstu verðlauna má meðal annars nefna eftirfarandi atriði. Samhliða byggingu við Alþingishúsið tókst að vinna með og styrkja fínlegt yfirbragð húsa meðfram Kirkjustræti andspænis Landsímahúsinu. Tillagan gerir ráð fyrir að byggja við Landsímahúsið að gangstéttarbrún gagnstætt húsunum með 4-5 hæða stórbyggingu og í byggingarstíl sem er afar framandi fyrir umhverfið í heild. Ráðgert er að bæta hæð ofan á núverandi Landsímahús en með því eru lagleg hlutföll byggingarinnar í ásýnd frá Austurvelli stórsköðuð. Útfærsla hækkunarinnar er jafnframt í algeru ósamræmi við gerð hússins og ber neðri hluta byggingarinnar ofurliði. Upp við þak Nasa norðanvert og að Hótel Vík er gert ráð fyrir nýbyggingu álíka hárri Landsímahúsinu. Nasa er samkvæmt því þvingað inn í kverk á milli nýbyggingarinnar og brunagafls Landsímahúss og smágert húsið borið ofurliði stórbygginga í ásýnd frá Austurvelli. Gert er ráð fyrir að Hótel Vík og Aðalstræti 7 standi á núverandi stað. Þeim er „hlíft", eða eins og það er orðað í umsögn um 1. verðlaun: „ … tillaga sem tekur tillit til sögu Kvosarinnar … sýnir markvissa uppbyggingu án niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum." Þar stöðvast virðing fyrir húsunum, menningarverðmætum þeirra, og gildi í borgarmyndinni. Á milli Hótel Víkur og Aðalstrætis 7 er ráðgert að reisa nýbyggingu sömu gerðar og sú sem ráðgerð er til suðurs frá hótelinu að Nasa. Stærð, hlutföll og bein tengsl gafl í gafl bera húsin gersamlega ofurliði. Á núverandi stað munu húsin standa áfram í skugga Aðalstrætis 9 og Landsímahúss, en sú neikvæða staða er aukin enn frekar með ofangreindum byggingum á milli þeirra og að Nasa. Þar við situr ekki hvað varðar tillitsleysi við verðmæti þessara húsa. Tvö afgerandi atriði koma þar við sögu. Annars vegar er fyrirhugað að framlengja Vallarstræti í fyrri mynd framan við húsin að Aðalstræti. Framlengingin, rétt eins og núverandi Vallarstræti á milli Austurvallar og Veltusunds, mun dæmd til að vera dimmt sund í skugga hárra bygginga og þau áhrif aukin frekar en hitt. Hins vegar er gert ráð fyrir þriggja hæða samfelldri byggð á Ingólfstorgi milli Vallarstrætis og Austurstrætis. Við það hverfa gömlu húsin tvö endanlega inn í skuggalega bakgötu og menningarleg verðmæti og fínleg gerð og yfirbragð verða algerlega hulin sjónum borgarbúa. Hliðarverkun þessa hluta tillögunar eiga aðrar alvarlegar afleiðingar. Við þetta tapast möguleiki á að Ingólfstorg eigi ásýnd með fíngerðu mynstri gamalla húsa á þrjár hliðar og í góðum tengslum við byggðamynstur Grjótaþorps. Hliðin til suðurs verður ný hlið framandi byggingarlistar, ekki ósvipað því sem risið hefur á síðustu áratugum til vesturs og suðurs við torgið. Það er ólíklegt að það verði góð skipti. Önnur hlið á tillögunni hvað þetta varðar er að Ingólfstorg verður stytt verulega, um rýmið frá Austurstræti að Vallarstræti. Það er hugsanlegt að stytta megi torgið en eiga þarf við það með varfærni varðandi rými þess og birtuskilyrði. Ráðgerð byggð í framhaldi Austurstrætis að Aðalstræti er áætluð 3 hæðir og samfelld. Sem slík myndar hún vegg sem mun bæði minnka rýmið í raun og, það sem verra er, rýra tilfinningu fyrir rýmd staðarins og umhverfi þess verulega frá því sem nú er. Sé fólki alvara með að snúa við þeirri óheillaþróun sem átti sér stað fyrir 2007 þá verður það að vera meira en orðin innantóm, það verður jafnframt að sjást í verki, í áætlunum og framkvæmdum. Höfundur er byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Ofangreindar skoðanir eru höfundarins en ekki settar fram í nafni embættis byggingarfulltrúans í Reykjavík.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun