Að fá að drekka sig í hel Ögmundur bjarnason skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um sölu áfengis í mjólkurbúðum sem vonir standa til að loks verði að lögum í landinu. Þessu fagna allir frjálshuga menn og telja mikil þjóðþrif. Gildir þá einu þótt öll skynsamleg rök hnígi gegn slíku fyrirkomulagi og landlæknir biðji guðina að forða þingheimi frá þessu ráði. Réttlætismál og sjálfsögð mannréttindi er að geta keypt sér („verzlað“) hvítvín með humrinum án milligöngu ríkisvaldsins. Að meina mönnum frjáls viðskipti með áfengi, jafnvel þótt ístöðulítið fólk kunni illa með það að fara, má heita að stappi nærri því ofbeldi að skylda menn, sem ekki bera til þess sérstaka löngun, að greiða skatt af tekjum sínum. Eða þeim yfirgangi kommúnista að beita neyslusköttum til að draga úr sykuráti barna. Hlýtur þá að liggja næst fyrir að ráðast gegn þeirri blindu forræðishyggju að takmarka áfengiskaup við aldur neytenda, þvert á eftirspurn og kröfur markaðarins. Heimurinn er jú fullur af peningum og allskonar og fásinna að láta það dragast að drekka þau vín sem hægt er að drekka strax. Eins og skáldið sagði sem minntist skóladaganna með hryggð yfir því að „sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín“. Í þessum skóla sem sum okkar villtust í síðar minnir mig að hafi staðið á fornum bókum að ljúft væri og dýrðlegt að deyja fyrir föðurlandið. Reynsla vestrænna þjóða af því að einkavæða áfengissölu er á eina leið: áfengisneysla eykst með tilheyrandi aukningu á áfengistengdu heilsutjóni og samfélagsböli. En skítt veri með það. Við skulum vera frjálsir menn í frjálsu landi. Og frjálsir þess að drekka okkur í hel. Það er dýrðlegt og dásamlegt:Þær endalyktir öllum kunnarég einna dýrðlegastar telundir fána frjálshyggjunnarað fá að drekka sig í hel.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um sölu áfengis í mjólkurbúðum sem vonir standa til að loks verði að lögum í landinu. Þessu fagna allir frjálshuga menn og telja mikil þjóðþrif. Gildir þá einu þótt öll skynsamleg rök hnígi gegn slíku fyrirkomulagi og landlæknir biðji guðina að forða þingheimi frá þessu ráði. Réttlætismál og sjálfsögð mannréttindi er að geta keypt sér („verzlað“) hvítvín með humrinum án milligöngu ríkisvaldsins. Að meina mönnum frjáls viðskipti með áfengi, jafnvel þótt ístöðulítið fólk kunni illa með það að fara, má heita að stappi nærri því ofbeldi að skylda menn, sem ekki bera til þess sérstaka löngun, að greiða skatt af tekjum sínum. Eða þeim yfirgangi kommúnista að beita neyslusköttum til að draga úr sykuráti barna. Hlýtur þá að liggja næst fyrir að ráðast gegn þeirri blindu forræðishyggju að takmarka áfengiskaup við aldur neytenda, þvert á eftirspurn og kröfur markaðarins. Heimurinn er jú fullur af peningum og allskonar og fásinna að láta það dragast að drekka þau vín sem hægt er að drekka strax. Eins og skáldið sagði sem minntist skóladaganna með hryggð yfir því að „sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín“. Í þessum skóla sem sum okkar villtust í síðar minnir mig að hafi staðið á fornum bókum að ljúft væri og dýrðlegt að deyja fyrir föðurlandið. Reynsla vestrænna þjóða af því að einkavæða áfengissölu er á eina leið: áfengisneysla eykst með tilheyrandi aukningu á áfengistengdu heilsutjóni og samfélagsböli. En skítt veri með það. Við skulum vera frjálsir menn í frjálsu landi. Og frjálsir þess að drekka okkur í hel. Það er dýrðlegt og dásamlegt:Þær endalyktir öllum kunnarég einna dýrðlegastar telundir fána frjálshyggjunnarað fá að drekka sig í hel.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun