Innlent

Á móti staðgöngumæðrun

Vinstrihreyfingin grænt framboð samþykkti á landsfundi sínum í dag ályktun þess efnis að leggjast gegn staðgöngumæðrun hvort heldur sem er í hagnaðar- eða velgjörðaskyni.

„Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og eigum ekki að samþykkja," segir í ályktuninni sem fékk einróma samþykki á fundinum í dag.

Hugtakið staðgöngumæðrun felur í sér, skv. íslenskum lögum ,að tæknifrjóvgun er framkvæmd á konu sem hyggst ganga með barn fyrir aðra konu og að staðgöngumóðirin hafi fallist á það fyrir meðgönguna að láta barnið af hendi strax eftir fæðingu. Í umræðu um staðgöngumæðrun er annars vegar talað um hefðbundna staðgöngumæðrun (traditional or partial surrogacy) og hins vegar fulla staðgöngumæðrun (gestational surrogacy, full surrogacy).

Fjallað var um ályktunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sem nú hefur verið samþykkt. Þar var rætt við Auði Alfífu Ketilsdóttur sem er ein þeirra sem stóð að ályktuninni.


Tengdar fréttir

Leggja til að staðgöngumæðrun verði alfarið bönnuð

Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×