Innlent

Á sjötta þúsund gegn Icesave- Einn kærður fyrir kennitölufals

Hátt í sex þúsund manns hafa skráð sig á vefinn kjósum.is þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er hvattur til þess að synja Icesavefrumvarpinu staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi, og vísa því þannig til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í gær höfðu um þúsund manns skráð sig á vefinn. Athygli vekur að einn aðili hefur verið kærður til lögreglunnar af forsvarsmönnum síðunnar fyrir að falsa undirskrift en misnotkun kennitalna varðar við lög.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×