Að glata menningarverðmætum eða upphefja Björn Stefán Hallsson skrifar 6. júlí 2012 06:00 Fíngert yfirbragð gömlu húsanna í miðborginni og Þingholtunum eru einstök og algerlega sérstök menningarverðmæti. Þau tilbrigði sem í þeim felast og umhverfi þeirra eru það sem vekur áhuga í byggð Reykjavíkur og skapar aðdráttarafl. Þetta þarf að efla og upphefja með öllum tiltækum ráðum. Hús af sömu gerð verða aldrei byggð aftur í borginni. Fyrir það fyrsta þá væri það ekki hægt miðað við gildandi mannvirkjalög og byggingarreglugerð. Þau hús sem þar eru nú eru allt sem við eigum að þessu leyti. Gera þarf eins mikið úr tilvist þeirra og framast er kostur þannig að þeirra verði notið sem best í borgarumhverfinu. Þetta felst ekki í tillögum sem valdar hafa verið til verðlauna í samkeppninni um Ingólfstorg. Það er komið að algerri nauðsyn á sátt um verðmæti gömlu byggðarinnar, stöðva verður frekara niðurrif og ómarkvissa uppbyggingu og upphefja þau menningarverðmæti sem enn eru til í eldri byggðinni. Það er engu líkara en að fólk hafi ekki lært neitt af offari og óraunhæfum framkvæmdaáætlunum innan gömlu byggðarinnar í Reykjavík í aðdraganda hrunsins. Í verðlaunuðum tillögum samkeppninnar um uppbyggingu við Ingólfstorg er offarið endurvakið í anda 2007. Síðastliðin ár hefur umræðan um byggðina verið með þeim formerkjum að verið væri að snúa af þeirri leið, snúa deiliskipulögum frá ofuráætlunum í átt til byggingarmagns og stærða í eðlilegu samræmi við byggðarmynstrið, að snúa við blaði til sáttar við fíngerð einkenni byggðarinnar. Margt er gott í vinningstillögum en í þeim eru fjölmörg veigamikil atriði sem eru andstæð þessu og dæmigerð fyrir 2007. Í tillögu fyrstu verðlauna má meðal annars nefna eftirfarandi atriði. Samhliða byggingu við Alþingishúsið tókst að vinna með og styrkja fínlegt yfirbragð húsa meðfram Kirkjustræti andspænis Landsímahúsinu. Tillagan gerir ráð fyrir að byggja við Landsímahúsið að gangstéttarbrún gagnstætt húsunum með 4-5 hæða stórbyggingu og í byggingarstíl sem er afar framandi fyrir umhverfið í heild. Ráðgert er að bæta hæð ofan á núverandi Landsímahús en með því eru lagleg hlutföll byggingarinnar í ásýnd frá Austurvelli stórsköðuð. Útfærsla hækkunarinnar er jafnframt í algeru ósamræmi við gerð hússins og ber neðri hluta byggingarinnar ofurliði. Upp við þak Nasa norðanvert og að Hótel Vík er gert ráð fyrir nýbyggingu álíka hárri Landsímahúsinu. Nasa er samkvæmt því þvingað inn í kverk á milli nýbyggingarinnar og brunagafls Landsímahúss og smágert húsið borið ofurliði stórbygginga í ásýnd frá Austurvelli. Gert er ráð fyrir að Hótel Vík og Aðalstræti 7 standi á núverandi stað. Þeim er „hlíft", eða eins og það er orðað í umsögn um 1. verðlaun: „ … tillaga sem tekur tillit til sögu Kvosarinnar … sýnir markvissa uppbyggingu án niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum." Þar stöðvast virðing fyrir húsunum, menningarverðmætum þeirra, og gildi í borgarmyndinni. Á milli Hótel Víkur og Aðalstrætis 7 er ráðgert að reisa nýbyggingu sömu gerðar og sú sem ráðgerð er til suðurs frá hótelinu að Nasa. Stærð, hlutföll og bein tengsl gafl í gafl bera húsin gersamlega ofurliði. Á núverandi stað munu húsin standa áfram í skugga Aðalstrætis 9 og Landsímahúss, en sú neikvæða staða er aukin enn frekar með ofangreindum byggingum á milli þeirra og að Nasa. Þar við situr ekki hvað varðar tillitsleysi við verðmæti þessara húsa. Tvö afgerandi atriði koma þar við sögu. Annars vegar er fyrirhugað að framlengja Vallarstræti í fyrri mynd framan við húsin að Aðalstræti. Framlengingin, rétt eins og núverandi Vallarstræti á milli Austurvallar og Veltusunds, mun dæmd til að vera dimmt sund í skugga hárra bygginga og þau áhrif aukin frekar en hitt. Hins vegar er gert ráð fyrir þriggja hæða samfelldri byggð á Ingólfstorgi milli Vallarstrætis og Austurstrætis. Við það hverfa gömlu húsin tvö endanlega inn í skuggalega bakgötu og menningarleg verðmæti og fínleg gerð og yfirbragð verða algerlega hulin sjónum borgarbúa. Hliðarverkun þessa hluta tillögunar eiga aðrar alvarlegar afleiðingar. Við þetta tapast möguleiki á að Ingólfstorg eigi ásýnd með fíngerðu mynstri gamalla húsa á þrjár hliðar og í góðum tengslum við byggðamynstur Grjótaþorps. Hliðin til suðurs verður ný hlið framandi byggingarlistar, ekki ósvipað því sem risið hefur á síðustu áratugum til vesturs og suðurs við torgið. Það er ólíklegt að það verði góð skipti. Önnur hlið á tillögunni hvað þetta varðar er að Ingólfstorg verður stytt verulega, um rýmið frá Austurstræti að Vallarstræti. Það er hugsanlegt að stytta megi torgið en eiga þarf við það með varfærni varðandi rými þess og birtuskilyrði. Ráðgerð byggð í framhaldi Austurstrætis að Aðalstræti er áætluð 3 hæðir og samfelld. Sem slík myndar hún vegg sem mun bæði minnka rýmið í raun og, það sem verra er, rýra tilfinningu fyrir rýmd staðarins og umhverfi þess verulega frá því sem nú er. Sé fólki alvara með að snúa við þeirri óheillaþróun sem átti sér stað fyrir 2007 þá verður það að vera meira en orðin innantóm, það verður jafnframt að sjást í verki, í áætlunum og framkvæmdum. Höfundur er byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Ofangreindar skoðanir eru höfundarins en ekki settar fram í nafni embættis byggingarfulltrúans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fíngert yfirbragð gömlu húsanna í miðborginni og Þingholtunum eru einstök og algerlega sérstök menningarverðmæti. Þau tilbrigði sem í þeim felast og umhverfi þeirra eru það sem vekur áhuga í byggð Reykjavíkur og skapar aðdráttarafl. Þetta þarf að efla og upphefja með öllum tiltækum ráðum. Hús af sömu gerð verða aldrei byggð aftur í borginni. Fyrir það fyrsta þá væri það ekki hægt miðað við gildandi mannvirkjalög og byggingarreglugerð. Þau hús sem þar eru nú eru allt sem við eigum að þessu leyti. Gera þarf eins mikið úr tilvist þeirra og framast er kostur þannig að þeirra verði notið sem best í borgarumhverfinu. Þetta felst ekki í tillögum sem valdar hafa verið til verðlauna í samkeppninni um Ingólfstorg. Það er komið að algerri nauðsyn á sátt um verðmæti gömlu byggðarinnar, stöðva verður frekara niðurrif og ómarkvissa uppbyggingu og upphefja þau menningarverðmæti sem enn eru til í eldri byggðinni. Það er engu líkara en að fólk hafi ekki lært neitt af offari og óraunhæfum framkvæmdaáætlunum innan gömlu byggðarinnar í Reykjavík í aðdraganda hrunsins. Í verðlaunuðum tillögum samkeppninnar um uppbyggingu við Ingólfstorg er offarið endurvakið í anda 2007. Síðastliðin ár hefur umræðan um byggðina verið með þeim formerkjum að verið væri að snúa af þeirri leið, snúa deiliskipulögum frá ofuráætlunum í átt til byggingarmagns og stærða í eðlilegu samræmi við byggðarmynstrið, að snúa við blaði til sáttar við fíngerð einkenni byggðarinnar. Margt er gott í vinningstillögum en í þeim eru fjölmörg veigamikil atriði sem eru andstæð þessu og dæmigerð fyrir 2007. Í tillögu fyrstu verðlauna má meðal annars nefna eftirfarandi atriði. Samhliða byggingu við Alþingishúsið tókst að vinna með og styrkja fínlegt yfirbragð húsa meðfram Kirkjustræti andspænis Landsímahúsinu. Tillagan gerir ráð fyrir að byggja við Landsímahúsið að gangstéttarbrún gagnstætt húsunum með 4-5 hæða stórbyggingu og í byggingarstíl sem er afar framandi fyrir umhverfið í heild. Ráðgert er að bæta hæð ofan á núverandi Landsímahús en með því eru lagleg hlutföll byggingarinnar í ásýnd frá Austurvelli stórsköðuð. Útfærsla hækkunarinnar er jafnframt í algeru ósamræmi við gerð hússins og ber neðri hluta byggingarinnar ofurliði. Upp við þak Nasa norðanvert og að Hótel Vík er gert ráð fyrir nýbyggingu álíka hárri Landsímahúsinu. Nasa er samkvæmt því þvingað inn í kverk á milli nýbyggingarinnar og brunagafls Landsímahúss og smágert húsið borið ofurliði stórbygginga í ásýnd frá Austurvelli. Gert er ráð fyrir að Hótel Vík og Aðalstræti 7 standi á núverandi stað. Þeim er „hlíft", eða eins og það er orðað í umsögn um 1. verðlaun: „ … tillaga sem tekur tillit til sögu Kvosarinnar … sýnir markvissa uppbyggingu án niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum." Þar stöðvast virðing fyrir húsunum, menningarverðmætum þeirra, og gildi í borgarmyndinni. Á milli Hótel Víkur og Aðalstrætis 7 er ráðgert að reisa nýbyggingu sömu gerðar og sú sem ráðgerð er til suðurs frá hótelinu að Nasa. Stærð, hlutföll og bein tengsl gafl í gafl bera húsin gersamlega ofurliði. Á núverandi stað munu húsin standa áfram í skugga Aðalstrætis 9 og Landsímahúss, en sú neikvæða staða er aukin enn frekar með ofangreindum byggingum á milli þeirra og að Nasa. Þar við situr ekki hvað varðar tillitsleysi við verðmæti þessara húsa. Tvö afgerandi atriði koma þar við sögu. Annars vegar er fyrirhugað að framlengja Vallarstræti í fyrri mynd framan við húsin að Aðalstræti. Framlengingin, rétt eins og núverandi Vallarstræti á milli Austurvallar og Veltusunds, mun dæmd til að vera dimmt sund í skugga hárra bygginga og þau áhrif aukin frekar en hitt. Hins vegar er gert ráð fyrir þriggja hæða samfelldri byggð á Ingólfstorgi milli Vallarstrætis og Austurstrætis. Við það hverfa gömlu húsin tvö endanlega inn í skuggalega bakgötu og menningarleg verðmæti og fínleg gerð og yfirbragð verða algerlega hulin sjónum borgarbúa. Hliðarverkun þessa hluta tillögunar eiga aðrar alvarlegar afleiðingar. Við þetta tapast möguleiki á að Ingólfstorg eigi ásýnd með fíngerðu mynstri gamalla húsa á þrjár hliðar og í góðum tengslum við byggðamynstur Grjótaþorps. Hliðin til suðurs verður ný hlið framandi byggingarlistar, ekki ósvipað því sem risið hefur á síðustu áratugum til vesturs og suðurs við torgið. Það er ólíklegt að það verði góð skipti. Önnur hlið á tillögunni hvað þetta varðar er að Ingólfstorg verður stytt verulega, um rýmið frá Austurstræti að Vallarstræti. Það er hugsanlegt að stytta megi torgið en eiga þarf við það með varfærni varðandi rými þess og birtuskilyrði. Ráðgerð byggð í framhaldi Austurstrætis að Aðalstræti er áætluð 3 hæðir og samfelld. Sem slík myndar hún vegg sem mun bæði minnka rýmið í raun og, það sem verra er, rýra tilfinningu fyrir rýmd staðarins og umhverfi þess verulega frá því sem nú er. Sé fólki alvara með að snúa við þeirri óheillaþróun sem átti sér stað fyrir 2007 þá verður það að vera meira en orðin innantóm, það verður jafnframt að sjást í verki, í áætlunum og framkvæmdum. Höfundur er byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Ofangreindar skoðanir eru höfundarins en ekki settar fram í nafni embættis byggingarfulltrúans í Reykjavík.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar