FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER NÝJAST 00:01

Fawlty Towers leikarinn Andrew Sachs er látinn

FRÉTTIR

95 prósent líkur á ţví ađ Ţorgrímur fari í forsetann

 
Innlent
11:59 24. NÓVEMBER 2015
Ţorgrímur Ţráinsson undirbýr nú vćntanlegt forsetaframbođ.
Ţorgrímur Ţráinsson undirbýr nú vćntanlegt forsetaframbođ.
skrifar

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok.

Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég  Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu.

Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“

Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé.

„Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“

Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund:

„Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“

En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram?

„Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“

Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda?

„Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“

Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / 95 prósent líkur á ţví ađ Ţorgrímur fari í forsetann
Fara efst