Innlent

80 prósent grunnskóla fara með börnin í kirkju

Erla Hlynsdóttir skrifar
Hlutfall leik- og grunnskóla sem senda börnin heim með auglýsingar um kirkjulegt starf
Hlutfall leik- og grunnskóla sem senda börnin heim með auglýsingar um kirkjulegt starf Úr skýrslu starfshóps um samstarf kirkju og skóla

Tveir þriðju hlutar grunnskóla í Reykjavík senda börn heim með auglýsingar um kirkjulegt starf, svo sem bæklinga og önnur dreifibréf. Ellefu prósent leikskóla á vegum borgarinar gera slíkt hið sama.

Þetta kemur fram í skýrslu sem liggur til grundvallar mótun samskiptareglna milli trúfélaga og skóla í borginni. Skýrslan var unnin af gagnadeild leikskóla- og menntasviðs og voru niðurstöðurnar birtar árið 2007.

Menntasvið hefur lagt fram drög að ályktun um samskiptareglur á milli þessara aðila og eru drögin byggð á niðurstöðum umræddrar skýrslu.

Þar kemur einnig fram að í nánast er algilt að fermingafræðsla fari fram á skólatíma. Vegna þessa fellur hefðbundið skólastarf niður í tvo daga á ári hjá nemendum 8. bekkjar.



Hlutfall leik- og grunnskóla sem fara með börnin í kirkju fyrir jól og páska á vegum skólans

Rúmlega 80 prósent grunnskóla borgarinnar fara með börnin í kirkju fyrir jól, tæp 3 prósent fara með þau í kirkju fyrir jól og páska en 10,5 prósent skóla heimsækja kirkju við önnur tilefni, svo sem við skólaslit eða til að halda upplestrarkeppni. Rúm 5 prósent grunnskóla segjast aldrei fara með börnin í kirkju.

Af leikskólum borgarinnar fara um 70 prósent þeirra með börnin í kirkju yfir leikskólaárið. Ýmist er farið fyrir jól, fyrir páska, fyrir jól og páska eða þegar leikskólunum er sérstaklega boðið í kirkju. Alls fara 23 prósent leikskóla í Reykjavík aldrei með börnin í kirkju.

Smellið á meðfylgjandi myndir til að stækka þær.




Tengdar fréttir

Formaður menntaráðs: Skólinn verður að vera hlutlaus í trúmálum

Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar vill draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Hún fagnar drögum að ályktun sem meirihluti mannréttindaráðs borgarinnar lagði fram í vikunni sem fjallar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélag á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt.

Trúboð presta í leikskólum bannað

Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×