99 ástæður til byltingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2015 22:14 „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir skipuleggjandi. VISIR/VALLI „Það er mjög eldfimt ástand í þjóðfélaginu, fólk hefur þörf fyrir að fá rödd sína heyrða og við ætlum að láta í okkur heyra,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli á morgun. Alls hafa liðlega 6000 manns boðað komu sína á mótmælin en Sara telur þann mikla fjölda útskýrast af gríðarlegri óánægju í samfélaginu.Mótmælendur hafa í það heila greint frá 99 ástæðum sem réttlæta byltingu.„Þessi ólga virðist liggja í öllum hornum, krókum og kimum samfélagsins. Það eru harðar launadeilur í gangi, það er brotið gegn rammáætlun í hvívetna, stjórnvöld eru að valda óafturkræfum skaða á daglegum basís og ástandið er einfaldlega mjög eldfimt,“ segir Sara og bendir á að á Facebook-síðu mótmælanna hafi fólk tilgreint 99 ástæður fyrir byltingu. Þrátt fyrir að mótmælin hafi enga formlega yfirskrift segir Sara að krafan sé skýr – að núverandi ríkisstjórn fari frá völdum. „Þó svo að það sé kannski ekki raunsætt þá eru það samt okkar skýlausu skilaboð sem og krafan um gagngerar kerfisbreytingar. Því þó svo að það komi nýtt fólk inn þá er kerfið sem við búum við ennþá meingallað. Það er er ekkert verið að gera í þessum málum og það þarf aktíva vinnu til að breyta því,“ segir Sara. Mótmælunum, sem hefjast klukkan 17 á morgun, verður stýrt af Söru en auk hennar munu þrír ræðumenn taka til máls og þá verða einnig tónlistaratriði til að brjóta upp dagskrána. Sara hvetur fólk að koma með lykla eða hvað það sem fólk telur geta myndað hávaða og að klæða sig vel, það sé spáð hráslagalegu veðri; sjö stiga hita og súld. „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
„Það er mjög eldfimt ástand í þjóðfélaginu, fólk hefur þörf fyrir að fá rödd sína heyrða og við ætlum að láta í okkur heyra,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli á morgun. Alls hafa liðlega 6000 manns boðað komu sína á mótmælin en Sara telur þann mikla fjölda útskýrast af gríðarlegri óánægju í samfélaginu.Mótmælendur hafa í það heila greint frá 99 ástæðum sem réttlæta byltingu.„Þessi ólga virðist liggja í öllum hornum, krókum og kimum samfélagsins. Það eru harðar launadeilur í gangi, það er brotið gegn rammáætlun í hvívetna, stjórnvöld eru að valda óafturkræfum skaða á daglegum basís og ástandið er einfaldlega mjög eldfimt,“ segir Sara og bendir á að á Facebook-síðu mótmælanna hafi fólk tilgreint 99 ástæður fyrir byltingu. Þrátt fyrir að mótmælin hafi enga formlega yfirskrift segir Sara að krafan sé skýr – að núverandi ríkisstjórn fari frá völdum. „Þó svo að það sé kannski ekki raunsætt þá eru það samt okkar skýlausu skilaboð sem og krafan um gagngerar kerfisbreytingar. Því þó svo að það komi nýtt fólk inn þá er kerfið sem við búum við ennþá meingallað. Það er er ekkert verið að gera í þessum málum og það þarf aktíva vinnu til að breyta því,“ segir Sara. Mótmælunum, sem hefjast klukkan 17 á morgun, verður stýrt af Söru en auk hennar munu þrír ræðumenn taka til máls og þá verða einnig tónlistaratriði til að brjóta upp dagskrána. Sara hvetur fólk að koma með lykla eða hvað það sem fólk telur geta myndað hávaða og að klæða sig vel, það sé spáð hráslagalegu veðri; sjö stiga hita og súld. „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira